Stúdentablaðið

Volume

Stúdentablaðið - 01.12.1965, Page 7

Stúdentablaðið - 01.12.1965, Page 7
STÚDENTABLAÐ 7 Þórarinn Björnsson, skólameistari: Verndun þjóðernis Einn heimup og lítil þjóö Hvað verður um litla þjóð, þegar heimurinn er orðinn eitt? Hvað verður um íslendinga í hringiðu framtíðarinnar? Þessi spurning sækir stundum að mér, en því miður hefi ég ekki fundið við henni neitt óyggjandi svar, fremur en ýmsu öðru, sem dul framtíðarinnar býr yfir. Þess vegna varpa ég henni hér fram, að aðrir geti glímt við hana. Vera má raunar, að slikar bollalegg- ingar breyti litlu eða engu um það, sem koma skal; þar séu ramm- ari öfl að verki en við fáum ráðið við. En ekki ætti að saka, þó að menn reyni að gera sér grein fyrir, hvert stefnir. Sumum kann og að virðast, að of snemmt sé að tala um einn heim, á meðan heimurinn er enn klofinn í öndverðar fylkingar, sem standa gráar fyrir járnum hvor gegn annarri með helsprengjuna sjálfa í bakpok- anum. Satt er það, að enn eru ófriðarský á lofti. Samt ætla ég, að ofar helsprengjunni beri þá framtíðarsýn, að heimurinn verði eitt allsherjarríki, þar sem þjóðum heims verði sett lög, er þær lúti, líkt og nú er um einstaklinga hvers þjóðfélags. Ég efast ekki um, að leiðin að því marki verði löng og ströng, en sú vegferð er þegar hafin, og henni verður haldið áfram. Vísindum og tækni hefir þegar tekizt að brúa djúp rúmsins, svo að fjarlægðir hafa að mestu horfið. Hægar gengur að færa saman hugi og hjörtu, en þó trúi ég því, að það vinnist um síðir. En lausn eins vanda skapar löngum annan. Jafnvel heimsfriður- inn sjálfur, ef hann væri staðfastlega tryggður, kynni að skapa doða andvaraleysis, sem ekki væri hollur mannlegum þroska, þó að varla þurfi að kvíða slíku um sinn. En þegar mannkynið allt er komið í sama bátinn, er hætt við, að fjölbreytni glatist, að margvísleg víxl- áhrif jafni upprunalegan mun. Sumir kunna að svara því til, að það sé bættur skaðinn. Ólíkar kreddur hafi þegar fært mannheimi nægilegt böl, og má til sanns vegar færa. En einingin má þó ekki verða um of á kostnað margbreytileikans. Vandinn verður sá að samstilla fjölbreytnina, ekki að útrýma henni, heldur skapa úr henni lifandi heild, þar sem andstæður og ólíkar eigindir dafni hlið við hlið og bæti hver aðra upp, frjóvgi hver aðra og örvi fremur en lami og deyði. Og hér þarf lítill og stór einnig að geta átt leik saman, miðlað hvor öðrum af misjafnri reynslu. Báðar eru óhollar fyrir heilbrigða dómgreind, smæðarkenndin og stærðar- kenndin. Það er því báðum hollt, að geði sé blandað. Smæð og stærð með misþungri ábyrgð, sem fylgir, hljóta og að skapa ólík viðhorf, og skal beggja gætt, ef sanns skal leitað. Mér er nær að halda, að á slíku sé vaxandi skilningur á alþjóðavettvangi, og er það vel. Eftir sem áður vofir þó stöðugt sú hættan yfir, að hinir fáu og smáu hverfi og týnist í hóp hinna mörgu og stóru. Hvað verður á tímanna rás um hina smæstu af öllum þeim smáu? Hvað verður verður um íslendinga? Stundum, þegar ég er svartsýnn, dettur mér í hug, að afstaða íslendinga til hins stóra heims kunni að verða áþekk afstöðu landsbyggðarinnar nú til höfuðstaðarins. Vandi fs- lands gagnvart umheiminum yrði hliðstæður vanda strjálbýlisins gagnvart þéttbýlinu, og allir vita, hve sá vandi er erfiður viðfangs. Fjölmennið freistar. Þar eru tækifærin fleiri, ævintýri lífsins meira lokkandi, mun mörgum finnast að óreyndu, og oft meiri pening- ar í boði, svo að ekki sé gleymt því, sem nú virðist skipta mestu. Gegn slíkum freistingum umheimsins dugir aðeins eitt: ást á landi, þjóð og tungu, ásamt þeim metnaði að vilja vera eitthvað af sjálfum sér. Og hér eigum við íslendingar að standa vel að vígi. Við eigum fagurt og sérstætt land, og landamæri þess eru svo glöggt mörkuð, að ekki verður um villzt. Það ætti að styrkja sam- kennd okkar. Og við eigum tungu, sem geymir slík andleg verð- mæti, að við þurfum engan að öfunda. Ásamt landinu er tungan dýrasti erfðagripurinn, sem okkur hefir verið fenginn. Það er heilög skylda okkar að varðveita hana. Þá skyldu rækjum við ekki aðeins við sjálfa okkur og þær horfnu kynslóðir, er málið hafa skapað, heldur og við heimsbyggðina alla. Hver tunga er sjálfstæður út- sýnisturn til lífsins og tilverunnar, sérstæð túlkun veruleikans. Þess vegna væri það skaði mannkyninu öllu, ef íslenzkan glataðist. Heimurinn væri fátækari eftir. Ég hefi heyrt því varpað fram, en þó varla í alvöru, að það sé sóun á orku þjóðarinnar að burðast með sjálfstætt mál. Það er alger misskilningur. Það á að knýja á kraft- ana. Vandi alls uppeldis er einmitt að knýja fram kraftana. Þess vegna er vafamál, að reyna eigi að gera allt sem auðveldast. Það getur slævt og svæft. Kraftar og hæfileikar eru nægir til. En þeir sofa of oft. íslenzkan á að vera okkur leið til uppeldis. Einmitt af því að hún er okkur á vissan hátt byrði, á hún að stæla bak okkar, svo að við verðum einnig færari til annarra afreka, hvort heldur er í listum, vísindum eða verklegum framkvæmdum. Nú er um það talað, að kenna beri íslenzkum börnum ensku mun

x

Stúdentablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.