Stúdentablaðið - 01.12.1965, Síða 8
8
STÚ DENTABLAÐ
Dr. Tómas Helgason, prófessor:
V
c
L
d)
>
«0
d)
0
jt
F<o
Odifi
0 >A
Stúdentar hafa jafnan staðið í fylk-
ingarbrjósti í baráttunni fyrir sjálf-
stæðismálum íslenzku þjóðarinnar
og hafa jafnan látið verndun þjóð-
ernis sig miklu skipta. Frelsi, rétt-
læti og öryggi eru hornsteinar geð-
verndarinnar, en geðverndin er eitt
af frumskilyrðum þess, að verndun
þjóðernis megi takast. Það er því
eðlilegt, að stúdentar vilji nú taka
upp umræður um geðverndarmál og
skipa sér þar í fylkingarbrjóst.
Fram á síðustu ár hefur geðvernd-
armálum verið sýnt furðulegt tóm-
læti hér á landi. Áhugi hefur verið
mikill fyrir flestum öðrum þáttum
heilsugæzlunnar, en fáir hafa viljað
sinna geðverndinni sem skyldi. Að
nokkru leyti er hér kannski um að
kenna fáfræði, en að nokkru leyti
feimni, því að lengi hefur eymt eftir
af fordómum manna gegn hvers
kyns geðsjúkdómum. Fólk hefur tal-
ið þá vott um úrkynjun og ó-
mennsku eða jafnvel refsingu æðri
máttarvalda fyrir misgjörðir þess og
þar af leiðandi farið í felur með
þessa sjúkdóma í stað þess að viður-
kenna þá eins og aðra sjúkdóma,
sem allir geta fengið. Einnig hefur
geðsjúkdómunum verið ruglað sam-
an við greindarskort og þekkingar-
leysi, sem aldrei hefur þótt til sóma
hjá þjóð, sem hefur talið sig gáfuð-
ustu þjóð í heimi og byggt hefur
tilverurétt sinn á andlegum verð-
mætum. Flér er augljóslega um mik-
inn misskilning að ræða, því að geð-
sjúkdómar geta alla hent, jafnt hina
vel greindu sem hina miður greindu
og hina fróðu sem hina fáfróðu.
Nú á dögum er mönnum einnig æ
ljósara, að greindarskortur á háu
stigi og þekkingarleysi er oftast af-
leiðing af sjúkdómum, sem einstak-
lingarnir hafa orðið fyrir mjög
snemma á æviskeiði sínu. Það er
hluti af geðverndarstarfi okkar
hinna að hjálpa þessum einstakling-
um til nokkurs þroska, jafnframt því
sem við gerum það, sem hægt er til
verndunar geðheilsu þeirra, er náð
hafa eðlilegum greindarþroska.
Það mun fæstum ljóst, hversu
brýn þörf er fyrir geðvernd. Sam-
kvæmt hérlendum rannsóknum má
fyrr en tíðkazt hefir. Það mun auka færni íslendinga í ensku, og þó
að sú hætta fylgi, að enskan verði ofjarl íslenzkunnar, getum við
ekki gengið fram hjá hagkvæmustu aðferðinni til að ná valdi á
heimstungu. Það væri að fara þá leið, sem kaþólsku kirkjunni
hefir verið brugðið um að fara, að halda mönnum í fáfræði til að
missa ekki á þeim tökin. En nú er færni mannsins orðin svo ríkur
þáttur í iífsafkomu einstaklingsins, að slíkar aðferðir eru algerlega
úreltar. Sigur og líf íslenzkunnar getur ekki átt sitt undir fákunn-
áttu. Við eigum að efla alla kunnáttu, treystandi því, að íslenzkan
eigi þann frjómátt, að hún eflist af aukinni kunnáttu í hvaða grein
sem er. Benda má og á, að þeir voru oft ekki lakastir í íslenzkunni,
sem bezt voru að sér í latínunni fyrrum.
Eitt er það, sem háskasamlegast gæti orðið tungunni og um leið
þjóðerninu. Það er, ef rithöfundar þjóðarinnar freistuðust til þess
að fara að rita á öðrum víðlesnari málum. Á meðan íslenzkir rithöf-
undar rita á móðurmálinu, á íslenzkunni að vera borgið. Og við
erum svo heppnir, að sá íslenzkur rithöfundur, sem nú ber hæst,
Halldór Laxness, hefir fært okkur heim sanninn um það, að hægt
er að ná eyrum heimsins með því að tala og rita á íslenzku. Fyrir
það stendur þjóðin í ævinlegri þakkarskuld við skáldið. Ungir rit-
höfundar geta ekki borið því við, að gagnslaust sé að skrifa fyrir
þær fáu hræður, sem ísland byggja. Ef þeir hafa af nægu að miðla,
mun það skila sér, þó að fram sé sett á íslenzku. Hér eru þó ljóð-
skáldin verr sett en aðrir.
Allir vitum við, hvers virði bókin og tungan hefir verið þjóð-
inni í lífsstríði fyrri alda. Er vafasamt, að nokkur þjóð eigi bók-
menntum meira að þakka en fslendingar. Og enn ætla ég, að það
verði bókin og tungan, sem reynist traustasta vörnin í veraldargengi
komandi tíða. Þess vegna er ég hlynntur þeirri tillögu, sem ein-
hvers staðar hefir komið fram, að ellefu hundruð ára byggðar í
landinu verði minnzt með því að reisa nýtt og veglegt landsbóka-
safn. íslenzku handritin yrðu þar geymd í hinu allra helgasta, en
jafnframt viðað að öðrum bókum, íslenzkum og erlendum, fagur-
bókmenntum og fræðiritum. Þar ríkti íslenzkur andi, frjóvgaður
erlendum straumum. Þar yrði traustasti hornsteinn íslenzkrar
framtíðarmenningar.
Þórarinn Björnsson.