Stúdentablaðið

Volume

Stúdentablaðið - 17.06.1945, Page 41

Stúdentablaðið - 17.06.1945, Page 41
41 STÚDENTABLAÐ Rússagildið var 17. nóv. að þessu sinni. Magister bibendi var próf. Gunnar Thorodd- sen. Árni Pálsson prófessor, ávarpaði hina nýkomnu stúdenta, en Geir Kristjánsson stud. mag. bauð rússana velkomna í hóp háskóla- stúdenta. Fyrir hönd rússanna talaði Jón P. Emils, stud. polyt. Fleiri tóku einnig til máls. Var mikið líf og fjör þarna eins og stúdent- um sæmir og mikið sungið og hressilega. M. a. voru sungin frumort kvæði eftir Ragnar Jóhannesson cand. mag. og Svein Ásgeirsson stud. jur. Að lokum var svo stiginn dans fram eftir nóttu. 1. desember var hátíðlega haldinn að vanda. Skrúðganga farin, samkomur haldnar í Tjarn- arbíó og Hátíðasalnum. Um kvöldið var hóf mikið að Hótel Borg. Áramótadansleikur var haldinn á gamla- árskvöld (eða réttara sagt nýársnótt) að venju síðari ára, sem mjög er vinsæl orðin. Áramótaræðuna hélt próf. Ágúst H. Bjarna- son. Kvöldváka. 1 marzmánuði hafði stúdenta- ráð kvöldvöku að Hótel Borg, sem var vel sótt og þótti góð skemmtun. Sumarfagnaður stúdenta síðasta vetrardag var að Hótel Borg, haldinn að tilhlutun stú- dentaráðs og Stúdentafélags Reykjavíkur. Formaður hins síðar nefnda, Einar Ingi- mundarson, cand. juris, setti samkomuna með nokkrum orðum, en Knútur Arngrímsson skólastjóri fagnaði sumri. Þá skemmti tvö- faldur stúdentakvartett undir stjórn Þorvald- ar Ágústssonar stud med. við mikla hrifn- ingu áheyrenda. Ctvarpskvöldvaka. Síðasta vetrardag var einnig kvöldvaka á vegum stúdentaráðs í útvarpinu. Þar flutti formaður þess, stud. juris Guðmundur Vignir Jósefsson, ávarp, Ölafur Öiafsson stud. mag. flutti erindi um skáldamál, Jón P. Emils stud. polyt, flutti háskólaþátt, og Emil Björnsson stud theol. las frumsamda sögu. Leikfélag stúdenta stóð fyrir flutningi leikritsins: Lagt á borð fyrir tvo. Tvöfaldur kvartett, sá er áð- ur hefur verið getið um, lét frá sér heyra, og Brynjólfur Ingólfsson stud. jur. söng einsöng. Þótti vaka þessi takast með ágætum. Tímarit stúdenta. 1 fyravetur var borin fram í stúdentaráði tillagan um það, að hafinn yrði undirbúning- ur að útgáfu tímarits stúdenta, og skyldi það koma út fimm sinnum á ári að minnsta kosti. Var í þessu skyni skipuð sjö manna rit- nefnd og auglýsti hún eftir efni, en varð lítið ágengt og var fallið frá þessari hugmynd að því sinni. I vetur var það almennt álit full- trúanna í Stúdentaráði, að nauðsynlegt væri að byrja á því að ráða ritstjóra, sem yrði svo jafnframt ábyrgðarmaður ritsins. Taldi ráðið, að þessi tilhögun mundi reynast happasælli en að fela framkvæmdir stórri og svifaseinni rit- nefnd. Fór síðan stjórn ráðsins að svipast um eftir færum manni og tókst núverandi stjórn að fá Ragnar Jóhannesson cand. mag. til að taka að sér starfið. Munu stúdentar almennt fagna því, að tekizt hefur að velja svo hæfan mann fyrir ritstjóra, en Ragnar hefur, sem kunnugt

x

Stúdentablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.