Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.09.2009, Qupperneq 20

Fréttablaðið - 26.09.2009, Qupperneq 20
20 26. september 2009 LAUGARDAGUR Í Bretlandi hafa stúlkur um langt skeið staðið sig betur í skóla en drengir. Viðbrögðin við þessu mis- jafna árangri hafa verið af ýmsum toga og hafa einn- ig orðið til þess að ýmiss konar alhæfingum hefur verið slegið fram, til að mynda að drengir og stúlkur þrífist í ólíku umhverfi og það að konur séu í meirihluta kenn- arastarfa hafi dregið úr árangri drengja. Alhæfingarnar eru fæstar réttar, segir Mike Younger sem staddur var hér á Íslandi til að halda tölu á ráðstefnu um jafn- réttisfræðslu í skólum sem hér var haldin í vikunni. Að sögn Mikes hefur þróunin í Bretlandi verið sú að stúlkum gengur betur í námi en drengjum. „Þegar tekið var upp nýtt prófa- kerfi í Bretlandi árið 1988 kom berlega í ljós að drengjum gekk miklu verr en stúlkum í námi. Að ellefu ára aldri átti þetta eink- um við kunnáttu í móðurmálinu ensku en við fjórtán ára aldur voru stúlkurnar orðnar fremri drengjum í öllum námsgreinum að meðaltali.“ Kyn kennara skiptir ekki máli Í fyrirlestrinum sem Mike hélt á ráðstefnunni áðurnefndu benti hann meðal annars á að umræðan um drengi og áhyggjur af þeim og skólagöngu þeirra hafi verið allsráð- andi í þjóðfélags- og menntaumræðu í Bretlandi og þannig hafi árangri stúlknanna ekki verið hampað. Ýmsar skýringar á muni kynjanna hafa verið dregnar á flot, til dæmis að fjöldi kvenna í kennarastétt skili sér í betri árangri stúlkna. „Það hafa engar rannsóknir sýnt fram á að sú sé raunin. En vissu- lega hefur þetta verið í umræð- unni og haft afleiðingar. Breska ríkisstjórnin hefur til dæmis reynt að fá fleiri karlkynskennara til starfa í skólum til að vega upp á móti þessari þróun. En því hefur ekki verið gefinn nægur gaum- ur hvernig karlmenn er verið að tala um. Er verið að tala um karl- mannlega karla, sem hafa til að bera eiginleika sem eru sagðir dæmigerðir fyrir karlmenn, eins og áhugi á íþróttum og keppnum. Eða erum við að tala um næma og umhyggjusama karlmenn? Raunin er síðan sú að þegar maður talar við börn um nám þá kemur í ljós að kyn kennarans skiptir ekki máli heldur hversu góður kennar- inn er. Málið er auðvitað hversu hæfir kennararnir eru og hversu vel þeim tekst að miðla námsefn- inu til barnanna.“ Strákar eru ekki allir eins Annað sem hefur verið hent á lofti í Englandi og reyndar líka á Íslandi er að ólíkar kennsluaðferðir henti kynjunum og því sé jafnvel best að aðskilja þau í skólanum. Mike segir mjög mikilvægt að átta sig á að þessi aðferð sé ekki töfralausn. „Það að skilja að drengi og stúlkur getur jafnvel aukið bilið á milli þeirra.“ Í fyrirlestri sínum benti hann á að kynjaskipting krefj- ist undirbúnings og ef hún er skyn- samlega úr garði gerð geti hún skil- að árangri fyrir bæði kynin. En meðal þess sem þá þurfi að passa sé að námsefni kynjanna sé hið sama. Mike segir mikinn áhuga hafa sprottið í Bretlandi á misjöfnum árangri kynjanna og meðal ann- ars hafi sú hugmynd verið komin vel á rekspöl hjá stjórnvöldum að leggja mikið fé í að þróa kennslu- aðferðir og námsgögn fyrir annars vegar drengi og hins vegar stúlk- ur. Þessar hugmyndir byggi á því að kynin nemi með ólíkum hætti og þurfi því ólíkar kennsluaðferðir og nálgun. Rannsóknir styðji hins vegar ekki þessa ályktun og hann og hans rannsóknarhópur hafi bar- ist gegn því að þessi leið verði farin hjá stjórnvöldum. Eitt helsta rannsóknarsvið Mikes er á sviði kynja og náms og því veit hann hvað hann syngur í þess- um efnum. Hann stýrði um fjög- urra ára skeið verkefninu Árang- ur drengja bættur (Raising Boys´ Achievement) sem sett var á lagg- irnar til þess að reyna að rétta hlut drengja í grunnskólum Bretlands. „Í brennidepli verkefnisins var að auka árangur drengja í námi sem af einhverjum ástæðum höfðu misst áhugann. En hér er mjög mikilvægt að það sé ljóst að við töluðum um að auka færni drengja en vildum ekki ýta stelpunum út í horn. Við vorum með öðrum orðum að reyna að þróa kennsluaðferðir sem skil- uðu árangri hjá drengjum án þess að stúlkum þætti þær vera gerðar hornreka.“ Þetta segir Mike að sé mikil- vægt vegna þess að hvorki drengir né stúlkur séu einsleitur hópur, það sé ekki hægt að alhæfa um kynin. Ef það sé gert sé hættan sú að ein- hvers konar steríótýpa kynjanna taki yfirhöndina, sem henti alls ekki þeim úr hópunum sem sam- svari sig ekki með steríótýpunum. Nýjar kennsluaðferðir En hverjar eru þessar kennslu- aðferðir? „Við höfðum til dæmis mjög mikinn áhuga á því að auka rit- færni drengja. Það reyndum við til dæmis að gera með því að beita nýstárlegum aðferðum, gagnvirk- um aðferðum; nota til dæmis skap- andi greinar eins og leiklist til að hjálpa okkur.“ Mike segir skapandi greinar mjög mikilvæg kennslu- tæki til þess að ná til drengja sem hafa misst áhugann á námi; þar hafi komið til sögunnar leiklist, dans og ekki síst tónlist. „Drengir sem eru önnur kyn- slóð innflytjenda frá Karíbahafs- eyjunum hafa til dæmis verið á meðal þeirra sem gengur mjög illa í skóla, í þeirra tilfelli hafi notk- un á karíba tónlist í kennslu skilað góðum árangri.“ Mike segir list- greinar geta náð til drengja þannig að þeir fái betri tilfinningu fyrir því að tilheyra hópnum, og hjálpað þeim til að finnast þeir taka meiri þátt í skólastarfinu. Þessar aðferðir henti einnig mörgum stúlkum. En hvers vegna heldur þú að drengir standi sig verr í prófum? Kynjaskipting er ekki töfralausn Mike Younger, deildarforseti menntavísindadeildar Cambridge-háskóla, segir afar varhugavert að alhæfa um drengi og stúlkur í skólum. Engar rannsóknir styðji að kynin nemi með ólíkum hætti. Hann sagði Sigríði Björgu Tómasdóttur frá því hvernig hann kom í veg fyrir að breska ríkið verði fjármunum í það að þróa ólíkar kennsluaðferðir fyrir kynin. MIKE YOUNGER Segir notkun listgreina við kennslu henta vel til að ná til hópa sem hafa misst áhugann á námi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON 1. Goðsögn: Strákar eru öðruvísi en stelpur. Raunveruleiki: Það eru litlar sannanir fyrir því að strákar læri og nemi öðruvísi en stúlkur. Sannanir benda frekar til þess að ef litið er á stráka og stelpur sem einsleita hópa þá verði margir í hópnum út undan. 2. Goðsögn: Stelpur og strákar læra með öðruvísi hætti, hafa ólíka lærdóms- aðferð. Raunveruleiki: Lærdómsaðferð er umdeilt hugtak. Rannsóknir draga það í efa og rannsóknir hafa ekki sýnt fram á að kynin tileinki sér náms- efni með ólíkum hætti. Þó að stúlkur kjósi ef til vill hópastarf svo dæmi séu tekin frekar en drengir er það val kannski afleiðing félagsmótunar. 3. Goðsögn: Drengjum vegnar vel í samkeppnisumhverfi. Raunveruleiki: Það getur allt eins verið að slíkt umhverfi fái drengi til að missa áhuga á náminu, ef þeir komast ekki í raðir efstu nemenda. 4. Goðsögn: Strákar vilja heldur lesa um staðreyndir en skáldsögur. Raunveruleiki: Rannsóknir sýna að þeir drengir eru í miklum minnihluta sem vilja lesa fræðitexta, flestir kjósa skáldsögur og ævintýri. 5. Goðsögn: Ef námsskráin verður meira löguð að drengjum þá munu drengir ná betri árangri í námi. Raunveruleiki: Engar sannanir styðja þessa kenningu. Hún getur aftur á móti ýtt undir steríótýpur kynjanna og orðið til þess að kennarar hunsi í raun þarfir nemendanna og takmarki val drengja og stúlkna. *HEIMILD: FYRIRLESTUR MIKES YOUNGER GOÐSAGNIR OG RAUNVERULEIKI* Niðurstöður í samræmdum próf- um á Íslandi, sem reyndar hafa verið afnumin, hafa verið þær að stúlkur standa sig betur en drengir í þeim. Einnig hefur PÍSA-könnunin svonefnda sýnt sömu niðurstöður. Í riti Námsmatsstofnunar, Kynjamunur í PÍSA, og samræmdum prófum 10. bekkjar sem gefið var út árið 2007 segir meðal annars: „Stúlkur eru betri en drengir í öllum fjórum greinunum [stærðfræði, lestur, náttúrufræði og þrautalausn] og í engu landi eru yfirburðir stúlkna meiri í samanburði við drengi í sama landi. Niðurstöður PISA um kynjamun eru í samræmi við niðurstöður samræmdra prófa á Íslandi. Stúlkur eru að meðaltali betri en drengir á samræmdum prófum 10. bekkjar. Samræmi milli niðurstaðna PISA og samræmdra prófa styður réttmæti beggja prófa og sýnir að kynjamun- urinn er raunverulegur, ekki afsprengi þess mælitækis sem notað er við námsmatið.“ ÍSLENSKIR DRENGIR OG STÚLKUR Í PRÓFUM Nemendur í Hliðaskóla þreyta samræmt próf árið 2006. „Ég held að hér sé mjög mikilvægt að átta sig á því að við erum að tala um að sumir strákar standa sig verr en stelpur. Það er mjög mikilvægt að við hættum að tala um stelpur og stráka eins og þetta séu einsleit- ir hópar. Bæði strákum og stelpum úr verkamannafjölskyldum gengur til dæmis illa í skóla á Englandi. En bæði drengjum og stúlkum úr hópi kínverskra innflytjenda gengur vel svo dæmi séu tekin og hvítum stúlk- um úr millistétt,“ segir Mike. Betri árangur en ekki laun En hefur það einhverja þýðingu að drengir standi sig verr í námi en stúlkur? „Þetta er sannarlega áhugavert sjónarmið. Það er nefnilega ekki endilega vandamál að drengir standi sig verr en stúlkur. sú staðreynd að þeir gera það hefur samt valdið miklum umræðum og áhyggjum. Ef horft er tuttugu ár aftur í tímann þá má vissulega segja að á þeim tíma hafi staða kvenna batnað mjög mikið. Það eru augljóslega betri tækifæri fyrir konur en áður var. En ef litið er á vinnumarkaðinn þá er ekki hægt að segja að betri árangur kvenna í námi skili sér út á vinnumarkað- inn og betri árangur í skóla hefur sannarlega ekki skilað sér í því að konur hafi hærri laun.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.