Stúdentablaðið - 01.12.1965, Qupperneq 17
STÚDENTABLAÐ
17
Ólafur Björnsson, prófessor:
ísland
og
aðstoðin
við
þpounarlðndin
„Þróunarland“ er nýtt hugtak
á vettvangi efnahags- og stjórn-
mála, og þar sem skilgreining
nýrra hugtaka, er að jafnaði
ekki eins fast mótuð og þeirra,
sem lengi hafa verið notuð,
tel ég rétt að gerð verði grein
fyrir því í upphafi, hvaða
merking hér verður í hugtak-
ið lögð. Með því verður átt við
þau lönd þar sem þjóðartekjur
á einstakling eru undir á-
kveðnu marki. Álita mál getur
auðvitað verið, hvaða mark
skuli miða við í þessu efni,
en algengast mun vera nú að
miða við 4—500 dollara þjóð-
artekjur á einstakling. Má til
samanburðar geta þess að,
þjóðartekjur á mann nema nú
hér á íslandi um 1200 dollur-
um á mann.
Langflest hinna svonefndu
þróunarlanda eru þó langt
undir áðurgreindu marki.
Þótt aðstoð við þróunarlönd-
in sem alþjóðlegt málefni eigi
sér stutta sögu, eða varla
lengri en síðustu 15—20 ár, þá
eru þau vandamál, sem þessari
aðstoð er ætlað að leysa, eng-
an veginn ný. En flest þeirra
landa er nú eru talin til þró-
unarlanda voru áður nýlendur
einhverra stórvelda og var
efnahagsaðstoð til þeirra — að
því leyti sem um hana var að
ræða — talið einkamál þess
stórveldis, sem með völdin fór
í nýlendunni. En þar sem ný-
lendunum var að jafnaði stjórn-
að fyrst og fremst með hags-
muni móðurlandsins fyrir aug-
um, varð meginreglan sú að
vandamál fátæktarinnar hélt
áfram að vera óleyst. Eft-
ir síðari heimstyrjöldina hafa
flestar nýlendurnar hinsvegar
eins og kunnugt er fengið sjálf-
stæði. Jafnframt hafa þessi
lönd fengið aðild að Samein-
uðu þjóðunum þannig, að þær
hafa orðið sá vettvangur, sem
vandamál þeirra, á sviði efna-
hagsmála sem öðrum, hafa eink-
um verið rædd á.
Þörf hinna gömlu nýlenda
fyrir efnahagslega aðstoð er
auðvitað sú sama þótt þær séu
nú orðnar sjálfstæð ríki. En
nýlenduveldin sem áður voru,
telja sig auðvitað ekki hafa
sömu skyldum að gegna við
hinar fyrri nýlendur sínar eft-
ir það að hin pólitízku tengsl
eru rofin, þannig að nýrra sér-
ræða hefir orðið að leita
vandamálum þessum til úr-
lausnar. Þær ýmsu leiðir sem
farnar hafa svo verið í þessu
efni hafa svo verið nefndar
einu nafni hjálp eða aðstoð við
þróunarlöndin. Verður hér á
eftir gerð stuttlega grein fyr-
ir því hvaða leiðir hafa verið
farnar í þessum efnum, en því
eðlis, að tilheyrendur gátu sjálfir
lesið eitt og annað inn í það, sem
sagt var, af því að þeir þekktu eitt-
hvað svipað í öðru samhengi. Ég
veit, að sumir hafa gert sér svo
óraunhæfa sætabrauðsmynd af Jesú
frá Nazaret, að ef hún væri sönn,
hefði hann aldrei verið líklegur til
að segja neitt á þann veg, að and-
stæðingum gæti mislíkað, — hvað
þá vakið aðra eins baráttu og raun
bar vitni um. En Jesús var að því
leyti líkur spámönnunum gömlu, að
hann gat komið ónotalega við kaun
þeirrar þjóðar, sem hann þó elskaði
af öllu hjarta. Slíks má finna dæmi
í íroniskum myndum, er hann bregð-
ur upp.
V.
Þeim, sem hefðu í huga að kynna sér
einstök dæmi um húmor og íroníu í
Biblíunni, vil ég vísa til ritgerðar
minnar, sem nýlega er komin út hjá
Menningarsjóði (Humour and Irony
in the New Testament, Illuminated
by Parallels in Talmud and Midr-
ash). En til skilningsauka á því, sem
að framan er sagt, nefni ég einn
textai, sem allir eiga að þekkja,
Matth. 25, 1 —12. — Það er sag-
an af hinum tíu meyjum. Til að
setja sig inn í, hvernig atvikið, sem
þar er lýst, hefir litið út í augum
samtímans, má reyna að gera sér í
hugarlund, hvernig svipað atvik —
mutatis mutandis — líti út nú á dög-
um. Segjum, að svaramenn séu
komnir til kirkjunnar, en annar hafi
gleymt að hafa fataskifti, hlaupi
heim á síðustu stundu, og komi að
lokum of seint. Það þætti sjálfsagt
ýmsum skopleg sjón að sjá kjól-
klæddan svaramann standa úti fyrir
luktum kirkjudyrum, þegar allir
aðrir eru inn gengnir. Þannig er að-
staða stúlknanna fimm, sem áttu að
vera með í brúðarfylgdinni, en
höfðu gleymt að fá olíu á lampa
sína. Nú er mjög sennilegt, að sá,
sem í slíku lendir, eigi örðugt með
að finna og þaðan af síður að njóta
hins „skemmtilega" í atvikinu, fyrr
en ef til vill síðar. Tilheyrendurnir,
sem upphaflega heyrðu Jesú segja
dæmisöguna, vissu vafalaust, að
hverjum var stefnt. Þarna gat „alað-
són", gortarinn og htokagikkurinn
séð sjálfan sig, — sá, sem taldi sig
svo mikinn, öruggan og vel búinn
undir komu guðs ríkis, að enginn
vafi væri á því, að öll hlið stæðu
honum opin upp á gátt. Hér er
„humoristiskt" atvik úr daglega líf-
inu notað þannig, að úr því verður
íronía, sem beinist að sérstökum
fulltrúum hins andlega lífs. Það get-
ur svo auðvitað farið eftir ýmsu,
hvort þessir þættir myndarinnar eru
skynjaðir með þessum hætti, og auð-
vitað er dæmisagan ekki sögð „til
skemmtunar", heldur er smábros-
legt dæmi úr þjóðlífi samtíðarinnar
notað til að boða alvarleg sannindi,
sem í reyndinni geta fengið þann
svip, að gamanið fari að grána. Gild-
ir það jafnt, hvort sem sagan á við
reynslu þess manns, sem í dag kenn-
ir sig útilokaðan úr samfélagi Guðs
ríkis eða dóm hins efsta dags.
Jakob Jónsson.
(Eg bið afsökunar á því, að í grein þess-
ari eru notuð erlendu orðin húmor og
íronía. Eg hefi árangurslaust leitað
hjálpar margra ágætra íslenzkumanna,
en enginn hefir getað fundið íslenzkt
orð, er svöruðu til hinna gefnu hugtaka).