Andvari - 01.01.1887, Blaðsíða 128
122
pegar flögurnar fara að þorna, Surtarbrandurinn er
fremur lélegur til brennslu, en má pó nota bann'; í
honum eru að eins um 34°/o af kolefni, en í kolum frá
Hreðavatni um 60 "lo. Gilið er um 200 faðmar á lengd
og 2 — 300 fet á dýpt; efst í pví er fors; koma hér um
bil sömu lögin fram undir forsinum eins og í surtar-
brandshorninu. Eptir gilhliðinni nyrðri lieíir gangur
brotizt upp í gegnum surtarbrandsmyndanirnar, og
standa eptir af honum háir strókar (stefna gangsins er
Y. 15" S.).
Snemma hafa menn tekið eptir surtarbrandi og er
hans getið í gömlum bókum, og pá stundum getið um
ýmsa hjátrú honum viðvíkjandi, og er eigi til neins að
tína pað saman á pessum stað. Seinna fóru menn að
liugsa um að hafa surtarbrand til eldsneytis, og lét
stjórnin skoða hann hvað eptir annað á öldinni sem leið,
og jafnvel fyr, pví á bréíi frá Friðriki III., 28. apr. 1663,
sést, að Niels Jörgensen liefir verið sendur til íslands til
að sœkja svart tré, biður konungr, að honum sé veittr
allur greiði, og að sýslumenn í Vestíirðingafjórðungi hjálpi
honum til að ná í sem stærstar surtarbrands-flögur'1 2.
Eggert Ólafsson skoðaði fyrstur manna surtarbrandslögin
við Brjámslæk, 1753, og lýsir peim ágætlega; hann fann
fyrstur manna hér á landi steingjörð trjáblöð í jarðlög-
unum við surtarbrandinn. Á dögum Eggerts Ólafssonar
var engin vísindaleg jarðfræði til, og pví var pessari
uppgötvun ekki eins mikill gaumur geiinn eins og hún
hefði átt skilið. f*að var ekki fyr en nærri öld seinna,
að menn sáu, hve stórkostlega pýðingu jurtaleifarnar í jarð-
lögum heimskautalandanna hafa fyrir sögu jarðarinnar. Ole
Worm og aðrir fróðir menn sögðu, að engin sönnun væri
1) Sbr. Fr. Johnsirup: Kullagene paa Færöerne, i Overs. o.
Yidensk. Selskabs Forh. 1873, bls. 184.
2) Magnús Kctilsson: Forordninger og aabne Breve. III.,
bls. 109—110.