Andvari - 01.01.1887, Blaðsíða 111
105
með Breiðafirði og það pó þau séu töluvert hærri; get-
ur verið, að sífeldar saltblandnar hafgolur og næðingar
valdi pessu. Hálfdán er 598 fet á hæð; þar fann eg
ísrákir (stefna peirra er N. 60° A.), sést af peim, eins
og mörgum athugunum, er eg gerði seinna um sumarið,
að Vesturland allt hefir verið þakið þykkum ísmötli á
ísöldinni og varla nokkur púfa upp úr snjó. I fjallinu
upp af Botni í Tálknafirði kvað vera surtarbrandur, en
hann var nú snævi pakinn. Riðum við síðan um
Mikladal og að Vatneyri. Patreksfjörður er eins mynd-
aður og hinir firðirnir vestra, nema livað syðri hlið lians
er eigi jöfn brún sem hin nyrðri, en þar ganga inn
ýmsir dalir og liöfðar eða fjallaálmar á milli; víðsýnið
verður pví meira og eigi eins aðpröngt eins og svo víða
á Vestfjörðum, og er pví fallegra á Patreksfirði en við
flesta liina smærri firðina. Mér var sagt, að surtarhrand-
ur væri uppi á Raknadalsfjalli og hafði verið tekið tölu-
vert af honum og brúkað til eldsneytis. Fórum við 5
saman frá Vatneyri upp í Mikladal og síðan suður og
upp á fjallið, er par gróðurlaus urð hið efra, fórum við
fyrir botninn á Raknadal; hann er djúpur, stuttur og
klettóttur; par norður af eru breiðir hjallar liver upp af
öðruin; snjór var undir lijallabrúnunum og par kvað
surtarbrandurinn vera (tæp 1500 fet yfir sjó), en nú var
hann undir snjó, svo ekkert sást, og snerum vér við
svo búið aptur.
7. júlí hélt eg á stað suður á Rauðasand. Liggur veg-
urinn fyrst inn með Patreksfirði fram með langri og
brattri hlíð, er stórgrýtisurð neðan 1 hlíðinni og björg-
unum alla vega tildrað á rönd, eins er sumstaðar fram
með firðinum að sunnanverðu; pað lítur nærri pví eins
út, eins og urð pessi liafi fallið allt í einu úr fjallinu
við stórkostlegan jarðskjálfta. Syðsti endinn á Patreks-
firði beygir nokkuð til norðurs, er landslag par nokkuð
annað, liöfðar og hólabungur úr blágrýti, svo dalurinn
verður breiðari pó fjörðurinn mjókki. Fórum við yfir