Andvari - 01.01.1900, Qupperneq 18
2. árg. bls. 78). Af þessu sést, að starfsþrek hans og
hæfileikar hafa þegar hið fyrsta þingár hans skipað hon-
um sæti meðal öndvegishölda þingsins, meðal þeirra
manna, er menn báru mest og bezt traust til, og það
enda þótt hann væri konungkjörinn og lítt reyndur sem
embættismaður. Þingferill Irans varð og bæði lengri og
frægilegri, en flestra annara, því að hann sat á 22 þing-
um, eða á öllum þingum frá 1861 til dauðadags þ. e.
38 ár alls, og hefur enginn Islendingur jafnlengi haft
þingmensku á hendi samfleytt. Sem konungkjörinn þing-
maður var hann ekki lengur en 2 fyrstu þingin (1861 og
i86^),því að stjórninni mun ekki hafa þótt hann svo leiði-
tamur eða fylgispakur við skoðanir hennar, eins og kon-
unglegum þingfulltrúa hæfði. En Benedikt var þá orðinn
svo kunnur af framkomu sinni, að hann þurfti ekki að
eiga þingsetu sína undir náð stjórnarinnar. Var hann
óðar kjörinn þingmaður Arnesinga, og sat á 8 þingum
sem fulltrúi þeirra (1865—79). Þori eg óhætt að full-
t'rða, að ekki hefur annar fulltrúi verið meir að þeirra
skapi, eða þeim þótt meiri sómi að, en þeirn þótti að
Benedikt, er hann sat á þingi fyrir þeirra hönd. Endur-
minningin um þingmensku hans frá þeini árum mun enn
í dag hafa lífgandi og vekjandi áhrif á þetta gamla kjördæmi
hans. Hann hefur að vissu leyti sett sitt mark á það, tnark
frjálslyndra skoðana og framsóknar í baráttunni fyrir sjálf-
stæði þjóðarinnar, og það mark hefur ekki enn orðið með
öllu afmáð. Síðustu árin var Benedikt þingmaður fyrir
Norðmýlinga (1881—85), Eyfirðinga (1886—91) og
Norður-Þingeyinga (1893—99). Hann var forseti hins
sameinaða alþingis árin 1886, 1887, 1893, og 1894, en
forseti neðri deildar alþingis 1889, 1893 og 1895. Það
voru flokkadrættir í þinginu, sem ollu því, að hann var
ekki kjörinn forseti neðri deildar 2 síðustu árin, því að sann-
arlega voru ekki aðrir betur til þess starfs fallnir, sakir þess,