Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 17.06.1945, Blaðsíða 23

Stúdentablaðið - 17.06.1945, Blaðsíða 23
STÚDENTABLAÐ 23 Dr. Björn Jóhannesson: Um nám í Ameríku og íslenzk viðhorf til þess Ég hefi orðið við málaleitun Stúdentablaðs- ins um að skrifa greinarkorn um ameriska skóla. Litlar almennar upplýsingar munu liggja fyrir um þá hér, enda virðast mér umræður um nám og námsmenn vestra oft bera merki handa- hófs og lítils kunnugleika. Þótt ég hafi hvorki ástæður né næga þekkingu til að gera málinu full skil, vona ég, að grein þessi megi verða til nokkurra úrbóta. I. Ég dvaldist aðeins við einn skóla í Banda- ríkjunum, Cornell háskólann í Iþöku í New York ríki. Ég vil því leyfa mér að bregða upp mynd af þessum skóla, en hún ætti í aðalatrið- um að gilda um aðra skóla þar í landi, þvi að þeir munu flestir vera mjög áþekkir um skipu- lag og starfsaðferðir. Við háskólann eru að jafnaði um 7000 stú- dentar, en um 1200 prófessorar og aðstoðar- fólk þeirra við kennslu og rannsóknir. Háskól- inn er í rauninni safn fjölda skóla, sem eru að meiru eða minna leyti sjálfstæðar stofnanir. Má nefna meðal þeirra verkfræðiskóla, land- búnaðarskóla, dýralæknaskóla, lagaskóla, kvennaskóla, arkitektaskóla og hotelskóla. Sum- ir þessara skóla greinast síðan í fleiri deildir (departments). Sérstakar deildir eru fyrir stærð- fræði, eðlisfræði, efnafræði, jarðfræði, leiklist og mætti þannig lengi telja. Cornell háskólinn er rik stofnun og nema tekjur hans nokkru meir en tekjur íslenzka rik- isins fyrir stríð. Er skólinn því vel búinn að byggingum og áhöldum og vinnuskilyrði yfir- leitt mjög góð. Kennsla fer fram með svipuðum hætti og við evrópiska skóla: með fyrirlestrum, yfir- heyrslum og verklegum æfingum. Mikil verkaskipting um kennslu og rannsókn- ir einkennir Cornell, a. m. k. ef borið er sam- an við verkfræðiskólann í Kaupmannahöfn, en ég nam við þann skóla í nokkur ár. Hver pró- fessor sér um kennslu á tiltölulega takmörk- uðu sviði, og er honum því auðveldara að fylgj- ast með nýjungum og framförum í sinni grein. Slíkt fyrirkomulag er sérstaklega ákjósanlegt fyrir þá, sem stunda framhaldsnám á tiltölu- lega takmörkuðum sviðum. I prófessorsstöður veljast að sjálfsögðu hinir

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.