Stúdentablaðið - 01.12.1965, Page 33
STÚDENTABLAÐ
33
töluðu báðir í ljóðum. Þeir sem
gleggst vita telja að samkom-
an hafi heppnazt allvel, en að
endingu var stigin dans.
Aðrir fagnaðir
Áttadagsgleði var haldin á ný-
ársnótt í kjallara Háskólabíós.
Formaður gleðinefndar var Sig
urður Björnsson stud. med. —
Gleðin þótti heppnast með á-
gætum. Sumarfagnaður fór
fram á Hótel Borg að kvöldi
síðasta vetrardags, 21. apríl.
Þar unnu sunnanmenn norðan-
menn léttilega í spurningar-
keppni er Friðrik Sophusson
stjórnaði. Heimir Pálsson heils-
aði sumri og Ómar Ragnarsson
skemmti. Áður um kvöldið
höfðu háskólastúdentar séð um
dagskrá í Ríkisútvarpinu að
vanda. Vetrarfagnaður stúd-
enta fór fram að Hótel Borg 1.
vetrardag 23. október síðastlið-
inn og var sem sumarfagnaður-
inn og jólagleði, haldinn af
f j áröf lunarnef nd félagsheimilis
stúdenta. Jón E. Ragnarsson
stud. jur. fagnaði vetri og Erl-
ingur Vigfússon og Jón B.
Gunnlaugsson skemmtu. Með-
al annarra stúdentafagnaða á
árinu má nefna árshátíð garð-
anna, svo og tvö garðsböll í
febrúar og marz.
Bókmenntakynningar og
málfundir
Hinn 13. apríl síðastliðinn
gekkst bókmenntakynningar-
nefnd fyrir kynningu í setu-
stofu Gamla Garðs. Var þar
kynntur veraldlegur kveðskap-
ur Hallgríms Péturssonar.
Málfundanefnd gekkst fyrir
almennum umræðufundi um
leikhúsmál í Sigtúni, 22. nóv-
ember ’64. Höfðu þar framsögu
leikhússtjórarnir Guðlaugur
Rósinkrans og Sveinn Einars-
son, svo og Þorleifur Hauksson
stud. mag. Umræður urðu
mjög fjörugar og skemmtileg-
ar.
Hinn 1. apríl gekkst mál-
fundanefnd í samvinnu við
Stúdentafélag Reykjavíkur fyr-
ir almennum fundi um stór-
iðju og erlent fjármagn, að
Hótel Borg. Framsögu höfðu
þeir ritstjórarnir Eyjólfur K.
Jónsson og Magnús Kjartans-
son. Umræður urðu fjörugar,
en þó furðu málefnalegar. Var
fundurinn mjög vel sóttur.
Almennir stúdentafundir
Skilafundur fráfarandi stúd-
entaráðs fór fram 5. marz.
Fluttu þar Auðólfur Gunnars-
son stud. med. fráfarandi for-
maður og Geir Gunnlaugsson
stud. polyt. fráfarandi gjaldkeri
skýrslu sína.
Almennur stúdentafundur
var haldinn 12. marz og var
sá mun fjölsóttari. Hafði Jón
E. Ragnarsson framsögu um
utanríkismál, en Már Péturs-
son um mögulegar fjáröflunar-
leiðir til hins fyrirhugaða fé-
lagsheimilis. Skemmtilegar um-
ræður urðu. Þá var og almenn-
ur stúdentafundur 13. október
síðastliðin til þess að kjósa í
nefndir þær, er annast skyldu
hátíðahöld stúdenta 1. desem-
ber og útgátfu stúdentablaðs
sama dag. Fullt samkomulag
náðist um kiör fulltrúa í báð-
ar nefndir. Hátíðanefnd skipa;
formaður Aðalsteinn Eiríksson
stud. theol., Friðrik Sophusson
stud. jur., Sverrir Kristjánsson
stud. oecon., Páll Þórðarson.
stud jur. og Björn Þorsteinsson
stud. philol.
Stúdentakórinn
Starfsemi Stúdentakórsins er
nú með blómlegasta móti. Á
skírdag í vor, hélt kórinn söng-
skemmtun í Sigtúni, við góðar
undirtektir. Ennfremur söng
kórinn á háskólahátíðinni. —
Þessi blómlega starfsemi kórs-
ins hlýtur að vera öllum gleði-
efni. og er vonandi að hún eigi
eftir að bera ríkulegan ávöxt.
Fyrirlestrar
í nóvember ’64 hófst fyrirlestr-
arhald fyrir almenning á veg-
um stúdentaráðs. Fyrst flutti
Hörður Ágústsson listmálari 3
fyrirlestra um sögu íslenzkrar
byggingarlistar. Síðari hluta
vetrar flutti Tómas Helgason
prófessor fyrirlestur um geð-
sjúkdóma á íslandi, Sveinn
Einarsson leikhússtjóri um
helgileika og herranætur,
Björn Th. Björnsson listfræð-
ingur um íslenzka myndlist og
Sigurbjörn Einarsson biskup
um trú og vísindi. Föstudaginn
5. nóvember síðastliðinn flutti
Þórhallur Vilmundarson próf-
essor fyrirlestur um hið svo-
kallaða Yale-kort. Gagnrýndi
hann vinnubrögð þeirra Yale-
manna er um kortið höfðu
fjallað, en taldi þó fund þess
hinn merkilegasta.
Fyrirlestrar þessir hafa að
jafnaði verið haldnir í I.
kennslustofu Háskólans og oft-
ast verið afar fjölsóttir. Þá má
í þessu sambandi nefna fund
þann, er stúdentaráð gekkst
fyrir í nóvember síðastliðnum,
um efnið Háskóli Islands. Sá
fundur fór fram í hátíðarsaln-
um og var mjög fjölsóttur. —
Framsögumenn voru; dr. Gylfi
Þ. Gíslason menntamálaráð-
herra, Ólafur Johannesson próf
essor, Ólafur Björnsson prófess-
or og Ingi R. Helgason lögfræð-
ingur. Að framsöguræðum
loknum svöruðu frummælend-
ur fyrirspurnum fundarmanna.
Erlent Stúdentasamstarf
I apríl í vor sótti Helgi Guð-
mundsson stud. jur. stúdenta-
seminar í Stradsburgh, — og
Sigurður Björnsson stud. med.
þáði fyrir Islands hönd heim-
boð til júgoslavneskra stúd-
enta. Halldór Gunnarsson þáði
fyrir hönd S. H. I. boð til Osló,
á þjóðhátíðardegi Norðmanna,
17. maí síðastliðinn. Þá er nú
Karl F. Garðarsson í ferð um
Bandaríkin, en utanríkisráðu-
neytið í Washington bauð nú
í haust einum íslenzkum stúd-
entaleiðtoga í IV2 mánaðar
kynnisferð þangað vestur. For-
mannaráðstefna Norrænu stúd-
entasamtakanna var haldin í
Kongsberg í Noregi 2.—4. maí
síðastliðinn. Fyrir Islands hönd
sóttu hana Vésteinn Ólason og
Gunnar Sigurðsson.
Síðari formannaráðstefnan
var haldinn í Oulu í Norður-
Finnlandi, dagana 1.—3. nóv-
ember. Hana sóttu fyrir hönd
S. H. I. Björn Teitsson stud.
mag., Helgi Guðmundsson stud
jur. og Gunnar Benediktsson
teknolog, sem nemur í Stokk-
hólmi.
Skipulagsbreytingar
Sunnudaginn 17. október síð-
astliðinn var haldin á Gamla
Garði ráðstefna um breyting-
ar á stjórnarmálefnum stúd-
enta. Til ráðstefnunnar voru
boðaðir rúmlega 30 fulltrúar.
Ráðstefnan féllst í höfuðatrið-
um á frumdrög þau sem 3
manna nefnd skipuð af stúd-
entaráði hafði gert. Nú hefur
stúdentaráð skipað aðra þriggja
manna nefnd til þess að gera
formlegar tillögur til lagabreyt-
inga. Mjög víðtækar breyting-
ar eru fyrirhugaðar.
Núverandi formenn norrœnu stúdentasambandanna fimm. Fró vinstri: Carl-Olaf Homén
(Finnland) standandi, Björn Teitsson (Island), Ove Junl Jorgensen (Danmörk), Curt Ivarsson
(Svíþjóð) og Sigurd Cjulbrandsen (Noregur). Myndin er tekin ó formannaróðstefnunni í
Oulu.