Stúdentablaðið - 01.12.1965, Blaðsíða 28
28
STÚDENTABLAÐ
ari nýbreytni, enda hefur það
löngum verið umkvörtunarefni,
hve litla samleið rússar í lækna
deild hafa virzt eiga með öðr-
um læknanemum í félaglífi og
starfi. —
F. 1. hefur nú í haust boðið
dr. Leo M. Smith, Director of
Medical Education við Stam-
ford Hospital í Connecticut í
Bandaríkjunum að halda fyrir-
lestur á vegum félagsins um
framhaldsnám í læknisfræði í
U. S. A. Dr. Smith fer í vetur
til Evrópu í kynningarferð á
vegum A. M. A. og hyggst koma
við hér á landi. Upphaflega
gerði hann ráð fyrir að eiga hér
stutta viðdvöl í nóvember eða
desember, en nú virðist sem
koma hans dragist nokkuð fram
yfir áramót. Bjarni Hannesson
cand. med., sem dvelst við nám
í Stamford, hefur annazt milli-
göngu í þessu máli. Það færist
nú stöðugt í vöxt, að íslenzkir
læknanemar haldi til fram-
haldsnáms til Bandaríkjanna
eftir kandidatspróf. Læknavís-
indi hafa tekið stórstígum fram-
förum þar í landi, enda mun
ekki fjár vant. Fræðslukerfi
þjóðarinnar er þó með alló-
venjulegu sniði frá sjónarmiði
íslendingsins, og á það ekki sízt
við um háskólanám. Nám við
Háskóla íslands er með svipuð-
um hætti og tíðkast með hin-
um Norðurlandaþjóðunum, eink
um Dönum, en þessar þjóðir
sniðu sína háskólaskipun í byrj-
un eftir Þjóðverjum. Gert er
ráð fyrir töluverðu frjálsræði
stúdenta til tímasóknar en litlu
valfrelsi um námsgreinar.
Fræðslukerfi Bandaríkjanna
hefur þróazt eftir ólíkum leið-
um, enda runnið frá Engilsöx-
um í upphafi. Þar í landi tíðk-
ast allstrangt aðhald kennara,
en nemendum gefst kostur á
fjölda valgreina innan hverrar
höfuðgreinar. Hér er því um að
ræða gerólíka uppbyggingu.
Þjóðfélagshættir í U. S. A. eru
einnig um flest frábrugðnir því,
sem við eigum að venjast. Koma
dr Smits ætti því að vera drjúg-
ur stuðningur þeim læknanem-
um og kandidötum, sem hyggja
á vesturför.
Ég ætla að lokum að drepa á
myndarlegan vísindaleiðangur,
sem hið nýstofnaða fulltrúaráð
Félags læknanema hefur í und-
irbúningi, þegar þetta er ritað.
Hugmyndin er að sækja heim
höfuðstað Norðurlands og skoða
sjúkrahús og annað, sem ætla
má, að læknanemum þyki for-
vitnilegast. Vísindaleiðangrar
eru orðnir ómissandi þáttur í fé-
lagslífi læknanema. Það er
gagnlegt að sjá sem flestar hlið-
ar á læknisstarfinu og lands-
byggðin hefur upp á sitthvað
fróðlegt að bjóða í þessu tilliti.
Síðast en ekki sízt eru þessar
ferðir ómetanlegt tæki til að
auka kynni meðal læknanema
innbyrðis.
Þórður Harðarson
stud. med.
Frá
Félagi
tannlækna-
nema
Tannlæknadeildin er ekki sjálf-
stæð sem deild innan háskól-
ans, heldur er hún undirdeild
læknadeildar. Prófessor við
deildina er aðeins einn. Tann-
læknadeildin var stofnuð árið
1945, en aðalhvatamaður að
stofnun hennar var próf. Jón
Sigtryggsson, en hann hefur
verið prófessor deildarinnar
frá upphafi, og er því sann-
kallaður faðir hennar. Á frum-
býlisárunum hafði deildin
aðsetur sitt í háskólabygging-
unni á efstu hæð og bjó við
mjög þröngan kost. Var því
tekið á leigu húsnæði í kjall-
ara landspítalans, og flutti
tannlæknadeildin starfsemi
sína þangað 1959, og þar hefur
hún orðið að hýrast síðan. Svo
virðist serrt háskólayíirvöldin
hafi þótt nóg að gert, við það
afrek sitt að stinga deildinni
þannig í kjallarann og nú
myndi vandamál hennar úr
sögunni um aldur og ævi, því
ekkert var gert til öflunar
framtíðarhúsnæðis deildinni
til handa, þrátt fyrir þá aug-
ljósu staðreynd, að starfsemi
deildarinnar yrði, mjög fljót-
lega of þröngur stakkur skor-
inn í þessu húsnæði. Sl. haust
var svo í algert óefni komið, og
neyddust forráðamenn lækna-
deildar til að loka algerlega
fyrir skráningu nemenda í
deildina, auk þess sem nauð-
synlegt varð að seinka tals-
verðum hluta nemenda meira
og minna í námi sínu, vegna
plássleysis í kjallaranum. Ekk-
ert raunhæft hefur enn verið
gert til að bjarga þessum mál-
um við, svo mér sé kunnugt.
Rætt hefur verið um, hvort
byggja skuli yfir deildina, en
slík bygging myndi lauslega á-
ætlað kosta 50 millj. króna og
taka langan tíma, eða taka
húsnæði á leigu, en með því
yrði bætt úr brýnustu þörf
deildarinnar, en aðeins um
stundarsakir, því að nauðsyn
nýrrar byggingar er augljós.
En hver ætti þá að greiða
kostnað við slíka byggingu?
Augljóst er að happdrættis-
gróðinn nær skammt til slíkra
stórframkvæmda, en ágóði af
því náði ekki 10 millj. króna á
sl. ári. í lögum um Háskóla ís-
lands er gert ráð fyrir því, að
happdrættiságóðinn eigi að
standa undir byggingarfram-
kvæmdum hans, en öllum er
nú ljóst að mikið vantar þar á
Þarf því nauðsynlega að breyta
þeim lögum hið fyrsta og skilst
mér að hér sé um að ræða
verkefni fyrir Alþingi að fjalla
um. En ég vil leggja á það ríka
áherzlu, að nauðsynlegt er, að
tannlæknadeild fái nú þegar
leyfi til þess að hefjast handa
með byggingarframkvæmdir
og einnig að fengið verði strax
viðunanlegt bráðabirgða hús-
næði undir starfsemi deildar-
innar meðan á byggingarfram-
kvæmdum stendur.
Þrátt fyrir að mörgu leyti
slæm skilyrði og fæð stúdenta
í tannlæknadeild hefur þróazt
þar tiltölulega öflug félagsstarf-
semi. Félag tannlæknanema
var stofnað 23. marz 1949, og
var fyrsti formaður þess Jó-
hann Finnsson, sem nú er dó-
sent við deildina. Fyrstu árin
var starfsemi félagsins lítil
vegna fæðar félagsmanna og
fjárhagsörðugleika, en hvort-
tveggja hefur staðið félaginu
mjög fyrir þrifum alla tíð. En
á síðustu árum hefur talsvert
líf færzt í félagsstarfsemina, og
er hún nú með öflugasta móti.
Á. ári hverju eru haldnir nokkr
ir fundir, þar sem rædd eru
félagsmál og fræðslumál. Hafa
þeir venjulega verið haldnir í
kennslustofum háskólans eða
í kaffistofunni. Árshátíð er
haldin á hverju ári og er hún
mjög vinsæll liður í starfsemi
félagsins og sótt jafnt af kenn-
urum sem nemendum. Kvik-
myndasýningar eru einnig af
og til, en mjög hefur renyzt
erfitt að afla kvikmynda um
tannlæknisfræðileg efni. Einn-
ig er farið í vísindaleiðangra
um nágrennið og skoðuð merk
mannvirki. Sl. haust var t. d.
farið á Akranes og skoðuð
Samentsverksmiðja ríkisins og
í nóvember sl. var skoðuð Ira-
fossvirkjunin.
Snar þáttur í starfsemi fé-
lagsins er útgáfa Harðjaxls, er
hóf göngu sína fyrir hálfu öðru
ári. Fyrst í stað var blaðið fjöl-
ritað, en nú er það prentað og
mjög vandað að öllum frá-
gangi. Áætlað er að út komi
fjögur blöð á ári. Utanfarir á
vegum félagsins eru orðnar
alltíðar, en því miður hefur
fjárskortur mjög hamlað þessa
starfsemi, og hefur félagið ekki
nema að mjög litlu leyti getað
greitt kostnað vegna þeirra, en
afganginn hafa félagsmenn orð-
ið að greiða úr eigin vasa. Á
þessu ári hafa 5 stúdentar far-
ið utan á vegum félagsins. Þrír
á þing og tveir í stúdentaskipti.
Félag tannlæknanema er að-
ili að tveimur millirikjasam-