Stúdentablaðið

Volume

Stúdentablaðið - 17.06.1945, Page 7

Stúdentablaðið - 17.06.1945, Page 7
STtJDENTABLAÐ 7 Finnbogi R. Þorvaldsson verkfr.: Kennsla í verkfræði í Háskóla íslands Fyrstu kennsluárin 1940—'45. I nóvember 1940 var hafin undirbúnings- kennsla í verkfræði í Háskóla Islands. Var það fyrst og fremst gert til þess að greiða úr vanda þeirra stúdenta, sem höfðu ákveðið að stunda vei’kfræðinám á Norðurlöndum eða í Þýzkalandi, en gátu ekki sótt háskóla í þessum löndum vegna heimsófriðarins. Á þeim 5 árum, sem síðan eru liðin, hefir kennslunni verið haldið áfram, enda hafa ís- lenzkir stúdentar ekki getað sótt á þessum tíma nám á Norðurlöndum eða í Þýzka- landi, eins og kunnugt er. Vorið 1943 luku fyrstu vex-kfræðinemarnir fyrra hluta prófi. Var þá ákveðið að gefa þeim kost á að ljúka námi í byggingaverk- fræði við Háskóla Islands. Aðrar sérgreinar vei'kfræðinnar er varla unnt að kenna hér fyrst um sinn. Til þess skoi’tir meðal annars nauðsynleg tæki og tilraunastofur. Ríkisstjórnin studdi þá viðleitni að stofna vei’kfræðideild við háskólann, og Alþingi veitti styrk til kennslunnar, en öll þessi ár hefir henni að mestu leyti verið haldið uppi með stundakennslu nokkurra verkfræðinga, stærð- fræðinga og náttúrufræðinga. Mun fátítt, eða jafnvel einsdæmi, að svo víðtæk kennsla hafi farið fram á þann hátt og þá við jafn erfið- ar aðstæður að öðru leyti. Kennararnir hafa átt við þá örðugleika að etja að hef ja kennslu í námsgreinum, sem ekki hafa verið kenndar áður hér á landi, og þá án þess að geta notið sambands við hlið- stæða skóla erlendis. Nemendur hafa orðið að búa við þröngan bókakost og lakari áhöld við úrlausnir verk- efna en venjulega eru fáanleg, og vegna styttri kennslutíma á ári hverju hefir orðið að leggja meiri vinnu á nemendurna en hæfi- legt þykir. Þrátt fyrir þessa erfiðleika hefir verið mjög mikil aðsókn að verkfræðikennslunni, og sú reynsla, sem þegar er fengin, bendir til þess, að af kennslunni megi vænta góðs árangurs. Hefir fyrra hluta nám í verkfræði við Há- skóla Islands þegar verið viðurkennt sem undirbúningur framhaldsnáms við nokkra tekniska háskóla í Ameríku. Tilhögun náms- ins er þó sérstaklega miðuð við framhalds- nám í háskólum á Norðurlöndum og í Þýzka- landi, en ekki hefir verið unnt að fá vissu um það, að fyrra hluta próf héðan verði tekið gilt við háskóla í þessum löndum. Þótt nú hafi verið hafin framhaldskennsla í byggingaverkfræði og vænta megi að bygg-

x

Stúdentablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.