Stúdentablaðið - 17.06.1945, Blaðsíða 4
4
STÚDENTABLAÐ
GUNISAR THORODDSETS prófessor:
17. júní hugleiðingar
Hildarleiknum í Norðurálfu er lokið,
harmleikurinn á enda. Margar þjóðir,
milljónir manna, gráta mannslíf og
geigvœnlega glötun menningarverð-
mæta. Við íslendingar horfum yfir þá
atburði, er hent hafa okkar litlu þjóð
á hinu hálfa sjötta ári, sein styrjöldin
stóð. Þau hafa einnig fært okkur
tár og blóð, einkum farmanna- og fiski-
mannastéttinni. Þau sár munu seint
gróa. En þessi ár hafa verið okkur ís-
lendingum á marga lund líknsöm og
miskunnarrík. Veraldleg gæði hafa þau
fært þjóðinni í stærri stíl en áður þelckt-
ist, aukna velmegun til handa flestum
landsins börnum. En það, sem hæst ber
í þjóðarsögu okkar á þessum árum, eru
þeir áfangar og leiðarlok, sem náð hef-
ur verið eftir hið langvinna og örðuga
strit til fullrar sjálfstjórnar og umráða
yfir öllum íslenzkum málum. Á því sviði
hafa stórmerkir atburðir gerzt. 10. apríl
1940 ákvað Alþingi, að íslendingar
tækju að svo stöddu, vegna hernáms
Danmerkur, æðsta valdið, konungsvald-
ið, í sínar hendur, utanríkismál og land-
helgisgæzlu. 17. maí 1941 lýsti Alþingi
yfir fullum rétti okkar til sambandsslita,
ótvíræðum vilja til stofnunar lýðvcldis
á sínum tíma og ákvað að kjósa ríkis-
stjóra. 1942 var samþýkkt stjórnar-
skrárbreyting, sem gerði mun auðveld-
ara að koma fram sambandsslitum og
lýðveldisstofnun. 1943 lýsti ríkisstjórn-
in og þorri þingmanna yfh- þeirri á-
kvörðun að stofna lýðveldi á næsta ári.
1944 samþykkti Alþingi einróma sam-
bandsslit og stofnun lýðveldis, en þjóð-
in sjálf rak smiðshöggið á það með hinu
glæsilega þjóðaratkvæði, sem lengi mun
í niinnum haft til sæmdar hinni íslenzku
þjóð. Og 17. júní 1944 var lýðveldið
stofnað á Þingvelli og kjörinn hinn
fyrsti forseti íslands.
Þessum áfanga er náð, og í dag, 17.
júní 1945, fögnum við eins árs afmæli
þessa sigurs. Á þeim degi verður okkur
efst í huga, — samfara þökkuin til
stjórnmálaleiðtoganna, sem leitt hafa
þjóðina í heila öld til æ meira sjálfsfor-
ræðis, —- hugsunin um það, hversu