Andvari - 01.01.1887, Blaðsíða 156
150
giljunum niður með hlíðinni alla leið niður að Húsa-
vík sjást leirmyndanir hér og hvar. Af pessu sést, að
surtarbrandsmynduninni hallar allri niður að íirðinum,
alveg eins og blágrýtislögunum, sem að henni liggja.
í Arnkötludal vottar fyrir hinuin sömu jarðlögum; við
læk fyrir austan bæinn er nokkur surtarbrandur; eins
fann eg surtarbrand í holti undir Svarthamri ofarlega í
dalnum að austanverðu, all-langt fyrir ofan Vonarholt;
að vestanverðu heita par Hrafnabjörg; eru par stór gil á
báða vegu; í gilinu sunnan við björgin eru mjög mikl-
ar leirmyndanir, rauður leir og livítur leir mjög feitur;
en gilin voru svo full af snjó, að eigi var liægt að
skoða pau til hlítar; hvergi fann eg steingjörvinga í
Arnkötludal og getur pó vel verið, að peir séu par, og
finnist, ef leitað er á góðu sumri, pegar snjóar eru leyst-
ir úr giljum.
Hinn 9. ágúst fórum við frá Tröllatungu niður að
Húsavik, og skoðaði eg surtarbrand og steingjörvinga,
sem par eru. Kippkorn fyrir vestan bæinn hefir lækur
rétt við veginn grafið sér, farveg niður í gegnum kletta-
hjalla, og koma töluverðar surtarbrandsrnyndanir fram í
gilinu fyrir neðan dálítinn foss, sem par er. Fyrir neð-
an fossinn er mest af rauðleitum leir járni blöndnum, en
fyrir ofan fossinn er gráleitur leir ineð vikurmolum og
ýmislega lit móbergslög. í rauða leirnum er dálítið af
surtarbrandi og kúlur og hnúðar af leirjárnsteini; innan
í pessum kúlum eru för eptir blöð og ávexti. J>ar hafa
fundizt blöð af birki (Betula prisca), elri (Alnus Kefer-
stéinii) og af »Dombeyopsis islandicac; var sú planta
skyld peim trjám, er teljast undir kakaó-ættina. Winkler
var hinn fyrsti, er fann steingjörvinga á pessum stað'.
Surtarbrandsmyndaninni má fylgja alla leið niður
að sjó; rauði leirinn kemur alstaðar fram undir blá-
1) (?. O. Winkler: Island. Der Bau seiner Gebirge und
dessen geologisehe Bedeutung, bls. 137—139.