Andvari - 01.01.1900, Síða 29
23
, ./.
éndurskoðuharstefnan sigraði algerlega miðluná við kosn-
ingarnar 1892, og á þinginu 1893 og aukaþinginu 1894
var samþj'kt frumvarp hér um bil samliljóða frumvarpinu
frá 1885 og 1886. Með því að kosningarnar til auka-
þingsins 1894 tókust ekki jafnvel sem 1892, tók »frá-
fallið« að koma í ljós, fyrst með tillöguleiðinni svonefndu
1895, og enn ljósar 1897 með frumvarpi því, er kent
ltefur verið við dr. Valtý Guðmundsson og er óþarft að
lýsa því frekar hér. Þrátt fyrir ákafan undirróður og æs-
ingar, sem naumast rnunu fyr dærni til í nokkru máli,
hefur það sá'mt fallið tvisvar, bæði á þingi 1897 og 1899.
Og Benedikt entist líf til að heyra það fallið í valinn, ef
til vill að fullu og öllu. En hér á ekki við, að lýsa
þessu frumvarpi frekar, eða hinni hörðu rimmu og hroða-
legu óhappásundrungu, er það hefir vakið í sjálfstjórnar-
máli voru. En Benedikt stóð stöðugtir til hinstu stund-
ar, stöðugur á þeim grundvelli, er hann ásamt Jóni Sig-
urðssyni og öðrum beztu mönriúm þjóðarinnar hafði lagt,
þá er flestir þeirra, er mestri sundrungu hafa valdið,voru
börn á ómagaaldri. Það væri óskandi, að þeir i framtið-
inni hneigðust að þeirri stefnunni, senr affarasælust mun
og heillaríkust landi og lýð á ókomnum tímum, þeirri
stefnu, sem Benedikt Sveinsson lifði og barðist fyrir með
svo lifandi áhuga og fádæma miklu þreki, elju og stað-
festu. Og þessi stefna er alinnlend stjórn, stjórn búsett
í landinu sjálfu með fullri ábyrgð fyrir alþingi, eða með
öðrum orðum, fullkomin heimastjórn* 1)
1) llitgerðir um stjórnarskrármálið eftir Benedikt eru
prentaðar í Andvara 1885, 1888 og 1893. Ennfremur er
prentuð eftir haun sórstök ritgerð ))Atlmgasemdir um sjálf-
stjórnarmál vort« 1897 og vorið 1899 sórstakur ritlingur
»Um Valt/skuna«. Kom hann þar síðast fram á vígvöllinn
1 stjórnarbótarmáli voru.