Andvari - 01.01.1887, Blaðsíða 94
88
atriðið er að þekkja eðli viðskiftanna, preifa sig fram
með gætni, og kunna að lesa rétt úr lærdómum reynsl-
unnar.
Um banka-ávísanir.
26. — Banka-ávísanir eru venjulega ritaðar á eyðublöð,
sem bankinn sjálfr heíir gefið út; gefr hann viðskifta-
manni ávísana-bók (cliech-boolc), þ. e. bók með slíkum
eyðublöðum, sem viðskiftamaðr svo fyllir út. — Eigi við-
skiftamaðr inni á vildkræfum reikningi nœgilegt fyrir
ávísuninni, er bankinn skuldbundinn til að borga hana;
neiti hann pví, og sanni ávísandi að hann haíi tjón við
það beðið, ber bankinn ábyrgð á því og er skyldr að
bœta honum allan skaða; það, að maðrinn á hjá bank-
anum fyrir ávísuuinni, hefir þá þýðing, að ávísunin
verðr skoðuð eins bindandi fyrir bankann eins og þótt
hann (bankinn eða bankastjórnin) hefði ritað samþykki
sitt á hana; sama er þótt maðrinn eigi ekki beinlínis
inni, ef bankinn hefir í höndurn trygging frá honum
og liefir leyjt honum aö ávísa á sig á þann liátt, sem
hinn hefir gert.
Um skyldur og rétt banka og viðskiftamauns gilda
misjafnar reglur sitt í hverju landi. Lögákvæði Engla
og Skota í þessu efni þykja helzt fyrirmynd annara.
Eftir þeim getr útgefandi ávísunar selt hana öðrum í
hendr, og ritar venjulega liver sá nafn sitt og þess er
hann selr hana á hana, er hann selr hana öðrum í
hendr, þó eru þær stundum stýlaðar á handhafa. Enga
ábyrgð ber bankinn á því, hvort nafn það er ritað er
á ávísunina sem nafn eiganda hennar, er rétt (þ. e. nafn
þess sem krefst borgunar) eða ekki, nema það sé ber-
sýnilega grunsamlegt að svo sé eigi. En borgi banki
út ávísun og nafn útyefanda sé falsað, ber bankinn á-
hyrgðina. Nú hefir tölu breytt verið eðr stöfum í texta
ávísunar, svo að hún hljóðar upp á meira, en þegar
hún var út gefin, þá ber bankinn ábyrgðina, ef ávísun-