Stúdentablaðið

Årgang

Stúdentablaðið - 01.12.1965, Side 26

Stúdentablaðið - 01.12.1965, Side 26
26 STÚDENTABLAÐ Frá Félagi guðfræði- Guð gefi, að línur þessar hitti yður glaða og heilbrigða. — Það er ekki fjölmennur hópur, sem mætir til leiks í V. kennslu- stofu kl.8,15, dag hvern, en þeim mun meiri eru verkefn- in, sem hann fæst við. Guð- „OrÖi8“ Almenn jélagsstarjsemi Allmargir fundir eru haldnir á hverju ári, um ýmisleg efni. Hagsmunamál eru rædd. Þjón- andi prestar eru fengnir til að segja frá reynslu sinni í starfi. Guðfræðingar fengnir til að halda framsöguerindi um guð- fræðileg vandamál. Þannig má lengi telja. Guðfræðinemar fjölmenna á þessar samkomur eins og vera ber, og oft verða fjörugar umræður yfir kaffi- bolla eftir á. Merk er sú starf- semi, að haldnir eru leshringir, þar sem guðfræðinemar sjálfir halda framsöguerindi. Fram- sögumaður getur þar fengið rædd ýmis vandamál, sem leita á hann. — Guðfræðinemar sjá um guðsþjónustur í Kapellu Háskólans. Þar fá þeir tæki- færi til að flytja prédikanir sínar. Þykja þessar guðþjón- ustur takast með afbrigðum vel, og fjöldi stúdenta sækir þær. Guðsþjónustur eru haldn- ar mánaðarlega. Morgunbænir eru kl.10, dag hvern, í kapell- unni á vegum deildarfélagsins. Vil ég benda stúdentum sér- staklega á þessar morgunstund- ir. Öllum er heimil þátttaka. 8. marz síðastliðinn var fund- ur haldinn í félaginu. Meðal annarra mála, sem þar voru rædd, var blaðaútgáfa. Mikill áhugi kom fram á fundinum. Skipuð var þrigg'ja manna nefnd til að athuga möguleika á útkomu blaðs. Samið var uppkast að reglugerð, sem sam- þykkt var síðar. Eftir mikið undirbúningsstarf ritoefndar, kom blaðið svo út seint í apríl. Hlaut það nafnið „Orðið, miss- erisrit Félags guðfræðinema‘. Sérstakur fundur var haldinn í tilefni af útkomu blaðsins. Þar létu guðfræðinemar í ljós ánægju sína, hversu vel hafði til tekizt. Reglugerð um blað- ið var svo endanlega samþykkt á aðalfundi félagsins í haust. Segir þar um tilgang blaðsins og ritstjórn. 1. Blaðið heitir Orðið, misseris- rit Félags guðfræðinema. 2. Blaðið er gefið út af Félagi guðfræðinema. 3. a) Megintilgangur blaðsins er sá, að birta guðfræðilegt efni menn. Ritstjóra og annan rit- nefndarmann skal aðalfundur kjósa, að loknu stjórnarkjöri í Félagi guðfræðinema. Hinn rit- nefndarmanninn velur stjórn Félags guðfræðinema úr sínum hópi. 5. Ritnefnd fer þess hverju sinni á leit við prófessora deildar- innar, að einn þeirra verði henni ráðunautur um útgáf- una. 6. Fjármál blaðsins skulu greind frá fjármálum Félags guðfræði- nema. Þessari reglugerð má ekki breyta, nema á aðalfundi. Ska! breytingartillagan áður auglýst með nægum fyrirvara. Samþykki tveggja þriðju hluta fundarmanna þarf til breyting- ar á reglugerðinni. Til hagræðis verða aðalfund- ir félagsins að vori til eftirleið- is, til þess að ritnefnd fái starf- að að sumri til. Var breyting gerð á lögum félagsins, því til samræmis á síðasta aðal- fundi. Það gefur að skilja, að vér guðfræðinemar höfum ekki fræðinám er mjög fjölbreyti- legt. Það snýst um flesta þætti mannlegs lífs og kemur þar að auki við mörg svið húmanist- ískra fræðigreina. Vér fáumst aðallega við skýringar á Orði Guðs eins og það birtist oss í biblíunni, ásamt hliðargreinum Guðfræði, trúfræði, siðfræði, kirkjusögu og kennimannlegri guðfræði. Er því augljóst, að tími til félagsstarfa er frekar takmarkaður eins og með öðr- um stúdentum. Nú skal leitast við að segja frá, hvað þessi starfslami hópur gerir innan sinna vébanda utan námsins. Ajmæli Síðasta starfsár félagsins var hið fimmtánda í röðinni. Bar starfsemin þess dálítil merki. í tilefni af afmælinu var far- ið í ferðalag dagana 20. og 21. marz norður að Hólum. Kom- ið var víða við á leiðinni. Prestar og skólastjórar voru sóttir heim. Hvarvetna var tek- ið á móti oss með virktum. í för með guðfræðinemum var próf. dr. Þórir Kr. Þórðar- son, en hann var einmitt einn af stofnendum félagsins. frá stúdentum deildarinnar og prófessorum, svo og öðrum þeim, er ritnefnd leitar til hverju sinni. b) Blaðið er vettvangur albra guðfræðinema og tekur því ekki afstöðu til guðfræðilegra deilumála. Á hinn bóginn mun ágreiningsefni ekki sniðgengin í blaðinu, ef greinar viðkom- andi höfunda einkennast af hlutlægri málsmeðferð. Skal ritnefnd gæta þess, að fræðileg sjónarmið ráði. 4. Ritnefnd skipa þrír menn: — Ritstjóri og tveir ritnefndar- tök á að gefa út slíkt myndar- blað af eigin rammleik. Kirkju- ráð og Háskólaráð létu oss í té styrki, sem gerðu kleift að hefja útgáfu þess. Kunnum vér þessum aðilum beztu þakkir. Ritstjórn skipuðu: Heimir Steinsson, ritstjóri, Jón Ein- arsson og Sigurður Örn Stein- grímsson af hálfu stjórnar. Dr. Þórir Kr. Þórðarson prófessor var ráðunautur ritnefndar. Guð fræðinemar binda miklar von- ir við þetta blað. Þar fá þeir tækifæri til þess að koma rit- gerðum sínum á framfæri, en oft liggur mikil vinna að baki

x

Stúdentablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.