Andvari - 01.01.1887, Blaðsíða 226
220
við önnur lönd, eins og fyr var frá sagt, af pví jarð-
spildurnar hafa sigið í kring; lögun landsins er við pað
riðin, og eldgosin og jarðskjálftarnir koma pegar einhver
landspildan er að síga.
Fornjurtir pær, sem eg nefndi áður, uxu hér á pví
tímabili, er jarðfræðingar kalla »miocene«. Enginn veit,
hver pau jarðlög eru, sem hlágrýtið liggur ofan á, svo
ekki er hægt að rekja sögu landsins lengra fram. Blá-
grýtislögin eru hraun, og getur liver maður gert sér í
hugarlund, hve ógurlega langan tíma hefir purft til að
mynda pau. pað er nærri eins og manni liggi við
sundli, pegar maður ber pað saman við pann tíma, sem
vér getum litið yfir. J>egar hlágrýtislögin voru að
myndast, hefir auðvitað opt orðið hlé á gosunum, og pá
myndaðist jarðvegur og á honum uxu jurtir og tré; síð-
an rann hraun yfir skógana og blöðin geymdust í leirn-
um, en stofnar trjánna urðu að surtarbrandi. Stein-
gjörfingar pessir eru hvergi eins fagrir eins og á Vest-
urlandi, við Brjámslæk og Steingrímsfjörð.
í heimsskautalöndunum hafa víða fundizt jurtir og
tré frá pessu tímabili, t. d. á Grænlandi, Spitzbergen,
Alaska, Kamschatka og fleirum stöðum, og eru jurtir
pessar alstaðar svo líkar liver annari í pessum fjarlægu
löndum, að varla er annað hugsanlegt, en að lönd pessi
haíi pá verið samföst, enda hendir margt til pess. Tré
pau, sem pá uxu á íslandi, eru miklu líkari peim trjám,
sem nú vaxa í Ameríku, heldur en hinum, sem nú
vaxa í Európu; sama er að segja um pær jærtir, sem pá
uxu á Grænlandi og í öðrum heimsskautalöndum. Menn
ætluðu pví fyrst, að jurtagróður pessi væri kominn frá
■Vmeríku; en Engler frá þýzkalandi og Natliorst frá
Svíaríki hafa sannað, að menn verða einmitt að leita að
uppruna pessara jurta í heimsskautalöndunum, og paðan
hafa pær dreifzt út til Ameríku og annara landa.
Eruinstofn pessa gróðurs er liðinn undir lok í hinu upp-
runalega lieimkynni, en afspringurinn blómgast nú í