Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.09.2009, Qupperneq 19

Fréttablaðið - 26.09.2009, Qupperneq 19
LAUGARDAGUR 26. september 2009 19 BERLÍNARMÚRINN Ingimar Karl Helgason stendur við skreyttar leifar hans í Berlín. Tveir áratugir eru frá því nú í nóvember, að Berlínarmúrinn féll. Af því tilefni er mikið um að vera í Berlín, og raunar víðar í bæði Þýskalandi og austurhluta Evrópu. Í rauninni má tala um friðsama byltingu þegar múrinn féll, því hundruð þús- unda komu saman, bæði í Berlín og víðar í Austur-Þýskalandi, og kröfðust frelsis undan oki einræðisstjórnar austur-þýska kommúnistaflokksins. Margir höfðu reynt að flýja löndin í austrinu, sumir voru drepnir á flóttanum. Aðrir þoldu vonda vist í fangelsi. Áður en múrinn féll höfðu ýmsar glufur opnast frá austri til vesturs og margir farið yfir í vestrið, til að mynda um Ungverja- land. Meðal þess sem gert verður í Berlín til að minnast falls múrsins er að stórum dómínókubbum verður komið fyrir í gegnum borgina og að Brandenborgarhliðinu. Að kvöldi 9. nóvember verður fyrsta kubbnum hrint og múrinn felldur að nýju með táknrænum hætti. Þá hefur stórri sýningu verið komið fyrir á Alexandertorgi, sem áður var miðlægur punktur í Austur-Berlín. Auk þess eru margir viðburðir haldnir í ár og sérstök athygli vakin á ýmsum söfnum, til dæmis safni sem hefur verið komið fyrir í hinu ill- ræmda fangelsi öryggislögreglunnar Stasi, Hohenschönhausen. TUTTUGU ÁR FRÁ FALLI BERLÍNARMÚRSINSyfir. En það reyndist ómögu-legt, þetta var rafmagnsgirðing. Þá datt mér í hug að grafa göng undir girðinguna. Það reyndist líka ómögulegt,“ segir Cliewe, þungt hugsi. Undir girðingunni var steyptur grunnur sem náði of langt niður í jörðina. „Því tók ég trjádrumb og lagði hann upp að girðingunni. Ég ætl- aði að klifra upp drumbinn, en það mistókst líka,“ segir Cliewe og er ekki laust við örvæntingu í rödd hann þegar hann rifjar þetta upp. Þessi tilraun hans varð til þess að viðvörunarkerfi fór í gang og hann tók til fótanna. Margir Austur-Þjóðverjar féllu fyrir kúlum landamæravarða við flóttatilraunir. Óttaðistu aldrei að fá kúlu í bakið? „Ég var önnum kafinn við að reyna að klifra upp girðinguna. Ég hugsaði bara um eitt, að komast yfir. Ég var yfir- spenntur og ég hugsaði satt að segja ekki um að ég kynni að verða skotinn.“ Handtekinn Cliewe segist hafa forðað sér í lítið þorp, skammt frá landamær- unum. „Ég reyndi að húkka mér far þaðan. Ég fékk að sitja aftan á mótorhjóli.“ Hann komst frá þorp- inu og að lestarstöð í grenndinni. En þá reið ógæfan yfir. „Ég var kominn upp í lestina þegar lög- reglumaður vatt sér að mér. Hann spurði hvort ég vildi flýja vestur yfir. Ég svaraði því játandi. Þá var ég handtekinn.“ Þetta var árið 1984. Cliewe var þá átján ára gamall, í haldi lög- reglu einræðisríkisins og ekkert fram undan nema óvissan. Cliewe segist hafa vonað að vestur-þýsk stjórnvöld myndu greiða fyrir hann lausnargjald. Þarlend stjórnvöld hefðu verið tilbúin til að greiða fyrir lausn þeirra sem teknir voru á flótta. En þetta hefði hann ekki getað vitað fyrir fram. „Ég man þetta satt að segja ekki nógu vel. Ég svaraði játandi, þegar ég var spurður um flóttann. Ég taldi að Vestur-Þjóðverjarnir greiddu fyrir að losa fólk. En bara þá sem lentu í fangelsi.“ Hann segir að eftir árs vist hafi verið greidd 96 þúsund vestur- þýsk mörk fyrir lausn hans. Erfiðar minningar „Ég hugsaði ekki um fortíðina í heil tuttugu ár. Þá kom það til að konan mín hvatti mig til þess að rifja þetta upp og færa reynslu mína í letur. Við skrifuðum saman bók um þessa atburði. Minningarn- ar komu svo smám saman aftur við skriftirnar.“ En var ekkert erfitt að rifja þetta upp? „Nei, í rauninni ekki,“ segir Cliewe Juritza. Það var svo langur tími liðinn. Það var kominn tími til að muna.“ Þjóðverjar gera margt til að minnast lífsins í Austur-Þýska- landi, ekki bara um þessar mund- ir. Þá er ekki reynt að breiða yfir hið skelfilega tímabil þýskrar sögu, þegar Hitler ríkti yfir land- inu. Cliewe telur mjög mikilvægt að Þjóðverjar gleymi aldrei skelf- ingunni sem átti sér stað austan járntjalds. „Það er mjög mikilvægt að fólk muni þetta, þessa voðalegu hluti. Margir vilja gera lítið úr hlutverki kommúnistaflokksins og stjórn- kerfis hans, austur-þýsku ein- ræðisstjórnarinnar og öryggis- lögreglunnar. Það er nauðsynlegt að þessir slæmu tímar gleymist ekki.“ Enginn bjóst við falli múrsins Cliewe Juritza bjó í Vestur-Þýska- landi til ársins 1989, þegar múrinn féll. Hann starfaði við ýmislegt, til að mynda á McDonald‘s í München sem framkvæmdastjóri. Skömmu fyrir fall Berlínarmúrsins, í nóv- ember, flutti hann aftur til Berlín- ar til að sækja skóla, en hann nam stjórnmálafræði. „Það datt engum í hug að múr- inn myndi falla. Ég sat með félög- um mínum á krá. Við ræddum pól- itík og ýmislegt fleira. Þá vindur sér maður inn á knæpuna og æpir: „Múrinn er að hrynja, múrinn er að hrynja.“ Ég trúði honum ekki. Hélt bara að þessi maður byggi í einhverjum draumaheimi og hefði ekki átt að drekka svona mikið. En svo féll múrinn.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.