Stúdentablaðið - 01.12.1965, Qupperneq 12
12
STÚDENTABLAÐ
Einar Sigurðsson, bókavörSur:
í umræðum um safnamál að undan-
förnu. Kemur þá fram, að þau standa
okkur mjög miklu framar að binda-
fjölda, en einkum er þó tímaritahald
þeirra margfalt á við okkar.
Miklu varðar, að vel takist til
um val keyptra bóka, svo að hið
tiltöJulega litla fé nýtist sem bezt.
Þyrfti í því sambandi að koma á
mer, aö ekki megi íengi dragast aö
koma á slíku samstarfi um bókaval.
IV.
Háskólabókasafni hafa borizt
margar verðmætar bókagjafir bæði
fyrr og síðar, einkum í húmanískum
greinum, og hefur verið áætlað, að
um helmingur bóka safnsins sé feng-
Tímaritaskápur í lestrarsal
I.
Ritnefnd Stúdentablaðs hefur farið
þess á leit, að ég ritaði grein um
Háskólabókasafn í tilefni aldarfjórð-
ungsafmælis þess, og þykir mér skylt
að verða við þeim tilmælum, enda
þótt allmiklar umræður hafi farið
fram um safnið í Stúdentablaði fyrr
á þessu ári.
Tuttugu og fimm ár eru ekki
langur tími í sögu stofnunar og virð-
ast þó í rauninni enn skemmri en
árafjöldinn segir, þegar mest hef-
ur gætt stöðnunar og þrenginga, eins
og raunin hefur orðið um Háskóla-
bókasafn. Verður því í þessu spjalli
meira litið tii framtíðarinnar og þess,
sem koma þarf, en næstliðins aldar-
fjórðungs. Eigi að síður er nauð-
synlegt að fara í upphafi fáeinum
orðum um sköpunarsögu safnsins.
II.
Enda þótt Háskólabókasafn sé ungt
sem stofnun, er forsaga þess löng,
nær allt til þess, er stofnaður var hér
Prestaskóli árið 1847, en bæði hann
og síðar aðrir embættismannaskól-
ar, Læknaskóli stofnaður 1876 og
Lagaskóli stofnaður 1908, höfðu
komið sér upp dálitlum bókasöfn-
um, er síðar urðu að nokkru leyti
eign viðeigandi háskóladeilda, eftir
að háskólinn var stofnaður árið
1911. Og heimspekideildin, sem á
sér jafnlangan aldur og háskólinn,
eignaðist einnig fijótlega nokkurn
bókastofn. Eftir að Pétur Sigurðsson,
áður bókavörður í Landsbókasafni,
gerðist háskólaritari 1929, sá hann
um innkaup og útlán á ritum há-
skóians. Um sameiginiega gæzlu og
rekstur þessara safna var hins vegar
ekki að ræða fyrr en við flutning
háskólans í núverandi húsnæði, og
var safnið formlega opnað með ræðu
háskólarektors, Alexanders Jóhann-
essonar, 1. nóv. 1940. Forstöðumað-
ur safnsins frá upphafi var dr. Ein-
ar OI. Sveinsson, og embætti há-
skólabókavarðar gegndi hann frá
formlegri stofnun þess embættis
1943 til ársins 1945, er við því tók
dr. Björn Sigfússon, sem hefur gegnt
því síðan.
Við opnun safnsins var bókaeign
þess rúml. 30 þús. bindi, en þennan
aldarfjórðung, sem síðan er liðinn,
hefur sú tala hækkað upp í tæp 120
þús. Þennan bókakost hefur safnið
eignazt með fernum hætti: 1) með
bókakaupum, 2) við bókagjafir,
smáar og stórar, 3) með skylduein-
tökum allra rita, sem prentuð eru
hér á landi, 4) með bókaskiptum við
erlendar stofnanir.
III.
Fé til bókakaupa hefur safnið á-
vallt haft af skornum skammti. —
Lengst af var það einungis Sáttmála-
sjóður, sem lagði fé til þeirra þarfa,
en loks árið 1961 var tekin á fjárlög
fjárveiting til bókakaupa, og nam
hún fyrir árið 1965 400 þús. kr., og
gert er ráð fyrir sömu upphæð á fjár-
lögum næsta árs. Af þessari upphæð
er einnig kostað bókband, póstgjöld
o. fk, og er skemmst af að segja, að
þessi upphæð er stórum of lág. Kem-
ur það bezt í Ijós, ef borinn er sam-
an ritakostur okkar safns og hinna
smærri háskólabókasafna nágranna-
landanna, svo sem gert hefur verið
föstu og skipulagsbundnu samstarfi
bókasafnsins og háskóladeilda, þann-
ig að kennarar hverrar deildar tækju
að sér að fara yfir bókalista og aug-
lýsingar, sem safninu berast. Slík til-
högun hygg ég, að yrði til að örva
nám og rannsóknir, þar eð æskilegt
samhengi skapaðist í öflun bóka
og nauðsynleg rit yrðu síður út und-
an en ella. Reyndar mætti búast við,
að þetta yrði þolinmæðisvinna, með-
an fé er af svo skornum skammti
sem nú er og mörgum æskilegum
bókum yrði að hafna, en þó finnst
inn með þeim hætti, en miðað við
verðgildi yrði þó hlutfallið eflaust
mun hærra. Verður hér aðeins unnt
að nefna sumar þessara gjafa, þótt
hinna sé ekki síður þakksamlega
minnzt, sem ónefndar verða.
Árið 1909 arfleiddi próf. Finnur
Jónsson væntanlegan háskóla á ís-
landi að bókasafni sínu. Var það af-
hent heimspekideild eftir lát hans
1934, alls um 7500 bindi, og er þar
hver bókin annarri gagnlegri þeim,
er leggja stund á íslenzk fræði.
Langverðmætasta gjöf, sem Hbs.