Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 17.06.1945, Síða 20

Stúdentablaðið - 17.06.1945, Síða 20
við úrvalslið úr íþróttafélögunum í Reykjavík og Hafnarfirði. Var það 25. okt. 1942 í hálf- leik á knattspyrnukappleik, sem fram fór milli úrvalsliðs stúdenta og úrvalsliðs félaganna í Reykjavík. tJrval félaganna vann knattspyrn- una eftir mjög harðan og tvisýnan leik, með 3 : 2. Boðhlaupið unnu þeir einnig, en aðeins 2/10 úr sek. á undan stúdentum, á 1:41,5 mín. Árið 1936 hófu stúdentar hópferðir á skíði. Hafði Iþróttafélagið gengizt fyrir kaupum á skíðum og lánaði þeim stúdentum skíði, sem engin áttu. Vinsældir þessara ferða jukust smám saman og hafa stúdentar keppt á skíðum hin síðustu ár fyrir Iþróttafélag Háskólans og getið sér góðan orðstír. Fimleikar hafa verið æfðir frá stofnun félagsins, fyrst fyrir félags- menn og nú síðan 1941 sem skyldugrein fyrir stúdenta á fyrsta og öðru námsári. Frá sama tíma hafa stúdentar einnig verið skyldir að sækja vissan tímafjölda í sundi og ljúka próf- raun í þvi. Þó að segja megi og það með sanni, að íþrótta- líf stúdenta hafi ekki staðið með þeim blóma, sem æskilegt hefði verið, hefir þó margt drifið á dagana síðan stúdentar hófu sínar fyrstu æf- ingar 1927. Skortur á húsnæði til hvers konar íþróttaæfinga hefir frá upphafi verið erfiður Þrándur í Götu og því tæplega von til, að fjöl- skrúðugt íþróttalif hafi náð að blómgast meðal stúdenta. Síðan 1939 hafa farið fram athuganir á möguleikum fyrir íþróttahússbyggingu. Sérstök húsbyggingarnefnd hefir starfað að þessum málum og áttu sæti í henni fráfarandi rektor, Jón S. Hjaltalín, prófessorarnir Alexander Jó- hannesson og Jón Stefensen og Benedikt Jak- obsson, íþróttakennari Háskólans. Að undan- förnu hefir hr. Jón Halldórsson, arkitekt, starf- að að teikningum fyrir nefndina og birtast hér myndir af sal, sem fyrir skömmu hefir verið samþykkt að byggja. Þetta mun verða stærsti og bezti fimleikasalur á landinu, þegar byggingu hans er lokið, sem væntanlega verður á kom- andi vori. Nú munu sumir telja, að þörfum stúdenta sé þar með fullnægt, en því fer fjarri. Eins og að framan getur eru stúdentar skyldir að ljúka prófi í sundi. Á undanförnum árum hefir geng- ið í mesta basli með að fá heppilegan tíma i Sundhöll Reykjavíkur, '■'egna þess, hve mikil aðsókn er þar. Ég tel pví mjög aðkallandi, að Háskólinn byggi yfirbyggða sundlaug hið fyrsta. Æfingavöllur og iþróttaskáíi fyrir innanliúss- mót er svo næsti áfanginn. Háskóla Islands ber að keppa að því marki, að verða vígi líkamlegrar menningar, ekki síður en andíegrar. Fram til ársins 1940 voru háð ýmis konar íþróttamót milli hinna ýmsu háskóla á Norður- löndum. Mót þessi áttu drjiigan þátt í því, að kynna stúdenta frændþjóðanna, efla samlmg þeirra og samstarfsvilja og oft á tíðum að tengja þá órjúfandi böndum. Menntun okkar og menning er af norrænum toga spunnin, og er oss meiri þörf nú að treysta hin fornu vináttubönd við Norðurlönd, eftir langa einangrun frá norrænum kynnum. Nú á næstu mánuðum munu háskólar Norð- urlanda hefja kynni sín að nýju. Einn liður í þeirri kynningu verða íþróttamót. Með nýjum og batnandi skilyrðum til hvers- konar náms, á íslenzkum stúdentum að vera það vorkunnarlaust, að taka upp keppni við frændur sína á Norðurlöndum á komandi árum.

x

Stúdentablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.