Andvari - 01.01.1887, Blaðsíða 83
77
stœður virðast vera til að fylgja annari reglu með, og
það er pegar viðskiftamaðr leggr inn fé, sem að vísu
má ganga að ekki sé látið liggja til að grípa til i við-
lögum og pá ef til vill nota alt í einu, heldr sé ætlað
til að nota smám saman til venjulegra útgjalda, er koma
fyrir með nokkurn veginn reglu. |>annig gjalda margir
hankar eigi vöxtu af fé, sem landstjórnin leggr inn í
vildkræfan reikning, aðrir gjalda aftr dálitla vöxtu af
slíku fé; er pað undir pví komið, hve reglulega útborg-
anir koma fyrir af peim reikningi; enginn banki geldr
mér vitanlega vöxtu af fé, sem aðrir smærri bankar eða
fjárstofnanir leggja inn í vildkvæðan reikning, pví að
pað fé er venjulega varasjóðsfé hlutaðeigandi stofnunar,
sem gripið er til, ef til vil alls í einu, pá er óhöpp bera
stofnuninni að höndum. Yfir höfuð er eigi hyggilegt að
greiða vöxtu af stórupphæðum, sem sami eigandi er að
á slíkum reikningi.
Aftr á móti hafa sumir pann sið, ef bankinn gefr
dálitla vöxtu, að leggja hvern eyri, sem peim innhend-
ist í vildkræfan reikning sinn 1 bankann, og ávísa svo
hverri útborgun sinni á bankann. J>etta eykr mjög
sparsemd manna og reglusemi og eykr bankanum mjög
viðskifti, sér í lagi styðr pað að pví, að halda smáseðl-
um sífelt á gangi. Slíkir reikningar pykja mjög œski-
legir og hagfeldir bæði fyrir bankann og almenning. —
öll stað-reiknings-lán (cash credit) eru notuð á vild-
kræfum reikningi, og verðr senn gerr urn pau talað.—
J>ess eins skai hér geta, að hver banki vill heldr hafa
slíka reikninga Jieiri og smærri, heldr en færri og stœrri,
heldr t. d. 20 reikninga slíka, hvern á 1000 kr., heldr
en 1 á 10,000 kr. og 2 á 5000 kr. hvorn.
14. — Undir viðskifti bankans og skiftavinar hans sem
kaupanda og seljanda verðr og að heimfœra pað, er
skiftavinr hans leggr inn fé í bankann um meira eða
minna ákveðinn tíma; annað hvort pannig að pað verði
endrborgað innan svo eða svo langs tírna (t. d. 3, 6,12