Andvari - 01.01.1887, Blaðsíða 139
133
(50—60 fet) eru raðir af holum og hellrum, sem brimið
hefir etið í klettana einhverntíma í fyrndinni. J>að er
almannarómur, að landið sé að liækka; maður sagði
mér t. d., að sker væri nú þar upp úr um fjöru, par
sem fyrir 4 árum hefði brotið á ; pó ekki sé allt af
gott að reiða sig á slíkar sagnir, pá er pó eflaust eitt-
hvað satt í pessu. Fjöllin framan á nesinu eru mjög
brött, t. d. við Fossá, og eru par stórkostlegar skriðu-
hrúgur fyrir ofan bæinn. Um kvöldið fórum við að
Auðshaugi og vorum par um nóttina. Frá Auðsliaugi
héldum við inn fyrir Kjálkafjörð. Yzt við fjörðinn að
vestanverðu er utan í fjallinu fjarskalegt hrúaldur af
melhólum og stórgrýti, sem nær frá sjó líklega 7—800
fet upp eptir fjallinu; eru petta líklega bæði skriður og
ísaldarmenjar; pegar dregur inn með firðinum, er gamall
malarkambur fram með honum hátt yfir sjávarmáli; skóg-
ur er hér töluverður í fjallsrótunum, og fjöllin pver-
hnýpt fyrir ofan ; fjörðurinn mjókkar inn og er örmjór
innst. Vegurinn er mjög slæmur, hvort sem farið er
uppi eða niðri í fjörunni, sökum stórgrýtis og bleytu.
Skerjaröð er pvers yfir fjörðinn að framan og mjór áll
í miðjunni; er sagt, að fjörðurinn sé að framan að eins
15 faðma djúpur, en fertugt dýpi eða meira inni í hon-
um miðjum. Ógurlegar skriður liafa fallið úr fjallinu
austanmegin fjarðar, rétt fyrir innan Litlanes ; par sem
skriðurnar hafa hrunið úr fjallinu, stendur eptir pver-
hnýptur blágrýtisveggur, 5—600 fet á hæð. Basaltlögin
sjást ágætlega; pau íleygast inn hvert hjá öðru, eru
mjög mispykk og rauðar rákir á takmörkunum.
Kerlinga. fjörður er að mörgu leyti líkur Kjálkafirði;
langir hamratangar ganga út í fjarðarmyunið lijá Litla-
nesi og eins hinumegin, og grunnur áll á milli; innar í
firðinum kvað vera meira dýpi, einkum að austanverðu
út af Kaldrananesi innra. Fram með lilíðunum eru
víða stórir skriðuhólar. Aðalstefna fjarðarins er til norð-
austurs, en norður úr honum gengur Mjóifjörður ; við