Fréttablaðið - 26.09.2009, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 26.09.2009, Blaðsíða 12
12 26. september 2009 LAUGARDAGUR greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRI: Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Jón Kaldal jk@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 SPOTTIÐ AF KÖGUNARHÓLI ÞORSTEINS PÁLSSONAR Á rið 1906 sendi bandaríski sósíalistinn Upton Sinclair frá sér skáldsöguna Frumskóginn (e. The Jungle). Í henni segir af ömurlegum lífsaðstæðum innflytjenda úr verkamannastétt í kjötiðnaðarverksmiðjum Chicago. Þótt verkið sé í dag flestum gleymt voru áhrif þess á sínum tíma geysimikil. Hér á landi urðu til dæmis þeir Þórbergur Þórðarson og Halldór Laxness fyrir miklum áhrifum af Frumskóginum, eins og glöggt má sjá í Bréfi til Láru og Sjálfstæðu fólki. Undir lok bókarinnar lætur Sinclair eina aukapersónuna útskýra fyrirkomulagið í hinu fyrirheitna ríki sósíalismans. Þar mun hver iðja það sem honum sýnist og fá fyrir mannsæmandi laun. Fullt launajafnrétti kæmi þó ekki til álita. Hæstu launin hlytu nefnilega þeir að fá sem ynnu erfiðustu, einhæfustu og leiðinlegustu verkamannavinnuna. Hinir, sem veldu sér til dæmis það hlutskipti að stjórna samfélaginu eða semja ljóð og skáldsögur, fengju góða umbun með því að fá að vinna gefandi starf og þyrftu því minna í launaumslagið. Fæstir jafnaðarmenn hafa þorað að ganga jafn langt og Upton Sinclair í hugmyndum sínum um hvernig skipta skuli auðæfum í samfélaginu. Engu síður hefur það lengi fylgt vinstrimönnum að telja það æskilegt að leiðtogar samfélagsins deili sem mest kjörum með almenningi. Þannig þótti það löngum sjálfsagt að ráð- herrar breska Verkamannaflokksins sendu börn sín í ríkisskóla í stað einkaskóla. Og á Norðurlöndum stærðu jafnaðarmenn sig af því ef leiðtogar þeirra ferðuðust með almenningsfarartækjum og bjuggu látlaust. Í ljósi þessarar hefðar skýtur skökku við sú áhersla sem sitj- andi ríkisstjórn hefur lagt á að engir starfsmenn ríkisins skuli vera á hærri launum en forsætisráðherra. Engin skynsamleg rök hafa verið færð fyrir þessari stefnu önnur en sú hugmynd að sá sem sitji „á toppnum“ eigi að fá mest. Hér er í raun á ferðinni sama hugmyndafræði og átti svo stóran þátt í efnahagshruninu á síðasta ári. Ofurlaun og fráleitar bónusgreiðslur voru einmitt réttlættar með því hversu gríðarlega ábyrgðarmikil stjórnenda- störfin væru. Ein birtingarmynd þessarar firru var þegar banka- stjórar Seðlabankans útskýrðu um árið að þeir hefðu hreinlega neyðst til þess að þiggja kauphækkun til þess að unnt væri að greiða undirmönnum þeirra samkeppnisfær laun! Vissulega er það rétt að laun sumra starfsmanna ríkisins eru of há. Þegar valið stendur á milli þess að þurfa að segja upp fólki á lægstu töxtum eða lækka greiðslurnar til hálaunastarfsmanna ríkisins er ekki erfitt að taka ákvörðun. En þá ætti ríkisstjórnin líka að nálgast málið úr þeirri áttinni. Hæstu laun má lækka með vísun til kjara og starfsöryggis þeirra lægst launuðu. Að leggja áherslu á að forsætisráðherra sé leiðtoginn og eigi því að fá hæstu launin er hins vegar málflutningur sem er ekki vinstrimönnum bjóðandi. Það ætti þvert á móti að vera hugsjón íslenskra sósíaldemókrata og sósíalista að skapa samfélag þar sem forsætisráðherrann fær ekki mest í sinn hlut. Launakjör ríkisstarfsmanna: Frumskógar- lögmálinu hafnað STEFÁN PÁLSSON SKRIFAR Í þessari viku fengu landsmenn enn eina staðfestingu á að óbreytt peningastefna getur ekki verið undirstaða endur- reisnarinnar. Í næstu viku verða síðan kynntar niðurstöður um þrjá aðra prófsteina endurreisnarinnar: Orkunýtingaráformin, eignarhald á bönkunum og ríkisfjármálin. Markviss og skýr orkunýtingar- stefna mun ráða úrslitum um nýja verðmætasköpun og hagvöxt. Pólitíski vandinn er sá að innan stjórnarflokkanna er það aðeins annar hluti Samfylkingarinnar sem styður lífsnauðsynlega uppbyggingar- stefnu á þessu sviði. Hinn hlutinn og VG gera allt sem í þeirra valdi stendur til að hindra þau áform. Í fyrra ákvað þáverandi umhverfis- ráðherra Samfylkingarinnar heildarumhverfismat vegna álvers v ið Húsaví k og nauðsyn- legra virkjana. Þetta var gert til að tefja fram- kvæmdir og byggja brú yfir til VG. Í þessari ríkisstjórn er það fjármálaráð- herra sem leggur línurnar í orku- nýtingarmálum með setu í sérstakri ráðherranefnd um þau mál. Nú dugar hugmyndin um sameigin- legt umhverfismat ekki lengur til að tefja. Þá er sett fram sú kenning að hefja þurfi að nýju leit að öðrum fjárfestingarkostum en þeim sem næst stendur og líklegastur er eins og sakir standa að leiði til athafna og heildar umhverfis matið gerir ráð fyrir. Iðnaðarráðherrann sem virð- ist hafa skilning á mikilvægi máls- ins á ekki annarra kosta völ en að bergmála nýjasta boðskap VG um tafaleiðir. Þegar línur eru ekki skýrar í máli af þessari stærðargráðu aðeins örfáum dögum áður en endur- nýja þarf gildandi viljayfirlýsingu um framkvæmdir er það fyrst og fremst til marks um málefnalega stjórnarkreppu. Sú málamiðlun stjórnarflokkanna sem kynnt verð- ur í næstu viku mun hafa afgerandi áhrif á endurreisnarmöguleikana. Það átakanlega er að í stað skýrr- ar stefnu skuli fólkið í landinu þurfa að horfa upp á langvarandi innbyrð- is þref um jafn brýnt framfaramál. Þingmeirihlutinn fyrir framförum á þessu sviði virkar ekki vegna stjórnarmynstursins. Prófsteinn í orkunýtingarmálum Í næstu viku ræðst hvernig fer með framtíðareignarhald á tveimur þeirra banka sem féllu fyrir ári. Þeir fóru þá undir stjórn ríkisins en eignarhaldið hefur verið í lausu lofti. Kostirnir eru tveir: Að þeir verði eign kröfuhafanna eða ríkisins. Skilanefnd ríkis valdsins tekur endanlega ákvörðun þar um. Sagt er að þessir kostir eigi að vera jafn gildir gagnvart kröfuhöfunum. Það skal ekki vefengt. En þeir geta á hinn bóginn haft afar mismunandi áhrif á endurreisn efnahagslífsins. Yfirtaka ríkisins mun af mörgum ástæðum veikja endurreisnar- möguleikana. Fari svo verða bank- arnir óhjákvæmilega tengdir lánshæfismati ríkissjóðs. Mögu- leikar þeirra til fjármagnsöflunar á alþjóðamörkuðum verða þrengri en ella. Geta þeirra til að þjónusta atvinnufyrirtækin og almenning verður að sama skapi minni. Hættan á nýju bankahruni vex ef þessi kost- ur verður ofan á. Í hinum kostinum er fólgin marg- vísleg óvissa. Til að mynda hefur ekki verið upplýst hverjir kröfu- hafarnir eru. Trúlega er það vand- kvæðum bundið vegna stöðugra breytinga. Hagsmunir kröfuhafanna eru hins vegar augljóslega þeir að atvinnulífið á Íslandi blómstri á ný og bankarnir verði vel reknir. Þessi leið er ekki áhættulaus. Því fer fjarri. Það eru hins vegar meiri líkur á að hún stuðli að skjótvirk- ari endurreisn fjármálastarfsem- innar og atvinnulífsins en ríkis- væðingin. Fjármálaráðherra hefur ekki útilokað þennan kost. Skýrt markmið ríkisstjórnarinnar hefur þó ekki legið fyrir. Það er veikleiki. Niðurstaðan í næstu viku verður afdrifarík fyrir framhaldið. Það er þingmeirihluti fyrir eignaraðild kröfuhafanna. Prófsteinn í bankamálum Viðbrögð Alþýðusambands-ins og Samtaka atvinnu-lífsins við vaxtaákvörð-un Seðlabankans sýna þá blindgötu sem peningamálastjórn- in er í. Hún byggir nú á nákvæm- lega sömu sjónarmiðum og þær ákvarðanir á þessu sviði sem með öðru leiddu til hrunsins. Það byrj- aði með falli krónunnar. Kreppan stafar meir frá gengisfallinu en bankafallinu. Að því mun auðvitað koma að vextirnir lækka. Gallinn er sá að nú eins og fyrir hrun getur banka- stjórn Seðlabankans ekki sýnt fram á að unnt sé að ná viðvar- andi stöðugleika án hafta. Í því er engin framtíð. Endurreisn efna- hagslífsins byggist á því að fyrir- tæki og almenningur eigi kost á samkeppnishæfum lánskjörum og sambærilegum stöðugleika við það sem gerist og gengur í helstu viðskiptalöndunum. Á þetta hafa stjórnarflokkarnir í grundvallaratriðum ólíka fram- tíðarsýn. Báðir stjórnarandstöðu- flokkarnir leika tveimur skjöldum. Að öllu óbreyttu er það því fram- tíðarsýn VG sem mun ráða þróun peningamálanna. Hlutleysi stjórnar- andstöðunnar útilokar meirihluta- myndun um aðra kosti. Þannig styrkir hún peningamálastefnu VG. Niðurskurður og tekjuöflun eru óhjákvæmilegir fylgifiskar endur- reisnar ríkisfjármálanna. Álita- efnið er bara hvort þær ráðstafanir verði gerðar með það að markmiði að draga sem minnst úr umsvif- um einstaklinga og sóknarfærum atvinnulífsins. Fjárlagafrumvarpið sem fram kemur í næstu viku mun varða veginn í þeim efnum. Fróðlegt verður að sjá hvort stjórnarandstaðan teflir fram nýjum málefnalegum kostum í þessum efnum sem aukið gætu líkur á meiri miðjupólitík en vinstri stjórnin hefur kynnt fram til þessa. Samstaða á miðjunni er það sem þjóðin þarf núna. Prófsteinar í peninga- og ríkisfjármálum ÞORSTEINN PÁLSSON Holl mjólk hraustir krakkar Á alþjóðlega skólamjólkurdeginum, 30. september, býður Mjólkur- samsalan öllum 50.000 grunnskólabörnum landsins upp á mjólk í skól- unum. Með deginum vill íslenskur mjólkuriðnaður vekja athygli barna, foreldra og starfsfólks skólanna á mikilvægi mjólkur í fæði barnanna. Mjólk er góð!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.