Stúdentablaðið - 01.12.1965, Síða 20
20
STÚDENTABLAÐ
Dr. Bjarni GuSnason, prófessor:
Ný
námsskipan
I
heimspekideild
Hinn 31. ágúst s.l. var staðfest breyt-
ing á reglugerð Háskóla Islands, er
varðaði einkum heimspekideild og
að nokkru verkfræðideild. Komu
hin nýju reglugerðarákvæði þegar
til framkvæmda á því kennslumiss-
eri, sem nú er að líða. Þau fela í sér
gagngera breytingu á námsskipan í
heimspekideild, einkanlega á ís-
lenzkum fræðum. Aðstandendur
þessa blaðs hafa beðið mig að fara
nokkrum orðum um þessa nýju
námstilhögun, og hef ég ekki viljað
skorazt und<m því, ifyrir því að
mörgum mun þykja forvitnilegt a&
kynna sér hana nánar. Hér verður
af skiljanlegum ástæðum aðeins
stiklað á stóru, en þyki einhverjum
of fljótt yfir sögu farið, má benda
á, að auðvelt mun að verða sér úti
u.m hina nýju reglugerð í skrifstofu
háskólans.
Ymsar ástæður munu hafa valdið
því, að hafizt var handa um endur-
skoðun náms í heimspekideild. Þó
dró einkum til mikill kennaraskort-
ur við gagnfræðaskólastigið. Og svo
hitt, að verulegur hluti gagnfræða-
'kólakennara hefur ekki réttindi til
kennslu við gagnfræðaskólastigið.
Er ekki orðum aukið, að mál þessi
eru í hinum mesta ólestri. Þetta hef-
ur, eins og vænta má, komið hart
niður á móðurmálskennslunni. Eru
ekki ófá dæmi um það, að fjölmenn-
ir skólar standa uppi með réttinda-
lausa móðurmálskennara. Þetta á-
stand þarf engum að koma á óvart.
Þeir nemendur, sem lokið hafa
kandídatsprófi í íslenzkum fræðum,
hafa stundað of erfitt og tímafrekt
nám til að sætta sig við kennslu í
gagnfræðaskólum og hafa því leit-
að eftir öðru starfi, hvenær sem færi
gafst. Þess má og geta, að kandídats-
próf í íslenzkum fræðum þreyta fáir
nemendur, að jafnaði einn eða tveir
á ári. Fyrir allmörgum árum var
unnt að lesa íslenzku, þ. e. íslenzka
tungu og bókmenntir, sem grein
til B.A.-prófs, en var fljótlega lagt
niður af ástæðum, sem mér eru ekki
kunnar. Var því gagnfræðaskólum
landsins ekki séð fyrir kennurum
í móðurmálinu nema að örlitlu leyti.
Fór svo, að allt B.A.-nám var tek-
ið til endurskoðunar, svo og nám í
íslenzkum fræðum. Með því að hér
var um fjarska mikilvægt mál að
ræða, var ekki hrapað að neinu, og
því vísað nefnd úr nefnd. Verður
sá gangur ekki rakinn hér, en nið-
urstaðan varð sú, að allar greinar í
deildinni urðu fyrir breytingum
meiri eða minni, nema ekki þótti
ástæða til, að svo stöddu, að hrófla
við heimspekilegum forspjallsvísind-
um, prófi í uppeldis- og kennslu-
fræðum og prófi í íslenzku fyrir er-
lenda stúdenta.
Fyrir reglugerðarbreytinguna var
heimspekideild sem klofin í tvær
heildir: íslenzk fræði og B.A.-nám,
enda töluðu sumir, sem voru lítt
málum kunnir, um B.A.-deild. Með
hinni nýju skipan verður deildin
heilsteyptari, því að nú verða allii
nemendur að ljúka B.A.-prófi, nem-
endur í íslenzkum fræðum jafnt sem
hvern hátt íslendingar bezt
geti að þessum málum unnið.
Á hinn bóginn er sá galli á
því að fara þessa leið, að kynni
okkar af þróunarlöndunum og
vandamálum þeirra verða
minni en ef við tökum sjálfir
þátt í ráðstöfun og skipulagn-
ingu þeirrar aðstoðar er við
veitum.
Önnur leiðin, sú að við ráð-
stöfum sjálfir þeirri hjálp sem
við veitum í samráði við það
eða þau lönd sem við ákveð-
um að skuli njóta hjálparinn-
ar, myndi veita okkur mesta
innsýn í þau vandamál, sem
hér er um að ræða, en hinsveg-
ar hefir þessi leið vitanlega þá
annmarka, að kostnaður við
það að ráðstafa hjálpinni yrði
þá tiltölulega mikill, auk þess
enn sem komið er a. m. k.
vantar okkur menn með nægri
þekkingu á vandamálum þró-
unarlandanna, sem tiltækir séu
til þess að hafa slíka fram-
kvæmd með höndum.
Þriðja leiðin, sem telja má
hér einskonar millileið, eða sú
að við gerumst aðilar t. d. að
samstarfi hinna Norðurland-
anna á þessum efnum, eða
gerumst virkir þátttakendur í
hjálp Efnahagsstofnunar Evr-
ópu (OECD) til þróunarland-
anna, kemur einnig mjög til á-
lita.
Öll þurfa þessi skipulags-
atriði könnunar og rannsóknar
við. En hvað sem því líður, er
að mínu áliti ekki vafi á því,
að hér er um málefni að ræða
sem hlýtur að verða mjög vax-
andi þáttur í starfi okkar sem
aðila að alþjóðlegu samstarfi.
Prófessor Ólafur Björnsson.