Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.09.2009, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 26.09.2009, Qupperneq 16
16 26. september 2009 LAUGARDAGUR É g hitti Gunnar í Krossin- um. Þetta er mikil miðstöð í Hlíðarsmáranum í Kópa- vogi. Þegar húsnæðið var tekið hér í notkun árið 1995 var þetta eitt fárra húsa á svæðinu. Gunnar segir mér að starf- semi Krossins hafi byrjað árið 1979 og að hann hafi alltaf verið forstöðu- maður safnaðarins. Hann sýnir mér húsakynnin og ég passa mig á að segja ekki að þau séu „helvíti flott“. Auðvelt að vera sannfærður „Við leggjum mikið upp úr tónlistar- lífinu hérna,“ segir Gunnar og dregur plastábreiðu ofan af forláta hljóð mixer í salnum. Hann bendir: „Það eru sex kamerur hérna í loftinu til að taka upp predikanir.“ Krossinn er í nánu samstarfi við Omega, en ég horfi aldrei því ég er heiðingi. Ég er ekki kominn til að frelsast (þótt Gunnar hafi sagt í gríni að hann myndi hafa laugina tilbúna þegar ég kæmi), og ég er ekki kom- inn til að rökræða trúmál við Gunnar. Enda algjörlega vonlaust, bæði vegna þess að mér hundleiðast rökræður um trúmál og svo er erfitt að ímynda sér sannfærðari mann en Gunnar. Er aldrei erfitt að vera svona rosalega sannfærður? spyr ég hann þegar við erum sestir inn á kontór. „Nei, það er akkúrat hið öndverða. Það er þægileg staða,“ svarar Gunnar. „Menn draga bara fram heilaga ritn- ingu og þar er endanlegur sannleikur. Það gefur augaleið að það er þægileg staða í heimi sem er fullur af spurning- um og óvissu. Það er engu líkt.“ Eigum ekki orð yfir ástandið Eilífðarmálin sækja stundum á mig. Ég spyr Gunnar hvernig honum verði innan brjósts þegar hann sér ljós- myndir af óravíddum og óendanleika alheimsins teknum með fullkomnustu stjörnukíkjum. „Ég geri mér grein fyrir mikilleika Guðs,“ segir hann. „Hér erum við á þessari skrítnu plánetu, lifandi þessu undarlega mannlífi, vitandi það að Guð er almáttugur. Og þetta er bara fordyri þess sem koma skal. Hið eigin- lega líf hefst að loknu þessu lífi. Það er nú kenning ritningarinnar.“ Er dauðinn þá fersk byrjun? „Dauðinn samkvæmt heilagri ritn- ingu er að vera fjarri Guði. En þegar líkaminn deyr þá verða andinn og sálin frjáls og hinn endurleysti maður fer í paradís lifandi Guðs.“ En bara hinir trúuðu komast í þessar trakteringar, ekki satt? „Sko, allir lifa að loknu þessu lífi. En aðeins þeir sem trúa fá návist við Guð, sem er keppikeflið. Hinir missa af því sem Guð hefur upp á að bjóða og því gríðarlega ævintýri sem er fram undan.“ Ímyndar þú þér stundum hvernig þetta eftirlíf er? „Páll postuli fór til þriðja himins, fór inn í þessar víddir. Það sem hann sá og heyrði er ósegjanlegt. Hann gat ekki lýst því. Ég held að ástandið sé þannig að við eigum ekki orð – ekki einu sinni á íslensku – til að lýsa því sem koma skal. En við vitum að Jesú sagði við ræningjana á krossinum: Í dag muntu verða með mér í paradís. Við vitum að paradís er staður þar sem vilji Guðs er fullkominn og hann ræður ferðinni. Við vitum að okkar fyrstu foreldrar voru í fullkomnu ástandi og lifðu í dýrlegum fögnuði áður en synd- in kom. Það ástand verður upphafið á ný, en meira … Við vitum ekki um nein smáatriði.“ Hefur þér aldrei dottið í hug að mannkynið sé bara ekki nógu gáfað til að geta skilið alheiminn? „Jú, ég er algjörlega þeirrar skoð- unar að við, þessi tegund, höfum ekki greind til að skilja áætlun Guðs. Guð getur ekki svarað okkur af því að við Ég neita því ekki að ég er karlmaður MAÐUR Á TÍMAMÓTUM Gunnar Þorsteinsson í Krossinum bíður eftir að Guð leiðbeini sér við næstu skref. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Gunnar í Krossinum stendur á tímamótum. Hann er skilinn við eigin- konu sína til 38 ára og bíð- ur eftir að Guð leiðbeini sér við næstu skref. Dr. Gunni skrapp í Kópavog- inn og hitti Gunnar. skiljum ekki svörin. Þess vegna segir drottinn: Fylg þú mér. Og þeir risu upp og fylgdu honum. Ef þeir hefðu spurt: Geturðu útskýrt þetta aðeins betur, þá hefði verið fátt um svör.“ Guð hatar hjónaskilnaði Gunnar var 19 ára „menntaskóla- heiðingi“ í MH þegar hann frelsaðist. Það var árið 1971. Gunnar segir um 350 manns vera virka félaga í Kross- inum, en skráðir meðlimir eru mun fleiri. Hann fullyrðir að fólk með lif- andi trú á Krist komi sterkara en aðrir út úr bankakreppunni. „Núna þegar ógnin steðjar að og okkur er sagt að vetur verði harður, þá er áríðandi að hafa sterka hönd í lífi sínu sem maður getur treyst. Hjá okkur er það Drott- inn. Hann opinberar sig í sálmi 91. Þar segir hann að engin ógæfa muni henda mig. Ég gisti öruggur í tjaldi hans og hann mun bera mig á höndum sér. Þetta eru fyrirheit Guðs og á þeim hvíli ég.“ Þetta er þá væntanlega það sem þú reiðir þig á nú í þínu persónulega lífi. Það er jú orðið opinbert að þú ert skil- inn við konuna þína. „Líf okkar hjónanna steytti á skeri. Þetta er harmleikur. Gríðarlega sár og erfið reynsla. Og ég horfi á það þeim augum að hafa gefið heit og verið kvæntur í 38 ár, að auðvitað hefði maður átt að geta klárað það. En svo skoða ég sjálfan mig og segi; hvernig stendur á því að okkar mál fóru í þau hjólför að við náðum þeim ekki upp úr þeim? Ég hlýt að ásaka sjálfan mig, því á einhverjum tímapunkti hefði ég getað gert betur sem eiginmaður þrátt fyrir ólíkar áherslur og vaxandi ágreining til margra ára.“ Og hvað segir nú Biblían um þetta? „Biblían er mjög ljós. Guð hatar hjónaskilnaði. Það er ekkert öðruvísi. Sá sem gengur í gegnum þetta skyldi vita að þetta er ekki það sem Guð vill. Og það veldur mestum sársauka. Að brjóta boð Guðs. Svo er þetta erfitt fyrir fjöl- skylduna, börn og barnabörn, og vini hér í samfélaginu og í kristna geiran- um. Þetta er allt mjög erfitt og þungur baggi að bera. Síðan kemur á móti að Guð er miskunnsamur og náðar ríkur. Ég hef það á tilfinningunni að hann eigi líka náð handa mér í þessari stöðu sem og í öðrum erfiðum aðstæðum sem ég hef verið í í lífinu. Ég geri mér grein fyrir því að þeim sem ekki vill vera í hjónabandi verður ekki haldið þar gegn vilja sínum. Hjónabandið er ekki þræla- viðjar í þeim skilningi eins og Páll post- uli segir.“ Finnst þér þetta mál veikja stöðu þína sem trúarleiðtoga? „Ég lifi þessa dagana í mikilli óvissu. Ég er að leita Guðs með framtíð mína. Það er mikill sársauki. Ég hef bent á það áratugum saman að ég er fjarri því að vera fullkominn. Það er enginn maður fullkominn. Það verður öllum á í lífinu. Auðvitað hefur mér orðið á og þarf á fyrirgefningu Guðs að halda.“ Nú hefur mörgum sárnað ýmislegt sem þú hefur sagt í gegnum tíðina, til dæmis samkynhneigðir. Er verið að skjóta á þig út af þessu – glerhúsið og allt það? „Eflaust er þetta rætt á einhverj- um bloggsíðum, ég efast ekki um það. En ég hef ekki sýnt samkynhneigðum hörku, þótt það hafi komið þannig fram í fjölmiðlum. Ég hef eingöngu síterað í heilagar ritningar og hef ekkert umboð að breyta þar einu né neinu. Ég legg áherslu á það, gagnvart mér og öðrum, að Guð hatar syndir okkar og afbrot, en hann elskar syndarann. Við verðum að greina þar á milli, hvort sem það er ég í minni stöðu eða einhver annar í ann- arri stöðu. Við getum alltaf snúið okkur að kærleika Guðs og gengið frá því skip- broti sem líf okkar er.“ Seldi jeppann Ekki er því að neita að Gunnar er karl- mannlegur með skeggið og sannfæring- una. Útlitinu fylgja karlmannleg áhuga- mál. „Ég seldi reyndar stóra jeppann fyrir nokkrum árum,“ segir hann. „Þegar snjóflóðin féllu í Súðavík kom þjóð- in saman á Ingólfstorgi og bað Guð um náð og miskunn. Eftir það snjóaði ekki í fimm ár. Þá var ekkert hægt að fara til fjalla svo ég seldi jeppann. Ég stunda veiðar og ég stunda sjóinn og ég hef yndi af útivist. Ég neita því ekki að ég er karlmaður.“ Mér er sagt að þú eigir einhverja svaka skútu? „Við félagarnir eigum bát sem er kallaður lystisnekkja í fjölmiðlum. En þetta er nú bara tíu metra Gáska-bátur sem við notum félagarnir til að skjóta fugla og veiða í soðið. Ég hef gríðarlega gaman af að fara á sjó og að vera úti í náttúrunni að njóta þess sem Guð gaf. Landið okkar er stórfenglegt og sjórinn hér í kring er yndislegur.“ Rétt! Þótt við eigum kannski enga peninga, þá eigum við þó að minnsta kosti fallegt land. „Þegar harðindi sækja Ísland heim eins og þessa dagana getum við bætt allt upp sem við missum með því að sýna hvert öðru meiri kærleika. Það sem maðurinn þráir er kærleikur og umhyggja, ekki peningar. Við förum aldrei á hungurmörk. Hér mun enginn svelta. Við skulum bara auka yndi okkar með því að elska náungann eins og sjálf okkur og elska Guð af öllu hjarta. Þannig farnast þessari þjóð vel.“ DREPIÐ Í DROTTINS NAFNI! Gunnar á nýskotnum tarfi austur á Héraði við Sandvatn. Í bak- grunni sést annar sem hann skaut líka. Gunnar vill kalla þessa mynd „Þrír tarfar“. MYND/REIMAR ÁSGEIRSSON Biblían er mjög ljós. Guð hatar hjónaskiln- aði. Það er ekkert öðru- vísi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.