Andvari - 01.01.1887, Blaðsíða 86
80
freistazt ■ til að hagnýta sér í gróðaskyni verðskjöl, er
honum heíir pannig verið fyrir trúað. I’reistingin til
pessa virðist vera œði-mikil, svo mikil, að í mörgum
löndum er sérstaklega þung hegning lögð við þeim glœp,
jafnvel margra ára hegningarvinna.
Bankinn sem veðhafi í verðskjölum eða munum
viðskiftamanns síns.
18. — Ið fyrsta samband, er vér höfum skoðað milli
bankans og viðskiftamanns hans, var afstaða peirra livors
til annars sem kaupanda og seljanda; í pví tilfelli
keypti hankinn peninga eðr verðmuni viðskiftamannsins
af honum og mátti gera við pá hvað sem hann vildi,
pví að þeir urðu við kaupið bankans fullkomin eign. —
Ið annað samband peirra, sem vér skoðuðum næst, var
afstaða peirra sem fulltrúa og umbjóðanda; par var bank-
inn fulltrúi með með meira eða minna bundnu umboði;
peir munir viðskiftamannsins, sem bankinn fékk í hendr
sem umboðsmaðr hans, vóru eftir sem áðr eign umbjóð-
anda (viðskiftamannsins); bankinn öðlaðist engan eign-
rétt á þeim og pað var stórhegningarverðr glœpr fyr-
ir bankastjórnina að hagnýta pessa muni eða verja þeim
í sínar þaríir. Yiðskiftamaðrinn, sem hafði selt bank-
anum muni pessa í hendr, gat tekið pá aftr lijá honnm
hve nær sem hann vildi. — Ið priðja samband þeirra
eðr afstaða, er nú liggr fyrir oss, liggr eins og bil beggja
millum hinna tveggja. petta á sér stað þegar viðskifta-
maðrinn selr bankanum í hendr muni sína sem trygg-
ingu; munirnir eru eftir sem áðr eign viðskiftamanns-
ins; en hann fær lán út á munina, og við pað tak-
rnarkast umráð hans og eignréttr yfir peim. pá fyrst
er hann endrborgar lánið, fær hann aftr full umráð
yfir eign sinni og getr heimtað hana aftr. Bankinn
verðr þannig veðliafi að munum viðskiftamannsins, og
meðan hann er pað, öðlast hann ýmsan rétt (enda pótt
ekki beinlínis eignrétt) yfir þeim.