Stúdentablaðið

Ukioqatigiit

Stúdentablaðið - 01.12.1965, Qupperneq 36

Stúdentablaðið - 01.12.1965, Qupperneq 36
36 STÚDENTABLAÐ SIGURÐUR SIGURÐSSON, stud. theol. þörfum. Varasamt er því að elta aldarandann. Brezki rithöfund- urinn Ceresterton lýsir þessu mjög vel í eftirfarandi setning- um: It is always esayest to let the age have its head, the difficult thing is to keep ones own. It is always easy to be a modernist, as it is easy to be a snob.“ Við skulum minnast þess, að í menn- ingunni gegnum aldirnar, eins og í messunni gegnum kirkju- árið, er ordinarium og einnig lið- ir, sem aðeins eru proprium de tempore. Kristur og kirkja hans hafa ætíð átt sér sama markmið, þess vegna tel ég að kirkjan geti haft varanleg bætandi áhrif á þann heim, sem við lifum í auk þess að í Kristi er leið hvers ein- staklings til eilífs hjálpræðis. Ef það er satt sem sumir segja, að okkar öld sé ómóttækilegri en aðrar fyrir kenningu Krists þá er þörfin meiri fyrir boðun fagn- aðarerindisins. Þess vegna ætla ég að búa mig til þessarar þjón- ustu við Guð og menn, því að ég veit að sá boðskapur, sem er heiðingjunum heimska og Gyð- ingum til hneikslunar, er þeim sem trúa til eilífs hjálpræðis, eins og skrifað er. Ég vona að Guð gefi mér karlmennsku, styrk og trúfesti til að standa við þessa fyrirætlun mína og halda boð hans. SVERRIR KRISTINSSON, stud. jur. heimsskútunni. Á þessu sviði álít ég að lög og réttur séu það raunhæfasta, sem komið getur að haldi. Ef vilji er fyrir hendi, má áreiðanlega hagnýta þær leiðir, sem lög og réttur geta í té látið, til þess að greiða úr flestum ágreiningsmálum þjóða í millum jafnt sem innan þjóð- félagsheilda. HELGI ÞORLÁKSSON, stud. mag. sú hætta vofir yfir þeim er þessi fræði stundar, að hann endi sem lífsleiður kennari í einhverjum gagnfræðaskóla. Afstaða hins gamla manns sem á var minnzt er skiljan- leg. Hins vegar virðast fram- tíðarhorfur þeirra, er íslenzk fræði stunda betri nú en áð- ur var. Skilningur hins opin- bera á nauðsyn rannsókna á þessu sviði fer vaxandi. Víst er um það að verkefnin skortir ekki. Enda þótt ég geri mér ekki ljóst hvaða störf bíða mín að námi loknu, tel ég óvissu um framtíðina ástæðulitla. Hvað sem öðru líður, skiptir það þó mestu máli, að nám í íslenzkum fræðum veitir mjög góða menntun. Er það ekki einmitt góð menntun, sem menn eiga að sækjast eftir í háskóla? ARNAR FRIÐRIKSSON, stud. oecon. varðar, held ég að kandidatar í viðskiptafræðum séu allvel settir. Það fer varla milli mála og er líklega flestum kunnugt, hve efnahagsmál gegna mikil- vægu hlutverki í nútíma þjóð- félagi og fer það hlutverk þeirra stöðugt vaxandi, er tím- ar líða. Þess vegna kallar þjóð- félagið á akademiskt menntaða menn til starfa í æ ríkari mæli. Að mínu áliti eru þessi mál í deiglunni hér á Islandi og þess vegna óþrjótandi verkefni framundan. Sem dæmi má nefna, hve gífurlega viðamiklar rannsóknir þurfa að fara fram varðandi það, hvort ísland t. d. ætti að gerast aðili að annarri hinna tveggja viðskiptaheilda V-Evrópu eða eitthvað því um líkt. Margar ákvarðanir liggja í höndum komandi kynslóðar og er því ábyrgð okkar mikil Vonast ég til að geta stuðlað að því, að þær ákvarðanir, sem teknar kunni að verða í fram- tíðinni um þessi vandamál, verði okkur Islendingum til góðs. Er það von mín, að með slíku námi, sem viðskiptafræði nám er, öðlist nemandinn þann skilning og þá þekkingu í sinni grein, að honum beri gæfa til að taka sem réttastar ákvarð- anir í þessum efnum. Eftir rúmlega eins mánaðar nám held ég, að þessi von mín ræt- ist og er það vel. BIRNA ÓLAFSDÓTTIR, siud. polyt. raunvísándasviðunum er svo mikil, að það mun í náinni framtíð taka fegins hendi við hverjum þeim skerfi, sem fram verður lagður á þeim sviðum hvort heldur af karli eður konu. LÁRA INGIBJÖRG ÓLAFSDÓTTIR, stud. odont. námi erlendis, enda ekki fjár- magn til reiðu. Hvað var þá til ráða? Eftir upplýsingum ráðamanna skólans var þýð- ingarlaust að láta innritast í læknadeild og læra efnafræði, sem er aðalnámsgrein tann- lækna- og læknanema á fyrsta ári, þar sem engin vissa væri fyrir að tannlæknadeild yrði starfrækt næsta háskólaár. — Hvernig er hægt að afsaka gjörðir háskólans í þessu máli? Hver trúir því, að einn fundur læknadeildarinnar, viku áður en kennsla á að hefjast, hafi algjörlega mótað þessa stefnu? Hefði ekki verið hægt að halda þennan fund nokkrum mánuð- um fyrr, til þess að spara þeim tuttugu stúdentum, sem sóttu um inngöngu í deildina að sækja um og gefa þeim betri tíma til að hugsa um hvernig þeir ættu að verja vetrinum? Að lokum vil ég beina því til háskólans, að ráða verði sem allra fyrst bót á þessu máli, svo að þessi vetur fari ekki algjörlega forgörðum. ÓLAFUR H. ODDSSON, stud. med. hjá mér. Um hæfileikana fæst úr skorið að ári liðnu. Atvinnumöguleikar virðast ótakmarkaðir. Ef ekki er skort- ur á læknum í borgum og bæj- um, vantar þá örugglega í landsbyggðinni. Góð lífskjör eru nokkurn veginn tryggð, og enda þótt líta megi á starf- ið sem 24 tíma vakt á dægri hverju, þá ætti það að vera sérstaklega þroskandi og á- nægjurík vaktavinna að styðja sjúka til sjálfsbjargar.

x

Stúdentablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.