Stúdentablaðið

Årgang

Stúdentablaðið - 01.12.1965, Side 35

Stúdentablaðið - 01.12.1965, Side 35
STÚDENTABLAÐ 35 Hvað réði vali þínu? Hvað réði vali þínu? BIRNA ÓLAFSDÓTTIR, stud. polyt. Þessari spurningu er erfitt að svara að fullu. Valið á sér margþættari tildrög og er til- viljunarkenndara en maður gerir sér grein fyrir i fljótu bragði. En í stórum dráttum er það um mig að segja, að helzt var það áhugi á raunvísindagrein- um, sem réði innritun minni í verkfræðideildina. Það var sem sagt ekki áhugi á starfi sem verkfræðingur, sem réði vali mínu, (enda hef ég kynnst því að mjög takmörkuðu leyti) heldur áhugi á sjálfu námsefn- inu, sem deildin gefur mönn- um kost á að kynnast. 'Ég get því ekki sagt, að ég stefni ein- huga að verkfræðingstakmark- inu, heldur hinu að reyna að öðlast meiri þekkingu á stærð- fræði- og eðlisfræðigreinunum, og mun ég fást við þær grein- ar til að byrja með og sjá hvað setur. Því hefur oft verið haldið fram, að kvenfólk sé lítt gef- ið til raunvísindaiðkana eða að minnsta kosti ekki til jafns við karlmenn. Finnst mér þær full yrðingar á nokkuð hæpnum rökum reistar, en ekki erl á- stæða að ræða það nánar hér. En hitt er víst, að þörf þjóðfé- lagsins fyrir menntað fólk á LÁRA INGIBJÖRG ÓLAFSDÓTTIR, stud. odont. Enn hef ég ekki getað hafið það nám, sem ég hyggst leggja stund á, þ. e. tannlæknanám. Ég hef lengi haft áhuga á tann- lækningum og tel það geta ver ið mjög skemmtilegt starf á margan hátt. Fyrst og fremst tel ég skemmtilegt að fást við mannfólkið, og einnig er mjög hagkvæmt fyrir kvenfólk að geta unnið þann hluta dags, sem hverri hentar bezt, og held ég að rík skilyrði séu til þess fyrir tannlækna. Þegar ég sótti um inngöngu í tannlæknadeild í haust hafði ég ekki frekar en aðrir hug- mynd um, hve margir yrðu teknir inn í deildina, en bjóst alls ekki við því, sem nú er komið á daginn, þar eð mikið hefur verið rætt um eflingu þessarar deildar. Haustið 1964 voru teknir 14 nýir nemendur inn í deildina, og um það leyti einnig gefin góð fyrirheit um allverulega fjölgun nýrra nem- enda í deildina á næstu árum. Því var það mikið reiðarslag, þegar ég fékk þær upplýsingar seinni hluta dags hinn 23. sept- ember sl., réttri viku áður en kennsla hófst í H. í., að enginn yrði tekinn inn í tannlækning- ar á fyrsta ári. Þá var orðið of seint að athuga möguleika á ÓLAFUR H. ODDSSON, stud. med. Ég var í 4. bekk menntaskóla, er ég fór að hugsa alvarlega um að verða læknir. Háleitir draumar hafa sennilega ráðið úrslitum um ákvörðun mína þá. Hvað sem því viðvíkur, þá urðu íhuganir mínar að föst- um ásetningi. Hef ég nú einskis að iðrast, enda þótt mörgu sé öðruvísi varið en ég upphaf- lega bjóst við. Læknisfræði er, að mínu á- liti, sú grein, sem einna helzt krefst geysimikillar vinnu, en sem jafnframt gefur mikið í aðra hönd af auðæfum, er ekki verða metin til fjár. Stöðug tengsl læknis við mannlega baráttu lífs og dauða ættu að veita þá fullnægingu í lífinu, sem hver maður hlýtur að leita að. Enginn verður óbarinn bisk up. En jafnframt er augljóst, að sérhver, sem ósérhlífinn leggur á sig mikið erfiði, upp- sker ríkulega. Stórstígar fram- farir á sviði læknisfræði hafa orðið til þess, að hún er nú orðin umfangsmikil vísinda- grein, sem í senn krefst ein- lægrar ástundunar og þolin- mæði af þeim er hana nema. Það eina sem ég varð að ganga úr skugga um hjá sjálfum mér áður en ég hóf námið var það, hvort þetta væri fyrir hendi

x

Stúdentablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.