Andvari - 01.01.1887, Blaðsíða 93
87
urrar sérstaklegrar áhættu, að eins með lánstrausti sínu.
|>að er ein in pýðingarmesta skylda banka að skilja
rétt pessa köllun sína og að fullnœgja henni.
En skilyrðið fyrir að bankinn geti fullnœgt henni til
gagns, er það, að hann sé ekld bundinn við neina fast-
ákveðna upphœð, sem liann megi gefa út í seðlum.
ViðsJúftaþörfin er breytileg, og J>á parf pað sem úr
henni á að bœta, gangeyririnn, að vera breytilegr líka
að upphæð.
En pá verða seðlarnir líka að vera innleysanlegir, ef
hankinn á ekki að vera lögbundinn við að mega að eins
gefa út ákveðna upphæð, heldr á að hafa frjálsar hendr
til að fara í pessu eftir pví sem pörfin kveðr.
J>að eru ekki nema tveir áreiðanlegir mælikvarðar til,
sem óyggjandi segja til, pegar of mikið er kornið út af
seðlum; annar er verðfall peirra, en hinn er innleysan-
leiki peirra. Ef vér viljum nú láta bankann hafa frjáls-
ar hendr um, að gefa út svo mikla seðla sem með parf
til að gera ýtrasta gagn pjóðinni, án pess pó að eiga
á hættu verðfall peirra, pegar yfir takmarkið kemr, pá
er enginn annar vegr til pess, en að nota hinn mæli-
kvarðann: innleysanleikann.
|>að er pví auðsætt, að banki vor er stór framför frá
bankaleysinu, sem áðr var. En hitt er og auðsætt, að
pótt seðlar bankans sé óyggjandi að halda verði eins og
nú er, pá getr hankinn pá fyrst komið landinu að full-
um notum, er takmörkuninni er létt af honum um
seðilmergð pá er liann megi út gefa, og seðlarnir verða
innleysanlegir með gulli við bankann sjálfan.
Fyrir þessa sök eigum vér að reyna að gera seðlana
sem fyrst innleysanlega.
Að fara að rœða hér um réttar reglur fyrir seðla-
tryggingu með málmforða, eða um tillögur Seyd’s eða
Macleod’s um reglur fyrir diskontó-hæðinni, til að tryggja
par með að málmforðinn verði jafnan nœgr, liggr fyrir
utan tilgang minn hér og yrði alt of langt mál. Aðal-