Fréttablaðið - 26.09.2009, Page 32

Fréttablaðið - 26.09.2009, Page 32
Ómar Stefánsson kokkur á Dill töfrar fram gómsæta gæs. FRÉTTABLAÐIÐ//ANTON gæs með sér heim. „Segja megi að byrjunin á góðri máltíð hefjist á veiðisvæðinu; sé ekki farið vel með bráðina frá upphafi verður hún ekki góður matur.“ Úlfar segist alltaf njóta þess sérstaklega að elda mat sem hann hafi veitt sjálfur. Hann segist hafa gengið í gegnum mörg tímabil sem kokkur. Í fyrstu hafi hann viljað hafa uppskriftirnar sem flóknast- ar en með tímanum hafi hann orðið jarðbundnari. Súpurnar séu dæmi um þá þróun. Þar sé ekkert frauð að finna eða flókin fangbrögð í eld- húsinu heldur aðeins hefðbundna og góða matargerð. Galdurinn við góða súpu sé að vita að súpa geti aldrei orðið góð nema sá sem hana eldar sé í góðu skapi. - kdk FRAMHALD AF FORSÍÐU GÆSABRINGUR fyrir 4 2 gæsabringur 25 g smjör til steikingar 1 kvistur blóðberg salt Brúnið bringurnar á pönnu með smjöri og einum kvist af blóð- bergi. Hitið ofninn í 160°C og setjið bringurnar inn í fjórar mínútur, takið þær út og látið hvíla. Svo þegar á að bera þær fram gefið þeim aftur fjórar mínútur í ofninum og þá eru þær klárar. GÆSALÆRI 2 læri 1 gulrót 1 laukur ¼ sellerírót 5 einiber 5 svört piparkorn 3 lárviðarlauf 2 lítrar vatn 10 g smjör 2 kvistar blóðberg salt Hitið pönnu með olíu og brúnið lærin vel. Skerið gulrót, sellerírót og lauk og setið í pott ásamt krydd- um og tveim lítrum af vatni. Lærin eru soðin í minst þrjá tíma eða þar til þau eru alveg meir inn að beini. Rífið svo kjötið af bein- unum. Soðið af lærunum er alveg málið í sósuna með. Setjið svo kjötið af lærunum í pott með einn desilítra af soð- inu og einni smjörklípu og hitið upp, saxið smá blóðberg út í og berið fram. GÆSAHJARTA 2 msk. olía til steikingar 10 g smjör til steikingar 1 kvistur rósmarín salt Hitið pönnu með olíu og skell- ið hjartanu á. Þegar búið er að brúna báðar hliðar er smjörinu og rósmaríninu bætt við og hit- inn lækkaður. Hjartað er steikt í tvær mínútur, skorið í fjóra bita, kryddað með salti og borið fram. SVEPPAMAUK 250 g sveppir 25 g olía til steikingar 15 g eplaedik 500 ml rjómi salt Steikið sveppina vel í olíu og bætið eplaedikinu út, látið malla þar til edikið er næstum horfið og bætið þá rjómanum við. Látið sjóða í sirka 20 til 25 mínútur og hrærið vel í á meðan svo það festist ekki í botninum. Svo er þetta sett í blandara þar til þetta er orðið fínt mauk. Smakkast til með salti. STEIKTIR SVEPPIR 150 g sveppir (hvaða sveppir sem er) 20 g olía til steikingar 10 g smjör til steikingar salt Skerið sveppina í passlega bita og steikið á pönnu með olíu og smjöri. OLÍA MEÐ BRENNDUM BLAÐLAUK Toppur af einum blaðlauk 2 skalottlaukar 200 ml kirsuberjaedik 100 ml repjuolía 30 ml truffluolía 1 msk. olía til steikingar Brennið toppinn af lauknum í ofni við 250° C þar til hann er svartur, eða skaðbrenndur eins og við á Dill köllum þetta. Sker- ið skalottlaukinn í minni bita og svitið á pönnu í olíu. Þegar laukurinn er orðinn mjúkur, bætið þá kirsuberjaedikinu við og látið sjóða niður um helm- ing. Setjið þetta svo í blandara ásamt brennda lauknum, truffluolíu og repjuolíu. Smakkið til með smá salti. VILLIGÆSARMÁLTÍÐ AÐ HÆTTI ÓMARS STEFÁNSSONAR Nýveidd villibráð með glænýju grænmeti. A Fyrstu ryðfríu pottarnir frá Rösle gjörbyltu öllu fyrir 70 árum. Í dag eru pottarnir með Multiply „samloku“-kerfi þannig að þeir eru fljótir að hitna og kólna og dreifa hitanum einnig jafnt um pottinn, alveg upp í topp. Rösle pottarnir henta á allar gerðir eldavéla, rafmagns-, gas- og spansuðuhellur . Algjörar samlokur

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.