Stúdentablaðið - 01.12.1965, Síða 5
STÚDENTABLAÐ
5
ln memoriam
Prófessor
Níels
Dungai
Prófessor Niels Dungal lézt í Landspítalanum hinn 29 október s. L,
68 ára að aldri.
Hann hafði þá kennt meina- og sýklafræði við Læknadeild Há-
skóla Islands, í nær fjóra áratugi, eða lengur en nokkur annar
prófessor. Hæfileikum hans sem mikilhæfs kennara var viðbrugðið,
svo sem glöggt kom fram í minningargreinum, í dagblöðum Reykja-
víkur, að honum látnum. Próf. Dungal var mikill hugsjóna- og bar-
áttumaður fyrir velferð Háskólans og taldi það hag þjóðarinnar,
að efla Háskólann svo sem frekast mætti, veita honum sjálfstæði
og sjálfræði um eigin málefni, þannig að hann yrði sem minnst
háður hinu pólitíska valdi í landinu á hverjum tíma. Prófessor
Dungal var það fullljóst, að slíkt sjálfstæði grundvallast að veru-
legu leyti á fjárhagslegri getu, enda var hann hvatamaður ýmissa
þeirra framkvæmda, sem skiluðu góðum arði í sjóði Háskólans og
renndi þannig stoðum undir vöxt hans og viðgang. Á árunum 1936
—1939 var prófessor Niels Dungal rektor Háskólans, en á þeim
árum var lagður hornsteinn að Háskólabyggingunni og lokið við
hana að miklu leyti.
Prófessor Niels Dungal var alla tíð baráttumaður gegn hvers
kyns hjátrú og hindurvitnum. Hann lagði sig fram um að efla vís-
indalega hugsun og aðferð hér á landi. Honum var það ljóst, að
umbætur í heilbrigðismálum þjóðar hljóta að byggjast að miklu
leyti á vísindalegum rannsóknum og athugunum á útbreiðslu, eðli
og orsökum sjúkdóma. Á því nær 40 ára tímabili, sem prófessor
Niels Dungal veitti forstöðu Rannsóknastofu Háskólans, átti hann
stóran þátt í bættum hollustuháttum og heilbrigði landsmanna,
og hlýtur nú alþjóðar þakkir fyrir. Með atorku vann hann að út-
rýmingu taugaveikinnar á íslandi og tók virkan þátt í að undir-
byggja varnaraðgerðir gegn barnaveiki. Rannsóknir hans á út-
breiðslu og eðli berklaveikinnar hér á landi eru alkunnar og sú
grundvallarvinna, sem framkvæmd var á því sviði í Rannsókna-
stofu Háskólans undir hans stjórn, var einn liður í hinu árangurs-
ríka starfi berklavarnanna.
Á síðari árum var prófessor Niels Dungal þekktastur fyrir rann-
sóknir sínar á krabbameini hér á landi og forystu krabbameinsfé-
laganna.
Á árunum milli 1930 og 1940 vann prófessor Dungal mikið á
sviði búfjársjúkdóma og leiddu þær rannsóknir til aukins hags og
bættrar afkomu bændastéttar landsins.
Um hinar yfirgripsmiklu rannsóknir sínar varðandi sjúkdóma-
fræði manna og dýra skrifaði próf. Niels Dungal fjölda greina í inn-
lend og erlend vísindarit og varð kunnur víða um lönd. Hann var
kjörinn heiðursfélagi í samtökum erlendra lækna og vísindamanna,
en hérlendir starfsbræður heiðruðu hann með því að kjósa hann
fyrsta heiðursfélaga í Félagi íslenzkra meinafræðinga. Honum
voru og veittir ríflegir erlendir styrkir til vísindastarfa hér heima.
Prófessor Niels Dungal var fjölhæfur gáfu- og vísindamaður,
sem fór í fyrirlestra- og kynnisferðir víða um heim, oft í boði er-
lendra vísindastofnana. Hann var ákjósanlegur fulltrúi Háskólans
á erlendri grund og bar hvarvetna merki hans hátt. Hann var
ótrauður að veita straumum nýrrar þekkingar í íslenzka farvegi.
En fyrst og fremst mun hans minnzt í sögu Háskólans og læknis-
fræðinnar á íslandi sem merks og óvenjulegs brautryðjanda. Pró-
fessor Niels Dungal hefir lokið miklu og merku ævistarfi og
lengi mun árangurs verka hans gæta í íslenzku þjóðlífi.
Ólafur Bjarnason, dr. med.