Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.09.2009, Qupperneq 28

Fréttablaðið - 26.09.2009, Qupperneq 28
28 26. september 2009 LAUGARDAGUR Hver er uppáhaldsliturinn þinn? Arna: Sæblár. Kristjana: Rauður. Ertu orðin það sem þú ætlaðir að verða þegar þú yrðir stór? Arna: Nei, ég hef ætlað að verða rauður vörubíll frá því ég var fjög- urra ára. Það hefur enn ekki orðið. Kristjana: Ég á nú ekki bóka- búð sem er líka sælgætisbúð með súkkulaði, sælgæti og bókum uppi um alla veggi. En ég starfa samt við það sem ég hef ástríðu af, útgáfu og fjölmiðla. Andi birtist þér og veitir þér þrjár óskir. Hvað biður þú um? Arna: Hlébarða, jafnvægi og ást. Kristjana: Ég bið um farsæld handa öllum. Óska þess líka að konur heimsins njóti réttinda á við karlmenn og að ég geti sungið. Hvers konar tónlist hlustar þú mest á? Arna: Mest á þögnina, en ef ég gæti bara haft Ólaf Arnalds sem undirspil í lífinu þá sameinar hans tónlist allt sem vekur sterkar til- finningar með mér. Kristjana: Þessir tónlistarmenn eru á fóninum núna: Mary Lou Williams, Joe Bataan, Jon Luci- en, Mark Murphy, Two Banks of Four og Mayer Hawthorne. Elvis Presley er líka uppáhalds. Besta kvikmynd sem þú hefur séð? Arna: Goonies. Kristjana: Ég er oftast upprifin yfir síðustu „bestu“ mynd sem ég hef séð. En ég verð að viðurkenna að uppáhaldsmyndin mín er hin súpervæmna Roman Holiday. Besta bók sem þú hefur lesið? Arna: Kafka on the Shore eftir Haruki Murakami. Kristjana: Allar bækur Haruki Murakami. Hvaða árstíð er í mestu uppá- haldi hjá þér? Arna: Haustið. Kristjana: Haustið. Hvað veist þú sem við hin vitum ekki? Arna: Mögulega hvernig heim- speki, líffræði og arkitektúr blandast í skemmtileg form í hug- anum. Kristjana: Ég geymi helling af leyndarmálum. Eftirminnilegasta tímabil lífs þíns og af hverju? Arna: Nýliðin ár því ég hef lært svo margt. Kristjana: Núið! Algjört ævin- týri. Hvernig matur þykir þér bestur? Arna: Fiskur, hrár í þara og grjónum eða grillaður á kolum. Kristjana: Ostur. Ég kikna í hnjánum yfir góðum osti. En verstur? Arna: Sagógrjónagrautur. Kristjana: Spaghettí í sósu úr dós. Hverjum ertu þakklátust? Arna: Manninum mínum fyrir að deila með mér þeirri lífsskoðun að lífið eigi að vera fallegt og fullt af gleði. Ég er líka þakklát Vig- dísi Finnbogadóttur fyrir að hafa verið töffari fyrir okkur íslensku konurnar. Kristjana: Fjölskyldunni. Kon- unum sérstaklega, þær eru gáfað- ar, fallegar og ljónsterkar. Karl- arnir eru bara gáfaðir! Hvar vildirðu helst búa, ef ekki í Reykjavík? Arna: Nálægt fólkinu mínu, sem myndi búa í þorpinu sem ég keypti handa því á Spáni/Kyoto/Kaliforn- íu … við munum flytja frekar oft. Kristjana: London eða Aðaldal í S-Þingeyjarsýslu. Já, eða Sauðár- króki. Hvert er versta starf sem þú hefur gegnt? Arna: Svei mér þá, mér hefur þótt allt skemmtilegt. Mér finnst erfitt að sitja á rassinum. Það er það versta. Kristjana: Ætli það hafi ekki verið þegar ég vann sem nemi við þrif í aðalútibúi Landsbankans. Klósettin. Þarf ég að segja meira? Ef þú ættir tímavél, til hvaða árs myndirðu þá fara? Arna: Ég væri til í að kíkja nokk- ur ár fram í tímann, smella af mynd og sanna að við þurfum að hætta umhverfisspjöllum og bregð- ast við hlýnun jarðar. Kristjana: Fyrst myndi ég vilja hitta afa minn Örnólf en hann dó áður en ég fæddist. Fallegasta orðið? Arna: Kátína. Kristjana: Umburðarlyndi. Umburðarlyndi og kátína Á allra næstu dögum bætist Ynjunetið við flóru vefmiðla. Á vefslóðinni www.ynja.net munu konur geta sótt sér innblástur og fræðslu um alla skapaða hluti – allt frá heilsu þeirra til hagsmuna, sushi-gerðar og bílaviðgerða. Hólmfríður Helga Sigurðardóttir skellti systrunum Kristjönu og Örnu Guðbrandsdætrum í þriðju gráðu yfirheyrslu. YNJUR Systurnar Kristjana og Arna Guðbrandsdætur deila hrifningunni á haustinu og bókum Haruki Murakami. Þær deila líka ýmsu öðru, svo sem fjölmiðlaástríðunni. Þær standa að baki nýju veftímariti ætluðu konum sem verður hægt að nálgast á www.ynja.net á næstu dögum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ÞRIÐJA GRÁÐAN FULLT NAFN: Arna Ösp Guðbrandsdóttir. GÆLUNAFN: Agga. AFMÆLISDAGUR OG HVAÐA MERKISMANNESKJA DEILIR HONUM MEÐ ÞÉR: 14. júní 1978. Ég deili honum eiginlega með ömmu Böggu sem á afmæli 15. júní. FULLT NAFN: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir. GÆLUNAFN: Ég er stundum kölluð Dista. AFMÆLISDAGUR OG HVAÐA MERKISMANNESKJA DEILIR HONUM MEÐ ÞÉR: 29. október 1976. Winona Ryder og langafi minn, Steingrímur Baldvinsson, deila honum með mér.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.