Andvari - 01.01.1887, Blaðsíða 187
181
fugl með úfnum vængjum er að bagsast á móti vindin-
um við brúnirnar ; í suðri glórir í bamragirðingar í
undarlega óhreinni birtu. f>egar ofar dróg, var ófærðin
orðin svo mikil af n)'jum snjó, að hestarnir brutust um,
en illviðrið var orðið að kolsvörtum kafaldsbyl. Klöngr-
uðumst við svo gegn um Almenningaskarð niður dal-
botn snævi þakinn, og um mýrar að Horni; var þá kom-
ið mj'rkur um kvöldið, og vorurn við par um nóttina.
Næsta dag var sama illviðrið, sem verið liafði undan-
farna daga, en eptir miðjan dag birti upp og kom sól-
skin dálitla stund ; pó var kalt eins og á haustdegi.
J>að er ljómandi fallegt að líta yfir Hafnarbásinn í góðu
veðri; pverhnýpt björgin himinhá eru á báða vegu, fjöll-
in livít niður í miðju, en svört og dimmblá að neðan,
en liafið hvítglitrandi fyrir utan. Fjörðurinn allur milli
Hælavíkurbjargs og Hornbjargs er kallaður Hafnarbás,
og er undirlendi töluvert fyrir fjarðarbotninum, og skeifu-
myndaður fjallaveggur bak við. Fyrir fjarðarbotninum
er Hafnarsandur; er hann að framan hár og bunguvax-
inn, en lægri að sunnan. Töluverður ós fellur til sjávar
austanvert í víkinni, og renna pangað ár úr botninum
fyrir ofan (Víðisá, Torfdalsá, Gljúfrá og Ivýrá). í brún-
ina á Hælavíkurbjargi eru reglulegar hvilftir, eins og
pær væru skornar með bjúghníf; eru par yzt Festarskörð,
pá Hvannadalur og Rekavík næst höfninni. Hér gæti
verið fagurt stæði fyrir fiskiporp við fjarðarbotninn; höfn-
in er ágæt, rúmgóð og góður botn ; fiskur nógur fyrir
utan, og í viðlögum er allt af nógur matur í björgunum.
Á Hornvík (eða Hafnarbás) koma opt pilskip og liggja
par fyrir illviðrum. Skipalegan er hér i vesturhorni fió-
ans út af Hafnarbæ. Á Horni er nokkurt útræði; pang-
að sækja menn úr víkunum og fjörðunum fyrir sunnan;
pó ganga par ekki nema 4—5 skip til fiskjar. Af pví
að hafísinn er svo tíður við Hornstrandir, pá eru hvíta-
birnir altíðir gestir, en sjaldan gera peir mikinn skaða,
og eru heldur ekki til mikils gagns. pess er pó stund-