Andvari - 01.01.1887, Blaðsíða 163
157
yzt há og þverhnýpt fjöll: örkin (1984 fet), Sætrafjall
og svo lægri háls fyrir innan, sem farið er yfir beina
leið að Arnesi; upp af fjarðarbotninum eru heiðarnar
vestur af Ófeigsfjarðarfjalli. Líparít er á nokkrum stöð-
um við Reykjarfjörð; bæði hátt upp í dalbotninum iunst
og eins utar að norðanverðu, spölkorn fyrir utan Reykj-
arfjarðarbæ, er stór líparítgangur, og eins er liin sama
bergtegund í fjallinu vestur af Naustavík. Af pví eg
vildi fara út 1 Gjögur, pá fór eg fram með sjónum svo-
kallaða Kervogshlíð, og má heita par ófært með hesta,
pó stundum sé par farið með laus liross. Dálítið fyrir
utan Naustavík er hættulegt klif, sem kallað er Sætra-
klif; fyrst er farið utan í snarbröttum skriðum, en svo
kemur aðalklifið örstutt utan í pverlinýptum hömrum,
160 fet yfir sjó; er par skarð niður í sjóinn, sem hest-
arnir verða að fikra sig yfir á örmjóum helluröndum; er
sjórinn 160 fet fyrir neðan, en bergið hinum meginn
skútandi fram yfir; verður að taka ofan allan, áburð svo
hestarnir reki sig ekki í bergið; eg var hissa á pví,
hvað klárunum tókst vel að vega salt eptir pessari
hamra-rönd, án pess að verða fótaskortur til muna. Út
með allri hlíðinni er versti vegur, eintóm klif, klappir
og svaðar, kolsvört gil, hamrar og skriður; fjallalækirnir
voru allir í vexti eptir rigningarnar og ultu fram mó-
rauðir langt út úr farvegunum, en allt af heyrðust
skellirnir í steinunum og klettamolunum, sem voru að
detta. Undirlendi er hér ekkert og maður verður að
ríða gegnum urðina utan í snarbrattri hlíðinni. Við
riðum út að Gjögri og paðan að Reykjanesi, og vorum
par um nóttina.
III, Hornstrandir,
Hornstrandir kalla menn í daglegu tali strandlengj-
una norður af Húnaflóa vestanverðum fyrir sunnan Horn;
pó er pað eiginlega aldrei fast ákveðið, hver takmörk