Andvari - 01.01.1887, Blaðsíða 176
170
ólfsgnúpi, og er þar fremur hrjóstrugt land ; pað er
nyrzti bær í Strandasýslu, og nyrztur í Árnesprestakalli;
er mjög örðugt að fara þaðan til kirkju, enda gera menn
pað ekki nema einu sinni á sumri, pegar bezt er tíðin.
1 Landnámu er getið um Skjalda-Björn; par segir svo:
»Hella-Björn, son Herfinns ok Höllu, var víkingr mik-
ill; hann var jafnan óvinur Haralds konungs; hann fór
til Islands, ok kom í Bjarnarfjörð með alskjölduðu skipi;
síðan var hann Skjalda-Björn kallaðr; hann nam land frá
Straumnesi til Dranga ; hann bjó í Skjalda-Bjarnarvík,
en átti annathúí Bjarnarnesi; par sér miklar skálatóptir
hans« Á nesinu suður af Skjaldabjarnarvík eru háir
urðarhólar, og er sagt að Skjalda-Björu sé par heygður.
Einhverjar surtarbrandsmenjar eru hér í fjöllum, pví
eg sá í Skjaldabjarnarvík stóran, steingjörvan drumb,
sem hafði komið niður hæjarlækinn, en ekkert fann eg
par fleira af pví pví tagi.
Erá Skjaldabjarnarvík fórum við í Reykjarfjörð. Ligg-
ur leiðin upp dalbotn norðvestur af bænum. Fremsta
brún dalsins, sem heitir Norðdalur, er ofurlítið hærri en
miðbik hans. Engjar eru töluverðar í dalnum, en mjög
blautar; verður að ríða eptir á, sem hlykkjast yfir engj-
arnar, og síðan upp á hálsinn bak við Geirólfsgnúp. Af
skarðinu sjást í góðu ‘veðri fjöllin nqrður á Horn, múli
fram af múla, og Kálfstindur fremst á Bjargi. Sigluvík
gengur inn fyrir norðan Geirólfsgnúp; Geirólfur, sem
gnúpurinn dregur nafn af, hefir ef til vill húið par. Út
með landi að sunnanverðu er sjórinn kolmórauður af
jökulleir úr Reykjarfjarðarós. í Sigluvík er mikill reki;
par var fjárhús byggt úr nærri eintómum rekadrumbum
í mörgum lögum, og var par kafgresi í kring; par er nú
í eyði. Inn með firðinum er riðið utan í skriðum við
sjóinn, og eru par tæpar götur og fremur glæfralegur
vegur. Út í Reykjarfjörð rennur allmikil jökulá kol-
mórauð; er hún mjög viðsjál vegna sandbleytu. í daln-
1) Landnáma, 1843, ble. 156.