Stúdentablaðið - 17.06.1945, Page 24
24
STtJDENTABLAÐ
beztu menn, sem fáanlegir eru á hverjum tíma.
Flestir þeirra hafa doktorspróf. Nokkrir af
helztu vísindamönnum Evrópu hafa flúið til
Ameríku síðasta áratuginn og starfa við háskóla
þar.
Margir prófessorar hafa einn eða fleiri að-
stoðarmenn við kennslu, og fer það eftir fjölda
nemenda og eðli kennslugreinar. Algengt er
að stúdentar, sem eru að vinna að doktorsprófi,
aðstoði við kennslu í sínum aðalnámsgreinum,
oftast við yfirheyrslur eða verklegar æfingar.
Slíkt lengir að vísu námstímann, en þeir vinna
um leið fyrir sér að nokkru eða öllu leyti. Sam-
keppni um slíkar aðstoðarstöður var allhörð fyr-
ir stríð og völdust því að jafnaði í þær duglegir
menn.
Kennaralið við Cornell háskólann, miðað við
fjölda nemenda, er að mun meira en við þá
evrópiska skóla, sem ég hefi kynni af.
Meðalaldur stúdenta, er þeir innritast í skól-
ann, mun vera um 18 ár. Hafa þeir þá lokið
prófi frá fjögurra ára skóla, er nefnist „high
school“. Hægt er að velja nokkuð um náms-
greinar í þessum skólum með tilliti til fram-
tiðaráætlana. Nemendur hafa meðal annars að-
gang að allskonar verkstæðum og vinnustofum.
Þessi undirbúningsmenntun er þvi skemmri en
undirbúningsmenntun hér á landi. Einkum
læra menntaskólanemendur hér stórum meir
í málum.
Við innritun í háskólann kýs nemandi sér
leiðbeinanda um skipuleggingu náms og val
„kúrsusa" fyrir hvert semester. Ráðunaut þess-
um, sem að jafnaði er prófessor í aðalgrein
nemenda, ber að fylgjast með vinnu stúdents-
ins og leysa úr vandamálum eftir getu.
Val á „kúrsusum“ er misjafnlega frjálst í
hinum ýmsu skólum. Það er t. d. bundnara í
verkfræði en í fagurfræðum. 1 öllum greinum
er þó nokkuð frjálsræði um val, og geta nem-
endur sótt hvaða „kúrsus“ við skólann sem er,
svo fremi að þeir fullnægi settum skilyrðum
um undirstöðukunnáttu.
Þess er krafizt, að stúdentar mæti að jafn-
aði í timum, enda þykir slíkt sjálfsagt, og má
segja, að það séu óskrifuð lög meðal nemenda.
Stúdentum er haldið að vinnu með sífelld-
um smáprófum. Er tekið tillit til allra slikra
prófa við lokaeinkunn. Einkunnir eru gefnar í
prósentum, og er 59 eða lægra falleinkunn í
hverju einstöku fagi. Kennarar gefa einkunnir
án prófdómara. Nemendur verða að hverfa frá
skólanum, ef þeir stunda nám sitt slælega að
dómi kennara.
Háskólanám til „bachelor“-prófs er yfirleitt
4 ár, eða 8 semester, en þó 5 ár í einstökum
greinum, svo sem efnaverkfræði.
Tvö önnur próf — eða gráður — eru gefin
við ameríska háskóla: „masters“-próf og doktors-
próf. Hið fyrra krefur að jafnaði eins til eins
og hálfs árs náms frá „bachelor“-prófi, hið sið-
ara þrjú ár skemmst frá „bachelor“-prófi, eða
tvö ár frá „masters“-prófi. Það má segja, að
doktorspróf sé nauðsynlegt þeim, sem ætla að
leggja stund á kennslu við háskóla eða vinna
að vísindastörfum.
II.
Að lokinni þessari stuttu lýsingu á fyrir-
komulagi Cornell háskólans, vil ég drepa á fá
atriði, sem vöktu athygli mína.
Milli kennara og nemenda ríkir hispurslaus-
ara og frjálsmannlegra andrúmsloft, bæði í
kennslustundum og utan þeirra, en ég átti að
venjast frá Kaupmannahöfn. Kennarar gera sér
far um að fylgjast sem bezt með vinnu hvers
nemanda, enda eru stúdentar algjörlega ófeimn-
ir að leita til þeirra um hjálp.
„Akademiskt frelsi“ er eklci við skólann í
þeim skilningi, að nemendur þurfi ekki að mæta
í tímum nema þegar þeim sýnist, og fannst
mér þetta óviðkunnanlegt fyrst í stað. Það má
þó teljast sanngirniskrafa af hálfu hvaða skóla
sem er, að nemendur mæti í kennslustundum.
1 reynd getur slík krafa aðeins skert „frelsi“
þeirra lötu, og er hæpið að ætla, að þeir þrosk-
ist á því að svíkjast um störf sín.
Próf við Cornell háskóla valda yfirleitt minna'
taugastríði en títt er um próf við íslenzka skóla.
Ástæðan mun m. a. vera sú, að stúdentar eru
sífelldlega að taka próf, en þó einkum, að þeir
taka lokapróf í enda hvers semesters í þeim