Stúdentablaðið

Ukioqatigiit

Stúdentablaðið - 17.06.1945, Qupperneq 18

Stúdentablaðið - 17.06.1945, Qupperneq 18
18 STÚDENTABLAÐ I— ... n uuumuuuuuuuuumi i nmn nmm umr rrtTrprrrirrriiTír TT cÆ ! •! 11 1 M 1IIII 11 1, |l, WUU- aLU 'fucfut^h/nf Eftir stofnun félagsins voru sem að undan- fömu æfðir fimleikar undir stjórn Björns Jak- obssonar, auk þess veitti Sigurjón Guðjónsson tilsögn í glímu. Sumarið 1928 fór Björn Jakobsson utan og var erlendis næsta vetur. 1 stað hans var þá ráðinn Júlíus Magnússon til að annast fimleika- kennsluna. Vorið 1928 var ráðgert að haldið yrði íþrótta- mót fyrir stúdenta frá Norður-Þýzkalandi og Norðurlöndum. Keppnin skyldi háð í Kiel. Framkvæmdaráð þessa móts ritaði Stúdentaráði bréf og bauð íslenzkum stúdentum þátttöku í mótinu. Boðinu var hafnað. Móti þessu var frestað til vorsins 1929. Skrifaði þá fram- kvæmdaráð mótsins aftur og lét i ljós ósk um það, að íslenzkir stúdentar sýndu glímu. Þessu boði var tekið og glímukennari ráðinn Guð- muudur Kr. Guðmundsson. Öhætt mun að þakka honum það, að fært reyndist að senda flokk glímumanna til sýningar á mótinu. Eftir- taldir stúdentar tóku þátt í förinni: Fararstjóri var Guðmundur Karl Pétursson stud. med., Bjarni Oddsson stud. med., Einar Guttormsson stud med., Hallgrímur Björnsson stud. med., Haraldur Sigurðsson stud. med., Hinrik Jóns- son stud. med., Jóhannes Björnsson stud. med., Öskar Þórðarson stud. med. og Jón Þorvarðsson stud. theol. Flokkurinn hlaut góða dóma í Þýzkalandi, enda vakti glíman athygli á mótinu sjálfu. Á þessu sama ári gaf Iþróttasamband Islands standmynd úr silfri af sjómanni, sem Sir Thom- as Hohle sendiherra hafði gefið því, fylgdu þau fyrirmæli, að keppa skyldi árlega um styttuna í íslenzkri glimu. Sunnudaginn 27. marz 1930 var keppt í fyrsta skipti um styttu I. S. f., Sjómanninn. Þátttakendur voru sjö, fimm úr íþróttafélagi Háskólans og tveir úr Glímufélagi Reykjavík- ur. ÍJrslit urðu þau, að fyrstur varð Hallgrimur Björnsson, hlaut hann styttuna og nafnbótina „Glímukóngur stúdenta.“ Næsta keppni um þessa styttu fór fram 3. apríl 1931. Þátttakendur voru þá aðeins fjórir. Sigurvegari varð Ölafur Geirsson stud. med. Eftir þetta féllu glímuæfingar niður og hefir ekki verið keppt um styttuna síðan.* Veturinn 1930 fór fram undirbúningur að keppni í knattspyrnu milli Háskólans og Menntaskólans og sunnudaginn 4. apríl fór svo keppnin fram í fyrsta skipti og lauk með sigri

x

Stúdentablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.