Stúdentablaðið - 17.06.1945, Side 13
STtJDENTABLAÐ
13
Dr. Sigurður Þórarinsson:
Litið til landsuðu rs
Eitt af því, sem mest hefur glatt mig, síðan
ég kom heim í vetur, er það, hversu margir
íslenzkir stúdentar virðast hafa hug á að
stunda háskólanám í Skandínavíu næstu árin.
Ég er ekki í tölu þeirra, sem harma hin auknu
menningarsambönd við engilsaxnesku stór-
veldin, og ég álít einnig, að við gætum haft
gott af auknum menningaráhrifum frá lönd-
um eins og Frakklandi og Sovétrússlandi. En
það er þó sannfæring: mín, að bað sé okkar
menningu hollast, að allmikill hluti þeirra ís-
lenzku stúdenta, sem sækja þurfa sérþekk-
ingu út fyrir landsteinana, sæki hana til hinna
Norðurlandaþjóðanna. Mér þykir líklegt, að
í einstöku greinum æðri sérmenntunar séu
sumir háskólar stórveldanna girnilegri til
fróðleiks en þeir skandínavísku, en í flestum
fræðigreinum, teknískum sem húmanistísk-
um, munu skandínavísku háskólaprófin vera
trygging fyrir haldbeztri og okkur nothæf-
astri þekkingu. Möguleikarnir til að mannast
á heimsins hátt, án þess að bíða tjón á því
frónska í sinni sál, eru þar stærri en annars
staðar, því að þar eru stúdentarnir í nánust-
um tengslum við sögu, tungu og menningu
sinnar eigin þjóðar. Danir og Norðmenn hafa
í baráttunni við böðulsveldi nazismans sýnt,
hversu traust og djúptæk menning þeirra er.
Það hefur minna reynt á þolrif Svíanna, en
ég hef ekki ástæðu til að halda, að þeir hefðu
staðið frændþjóðum sínum að baki, ef á hefði
reynt. Ég veit, að ýmsum málsvörum nor-
rænnar samvinnu hættir undarlega mikið til
glamuryrða og fjálgs orðagjálfurs í ræðu og
riti um þessi mál, en ég vona, að það verði
ekki talið til glamuryrða, er ég held því fram,
að færi svo, að við slitnuðum úr menningar-
tengslum við hinar Norðurlandaþjóðirnar, þá
mættum við segja með lítt breyttum orðum
Fjallaskáldsins:
Nú eru horfin Norðurlönd
nú eigum við hvergi heima.
Ég hef oft verið spurður að því, í hverju
skandinavisku landanna teldi ég vænlegast að
stunda háskólanám. Ég hef þá gefið það
svar, að heildarlega séð sé jafnvænlegt að
stunda nám í þeim öllum. Bæði teknísk og
húmanistísk vísindi standa álíka hátt í þess-
um þremur löndum. Þetta þýðir þó ekki, að
ekki geti verið mismunur, þegar um einstak-
ar fræðigreinar er að ræða. Það mun t. d.
sem stendur áreiðanlega bezt að nema veð-
urfræði í Noregi, jurtakynbætur mun væn-
legast að nema í Svíþjóð og fram til þessa
hefur verið álitlegast að lesa ,,atómfysik“ í
Kaupmannahöfn. Þá er og, sem kunnugt er,
náms- og próftilhögun með öðru og frjálsara
sniði í Svíþjóð en í Noregi og Danmörku, og
mun sumum geðjast betur að sænsku tiihög-
uninni, en aðrir kjósa fremur þá dönsku og
norsku.