Stúdentablaðið

Årgang

Stúdentablaðið - 17.06.1945, Side 12

Stúdentablaðið - 17.06.1945, Side 12
12 STtJDENTABLAÐ bezt ég gæti, og ég held ég hafi aldrei not- fært mér tíma minn dyggilegar en ég gerði þessa daga. Ég las yfir villumar í stílabók- inni, rifjaði upp málfræðina og fór yfir þetta litla, sem við vorum búnir með í lesbókinni. En þar að auki leitaði ég t:l Valtýs Guðmunds- sonar og bað hann að liðka mig í latínunni, leiðrétta hjá mér villur og leggja út með mér það, sem ég skildi ekki áf eigin ramleik. Valtýr var kominn.í skóla og bjó hjá Magnúsi trésmið Árnasýni, i litlu timburhúsi við hom- ið á Aðalstræti og Túngötu, þar • sem nú standa Uppsalir. Þá var Ölafur sonur Magn- úsar, síðar prófastur í Arnarbæli, að lesa undir skóla hjá séra Sveini Níelssyni. Ég hafði verið tíður gestur í húsi Magnúsar. Við Ólaf- ur vomm frændur, og húsið var á leið minni, sem ég gekk daglega. Þar hafði ég kynnzt Valtý og fleiri skólapiltum. Valtýr tók bón minni ljúfmannlega, og Ólafur bauðst líka til að hjálpa mér. Ég fór síðan heim til þeirra á hverjum degi, venju- lega um hádegisbilið, og var þar röskan klukkutíma. Þeir leiðréttu villur mínar, lásu með mér eitt og annað, sem ég skildi ekki, og bjuggu til setningar, er þeir létu mig þýða á latínu. Þýðingar mínar voru auðvitað mjög vitlausar. En þeir gerðu samt aldrei gys að mér, heldur leiðbeindu mér af alúð og góð- viíd. Þessum piltum á ég það máski mest að þakka, að ég komst upp í skólann. En ég lét mér þessa tilsögn þó ekki nægja. Þegar ég fór út frá þeim Valtý og Ólafi, labb- aði ég mig á hverjum degi upp í Latínuskóla og bað pilta, sem bjuggu í heimavistinni, að æfa mig í latinu. Það var ekki mikil fyrir- staða á því, að þeir vildu æfa mig. Svo byrj- aði ballið. Þeir stilltu mér upp fyrir utan skóladyrnar, ýmist á tröppurnar eða fyrir neðan tröppurnar og fylktu sér síðan í hóp inni í dyrunum. Svo fóru þeir að spyrja: ,,A11- ir menn eru dauðlegir. Hvernig er það á latínu?" „Omni homini mortales est,“ svaraði ég. Þá gall við skellihlátur frá hópnum í skóla- dyrunum. „Bölvað fíflið! Þú átt að segja: Omnes homines mortales sunt.“ Eftir þessu voru öll önnur svör mín. Ég varð óðar mesti aufúsugestur í skólanum. „Nú er fíflið komið,“ kvað við um allt skólaloftið, þegar ég kom í spurningatímana. Og mikið var nú hlegið að mér. Piltárnir í heimavist- inni þyrptust allir niður í forstofuna til að hlusta á fíflið. Stundum bað ég, þegar þeir hlógu mest að svari mínu: „Æ, segið mér það nú!“ Það gerðu þeir stundum, en oftar þótti þeim ekki taka því að púkka svo miklu upp á þennan kjána og dæmdu mig frá allri latinu. Fyrir þessa frammistöðu varð ég alræmdur fyrir fíflaskap um allan skólann. Þegar kem- ur fram í fríið, segir Magnús Björnsson eins- lega við mig, því að hann vildi mér vel og sá aumur á mér: „Vertu ekki að fara þetta upp í skóla! Það er komið út um allan bæ, hvað þú sért vitlaus.“ Ég svaraði þessu engu og hélt áfram eins og ég væri í miklu áliti í heimavistinni. Svörin, sem piltar þóttust hafnir yfir að leiðrétta, flúði ég með til Ólafs og Valtýs, og þeir greiddu úr þessu öllu fyrir mig. f þessum brösum gekk fyrir mér fram eft- ir friinu. En þó að báglega horfði fann ég samt, að ég var dálítið farinn að liðkast í latínunni. Ég fór á fætur klukkan sex á hverj- um morgni — meira að segja sjálfan jóla- dagsmorguninn — og var að allan daginn: las heima, gekk til Valtýs og Ólafs, rölti upp í skóla með sama langlundargeði og náði í skólapilta á götunni til að fræðast af þeim. Ég hafði alltaf í huga sögurnar, sem Magnús Andrésson hafði sagt okkur af Demosþenes og Disraeli. Þegar þeir fluttu fyrstu ræður sínar, hlógu áheyrendur að þeim. En það fór af. Þeir urðu meðal mestu mælskumanna í heimi. Ég skyldi eitthvað læra af þessum snillingum. Þó að ekki ætti fyrir mér að liggja að verða mestur eða á borð við þá, sem mestir höfðu verið, þá skyldi ég þó komast eitthvað áfram. Framli. bls. 22. (

x

Stúdentablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.