Stúdentablaðið

Ukioqatigiit

Stúdentablaðið - 17.06.1945, Qupperneq 27

Stúdentablaðið - 17.06.1945, Qupperneq 27
STÚDENTABLAÐ 27 Stúdentar útskrifa&ir úr Menntaskólanum á Akureyri 1944. t komna, að þeir dæma ástand og kollega sína, sem heima eru, of hart. Þeir hafa ekki nægilega kynnt sér, hvað gert hefir verið hér í þeirra grein, né þau vinnuskilyrði, sem hér hafa ríkt. Það er mikil nauðsyn að samvinna megi tak- ast á milli nýliðanna og þeirra eldri. Hvor aðil- inn getur nokkuð af hinum lært og við höfum ekki efni á því að misnota sérfrótt vinnuafl. Ameríkumenn hafa um langt skeið haft það álit í Evrópu, að þeir væri miklir yfirborðsmenn og skrumauglýsendur. Má vera, að fólk hér álykti, að íslenzkt námsfólk, sem sækir háskóla véstan hafs, muni smitast af slíkum eigindum. 1 þessu sambandi vil ég aðeins benda á, að ég hefi hvergi verið, þar sem skrum og mont var minna áberandi en við Cornell háskólann. # Hér að framan hefir verið leitað nokkurra skýringa við þeim orðrómi, að íslenzkir stú- dentar í Bandaríkjunum muni yfirleitt vera miklir yfirborðsmenn. Ég verð að álykta, að það sé að mjög litlu leyti þeirra sök, enda ómaklegt að þeir sæti slíkum ásökunum. Það verður ekki dregið í efa að þeir hafa góða aðstöðu til náms á hvaða sviði sem er. Það ætti því að vera ósk og von Islendinga, að vesturfararnir megi að námi loknu leggja virka hönd á að fegra og byggja betur okkar land.

x

Stúdentablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.