Stúdentablaðið - 01.12.1965, Side 32
32
STÚDENTABLAÐ
OI.AAMMA
Háskólahátíð
Háskóli Islands var settur laug-
ardaginn 23. október og fór at-
höfnin að venju fram í Há-
skólabíó, að viðstöddu mörgu
stóivnenni. Rektor, prc;fessor
Ármann Snævarr flutti setning-
arræðu, auk þess sem hann á-
varpaði nýstúdenta og afhenti
háskólaborgarabréf. Af hálfu
nýstúdenta svaraði í þetta sinn
Eiríkur Guðnason, stud. oecon,
Laugarvatnsstúdent.
Strengjasveit undir stjórn
Björns Ólafssonar lék í upp-
hafi hátíðarinnar, Stúdentakór-
inn söng nokkur lög, og enn-
fremur söng Guðmundur Jóns-
son einsþng. I lok hátíðarinn-
ar var þjóðsöngurinn sunginn.
Hér fara á eftir nokkur atriði
úr ræðu rektors um kennaralið
háskólans, byggingarfram-
kvæmdir, gjafir og gesti svo og
nýstúdenta.
■ '' c-
Háskólakennarar
Skipaður hefur verið einn nýr
prófessor frá síðustu háskóla-
hátíð, dr. Jóhann Axelsson* í
lífeðlisfræði. Þá var dr. Ólafur
Bjarnason dósent settur próf-
essor í veikindaforföllum próf.
Níelsar Dungals. Dr. Vilhjálm-
ur Skúlason lyfjafræðingur var
ráðinn fastur kennari í lyfja-
fræði lyfsala, og Arinbjörn Kol-
beinsson læknir, hefur að nýju
verið ráðinn lektor í meina-
fræði. í sambandi við nýja
kennsluskipan í íslenzkum
fræðum, hafa verið ráðnir þar
tveir nýir lektorar, þeir cand.
mag. Andrés Björnsson í bók-
menntum og mag. art. Baldur
Jónsson í málfræði. Þá hefur
cand. mag. Helgi Guðmunds-
son verið ráðinn til þess að
annast íslenzkukennzlu fyrir
erlenda stúdenta í stað cand.
mag. Davíðs Erlingssonar. Á
síðastliðnu ári tók Jónas Thor-
arensen tannlækn. við kennslu
í tannlæknisfræðum og aðrir
nýir eða nýlegir kennarar í
Læknadeild eru læknarnir
Árni Björnsson, Baldur John-
sen, Jón Þorsteinsson, Kolbeinn
Kristófersson, Þórarinn Sveins-
son og Þorkell Jóhannesson,
svo og Guðjón Axelsson
tannlæknir. í efnafræði hafa
nýlega tekið við kennslustörf-
um efnafræðingarnir Bragi
Árnason, dr. Guðmundur Guð-
mundsson og Gunnlaugur Elí-
asson svo og Sigurður R. Guð-
mundsson efnaverkfræðingur.
í meinafræði hefur Jónas Hall-
grímsson tekið við kennslu-
starfi. í viðskiptadeild eru ný-
ir eða nýlegir kennarar, frú
Steinunn Einarsdóttir B. A.,
dr. Alan Bucher, Jón E. Þor-
láksson cand. act. og Valdimar
Hergeirsson cand, oecon. I verk-
fræðideild hafa nýlega hafið
kennslu Björn Kristinsson cand
polyt, Bragi Árnason efnaverk-
fræðingur og Guðmundur
Björnsson verkfræðingur, Har-
aldur Ágústsson teiknikennari,
Helgi Sigvaldason lic. techn.,
dr. Oddur Benediktsson, Páll
Theodórsson eðlifræðingur og
Þórir Einarsson cand. oecon. —
Ennfremur þeir Jóhannes Guð-
mundsson verkfræðingur og
Svein’ojörn Björnsson eðlis-
fræðingur.
Bandaríski sendikennarinn
prófessor Paul Taylor hefur
látið af starfi hér eftir 3 miss-
eri og við hefur tekið prófess-
or Ralph Curry. Þá hefur
danski sendikennarinn, Laurs
Djörup, látið af störfum. 1 hans
stað hefur verið skipaður Preb-
en Meulengrath Sörensen, sem
tekur við starfi 1. febrúar næst-
komandi, en til jóla kennir í
hans stað stud. mag Thorkild
Damsgárd-Olsen.
Við háskólann starfa nú alls
41 prófessor, 27 dósentar, 9
lektorar og 29 aðrir aukakenn-
arar.
Byggingarframkvœmdir
Byggingu húss yfir Raunvís-
indastofnun Háskóla íslands
hefur miðað svo vel, að álit-
ið er að unnt verði að flytja í
bygginguna á fyrri hluta næsta
árs. Lokið er að mestu teikn-
ingum á handritahúsinu, sem
háskólinn og handritastofnunin
hyggjast reisa sameiginlega á
lóð milli Nýja Garðs og háskól-
ans. Húsið á að verða 600 ferm.
á 4 hæðum.
Gjafir og gestir
Vesturþýzki vísindasjóðurinn
gaf háskólanum mikla bóka-
gjöf 1. desember síðastliðinn.
Þá hefur sjóðstjórn Háskóla-
sjciðs, hf. Eimskipafélags ís-
lands, afhent háskólanum 50
þúsund krónur að gjöf. Við
andlát prófessors Alexanders
Jóhannessonar beitti háskóla-
ráð sér fyrir stofnun minning-
arsjóðs um rektor. Sjóðnum
hafa borizt margar ágætar gjaf-
ir. Gjöfum er veitt móttaka á
skrifstofu háskólans.
Þá gáfu erfingjar Skúla Han-
sens, tannlæknis, háskólanum
hið geypiverðmæta hljómplötu-
safn hans. Er það nú varðveitt
á Háskólabókasafninu og er
vonandi að háskólakennarar og
stúdentar fái von bráðar að
njóta góðs af þessari einstöku
rausnargjöf.
Á árinu hafa alls 15 gestir
heimsótt skólann og haldið alls
30 fyrirlestra.
Nýstúdentar
Alls innrituðust til náms í
haust 324 stúdentar þar af 29
erlendir stúdentar. Nýstúdent-
ar skiptast þannig. guðfræði 6,
læknisfræði 52, lyfjafræði 5,
tannlækningar 0, lögfræði 38,
B. A. 72 (þar með teljast ísl.
fræði), heimspeki 62, íslenzka
fyrir erlenda stúdenta 26, verk
fræði 34 og viðskiptafræði 29.
Alls eru skráðir 1116 stúdent-
ar. Á síðastliðnu ári tóku loka-
próf við H. í. 70 kanditatar,
þar af 8 konur.
I vor útskrifuðust hérlendis
310 stúdentar eða 9,5G af 20
ára aldursflokknum, sem er
snöggtum lægri hlutfallstala
en á hinum Norðurlöndunum.
Rússagildi
Stúdentafél. Háskólans gekkst
fyrir rússagildi fimmtudaginn
14. október í Sigtúni. Magister
bibendi var cand. mag. Jónas
Kristjánsson, en ræðu kvölds-
ins flutti cand. jur. Gestur Páls-
son. Kristinn Jóhannesson, stud.
mag. ávarpaði nýstúdenta, en
af þeirra hálfu svaraði Sigurð-
ur Guðmundsson stud. theol, og