Stúdentablaðið

Volume

Stúdentablaðið - 17.06.1945, Page 36

Stúdentablaðið - 17.06.1945, Page 36
36 STtJDENTABLAÐ Akcrdemiskur annáll Merkasti vi&burðurinn. Enn hefur stúdentamóts þess, er haldið var í Reykjavík 18.—19. júní 1944 eigi verið get- ið í Háskólaannál. En samkvæmt. upplýsing- um próf. Ágústs H. Bjarnasonar gerðist þetta helzt á móti þessu: Ávörp þeirra próf. Ágústs H. Bjarnasonar um landsmótið og próf. Ölafs Lárussonar: Um þátttöku íslenzkra stúdenta í sjálfstæðisbar- áttu þjóðarinnar. Því næst hófust umræðu- erindi. I. Um stofnun bandalags ísl. stúdenta, málshefjandi Páll S. Pálsson; II. Sjálfstæði islands og afstaða þess til annarra landa, máls- hefjandi Ásgeir Ásgeirsson alþm. og banka- stjóri; III. Viðnám við erlendum áhrifum, málshefjandi Gylfi Þ. Gíslason dósent; og IV. Skólamál og menntun stúdenta, málshef jandi Ágúst H. Bjarnason prófessor. I öllum þess- um málum voru teknar ýmsar ályktanir og samþyklct að stofna Stúdentasamband Is- lands og því sett bráðabirgðalög. Um tilgang Sambandsins segir svo í 3. gr.: Tilgangur sambandsins er: a) Að koma fram fyrir hönd ísl. stúdenta á opinberum vett- vangi, b) að vinna að aukinni kynningu og samstarfi meðal stúdenta og c) að standa vörð gegn öllum þeim öflum og áhrifum, sem sjálfstæði þjóðarinnar, auðlegu, efnalegu og stjómarfarslegu getur stafað hætta af. Kosn- ir voru í bráðabirgðastjórn: Próf. Ágúst H. Bjarnason, form., Egill Sigurgeirsson, vara- form., Klemens Tryggvason, fundarritari, Sig- urður Ólason, féhirðir, og ungfrú Rannveig Kristjánsdóttir, bréfritari. 1 fulltrúaráð voru þessir kosnir, búsettir í Reykjavík: Ágúst H. Bjarnason' prófessor., Björn Sigurðsson læknir, Egill Sigurgeirsson hrlm., Eiríkur Pálsson lögfr., ungfrú Guðrún Benediktsdóttir, Klerriens Tryggvason hagfr., Lúðvík Guðmundsson skólastjóri, Páll S. Páls- son stud. jur., Rannveig Kristjánsdóttir kenn- ari, Sigurður Ólason hrlm., Sigurður Thorla- cius skólastjóri og Unnsteinn Beck fulltrúi; en búsettir utan Reykjavíkur: Arnljótur Guð- mundsson bæjarstjóri, Akranesi, Haukur Helgason bankam., Isafirði, Sigurður Sigurðs- son sýslumaður, Sauðárkróki, Jóhann Jó- hannsson skólastj., Siglufirði, Sigurður Egg- erz bæjarfógeti, Akureyri, Steindór Stein- dórsson kennari, Akureyri, Hjálmar Vil- hjálmsson bæjarfógeti, Seyðisfirði, Eiríkur Helgason prófastur, Bjarnanesi, Gísli Sveins- son sýslumaður, Vík, Hinrik Jónsson bæjar- stjóri, Vestmannaeyjum, Páll Hallgrímsson sýslumaður, Selfossi, og Garðar Þorsteinsson prestur, Hafnarfirði. MötuneyliS. Eins og mörgum stúdentum mun kunnugt vera, var starfsfyrirkomulagi og stjórn Mötu- neytis stúdenta komið á nokkurn annan grundvöll og traustari vorið 1944. Starfs- hættir þessir hafa gefið svo góða raun, að frekar mun vera um ábata en halla að ræða af rekstrinum, síðan þeir komust á. Mötuneytið mun samt ekki starfa í sumar, þar sem reynslan hefur sýnt, að rekstur þess er allótryggur á þeim tíma árs, sem Háskól- inn starfar ekki. Doklorar. Steingrímur Þorsteinsson magister hefur hlotið doktorsnafnbót fyrir rit sitt, Jón Thor- oddsen og sMldsögur hans, og Björn Guð- finnsson, magister, fyrir rit sitt, Mállýzkur I. Fengu þeir undanþágu frá því að verja rit-

x

Stúdentablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.