Fréttablaðið - 26.09.2009, Side 58

Fréttablaðið - 26.09.2009, Side 58
34 26. september 2009 LAUGARDAGUR menning@frettabladid.is Útvarpsleikhúsið hefur vetrardag- skrá sína á morgun kl. 14 með frumflutningi á nýju verki: Guð blessi Ísland – útvarpsleikrit eftir Símon Birgisson og Malte Scholz. Þetta er fyrsta verk Símons sem flutt er í útvarpi og samið með ramma heimildarverksins en fjallar eins og nafnið gefur til kynna um fjármálahrunið. Sögusviðið er lítill bær á Íslandi. Þar hefur verið fram- inn glæpur og þeir seku ganga enn lausir. Við kynnumst bæjar búum sem allir hafa sínar hugmyndir um glæpinn. Bæjarstjórinn hefur tapað lífeyrissparnaðinum, lögreglu maðurinn syngur íslensk ættjarðarlög, sparnaðarráðgjafi bæjarins neitar að borga lánin sín. Í Bæjarleik- húsinu er verið að sýna Kardemommubæinn og leikritið Milljarðamærin snýr aftur – sem fjallar líka um glæp, siðferði og mannlegt eðli. Leikritið verður rauði þráður sögu bæjarbúa sem standa einnig frammi fyrir erfiðum valkostum þegar lífs- grundvelli þeirra er ógnað. Meðal leikenda eru Ellý Ármannsdóttir, Gísli S. Einarsson og Geir Jón Þórisson. Hljóðvinnsla er í höndum Hjartar Svavarssonar en Símon stjórnar sjálfur. Verkið er það fyrsta sem tekur beinlínis á hruninu í dramatísku formi en von er á fjölda verka sem hafa hrunið í forgrunni og verður fróðlegt að heyra hvað leikskáld okkar, kvikmyndagerðarmenn og aðrir listamenn hafa um atburðina fyrir ári að segja. Verkið verður aðgengilegt á hlaðvarpi RÚV í tvær vikur eftir útsendingu. það er svo endurflutt fimmtudaginn 1. okt. kl. 22.15. Guð blessi Ísland í leikritsformi ath. kl. 15 Rithöfundurinn Sigurður Pálsson kynnir ljóðabók sína, Ljóðorkuþörf, og les upp úr bókinni í bókaverslun Eymundsson við Skólavörðustíg milli kl. 15-16 í dag. Sigurður er í fremstu röð sem ljóðskáld, prósa- höfndur og leikskáld en hann hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir Minnisbók árið 2007 og Grímuverð- launin sem leikskáld ársins fyrir Utan gátta árið 2009. Ljóðorkuþörf er fjórtánda ljóðabók hans. LEIKLIST Símon Birgisson deilir sinni sýn á hrunið í Útvarpsleikhúsinu á morgun. MYND/FRÉTTABLAÐIÐ Í dag verður opnuð sýning á Ljósmyndasafni Reykjavíkur á verkum eins mesta ljósmyndara allra tíma, André Kertész, og nefnist hún Frakk- land – landið mitt (Ma France). Sýningin kemur frá hinu virta safni Jeu de Paume í París. André Kertész var Ungverji. Hann kom til Parísar árið 1925, sem á þeim tíma var borg ljóðskálda og list- málara. Á næstu árum myndaði hann París og mannfólkið þar og skóp hina klassísku og sílifandi mynd af borginni sem háborg áranna milli stríða. Hinar klassísku ljósmyndir hans af Eiffel-turn- inum, vinnustofu Mondrians og hin einstaka ljós- mynd af dansmey í skopstælingum voru upphaf stíls sem meðal annars starfsfélagar hans og sam- tímamenn, Brassaï og Cartier-Bresson, tóku upp. „Allt sem við höfum gert gerði Kertész á undan okkur,“ sagði Cartier-Bresson eitt sinn um kol- lega sinn en hinn lýríski stíll Kertész varð til þess að hann var stundum kallaður „ljóðskáldið með myndavélina“. André Kertész fæddist í Búdapest árið 1894. Hann tók sína fyrstu ljósmynd árið 1912 og tók fjölmargar myndir af ættingjum sínum og vinum sem og sveitum Ungverjalands. Eftir stríðið sett- ist hann að í París og komst í Montparnasse- hverfinu í kynni við ungverska listamenn og margt af þekktasta fólkinu í bókmennta- og list- heiminum (Mondrian, Eisenstein, Chagall, Calder, Zadkine, Tzara, Colette). Hann var einn af fyrstu ljósmyndurunum sem notuðu 35 mm myndavél af Leica-gerð og nýtti sér hið myndræna frelsi sem þessi merka myndavélartegund bauð upp á. Ljós- myndir hans voru víða birtar í frönskum fjölmiðl- um (Vu, Art et Médecine) og í Þýskalandi (Uhu, Frankfurter Illustrierte). Árið 1933 gerði hann hina frægu myndröð sína Afmyndanir (Distortions). Árið 1936 þegar hann var á hátindi síns listræna ferils ákvað hann að flytja til New York. Frá árinu 1949 starfaði André Kertész fyrir ritstjóra Condé Nast-útgáfufyrir- tækisins og voru myndir hans birtar reglulega í tímaritinu House and Garden. Snemma á sjötta áratugnum fór hann að taka myndir í lit. Hann tók myndir af hverfinu sem hann bjó í og færði sig smám saman af strætunum og tók að ljósmynda úr glugganum á íbúðinni sinni sem sneri að Wash- ington Square. Árið 1963 fundust í Suður-Frakk- landi filmur hans frá þeim tíma er hann bjó í Ungverjalandi og Frakklandi. Hann nýtur mikill- ar virðingar um allan heim fyrir hæfileika sína, sínar fjölmörgu sýningar sem og bækur sínar með röðum mynda. pbb@frettabladid.is Sýning á myndum Kertész LJÓSMYNDIR Ein frægasta mynd Kertész frá Parísarárunum af Kiki. MYND LJÓSMYNDASAFN REYKJAVÍKUR Í dag opnar Guðjón Ketilsson mynd- listarmaður sýningu í Listasafni ASÍ á Skólavörðuholti í Ásmundar- sal. Á sýningunni sýnir Guðjón nýja skúlptúra og teikningar, þar sem hann tekur fyrir byggingarrými og húsgögn, hlutverk þeirra og hlið- stæður við mannslíkamann. Guðjón er menntaður við Mynd- lista- og handíðaskóla Íslands og Nova Scotia College of Art and Design í Halifax, Kanada og hefur hann haldið tugi einkasýninga og tekið þátt í samsýningum á Íslandi, í Danmörku, Svíþjóð, Noregi, Hol- landi, Spáni, Ástralíu og víðar. Hann á verk á öllum helstu söfnum lands- ins og víða erlendis og hefur dval- ið og unnið á ýmsum alþjóðlegum vinnustofum og verið valinn í fjölda samkeppna um útilistaverk. Guðjón hlaut Menningarverðlaun DV árið 2000 og verðlaun Listasafns Einars Jónssonar árið 2001. Guðjón kallar sýninguna Hlutverk og í inngangi segir sýningarstjórinn Ólöf K. Sigurðardóttir: „Listaverk greina gjarnan kunnuglega hluti frá sínu venjulega umhverfi og gefa þeim nýtt hlutverk. Þau krefja áhorfandann um afstöðu til þess sem er þekkt en kynna einnig nýja möguleika og hugmyndir sem leiða hugann á óþekktar brautir. Þannig sýna verk Guðjóns Ketilssonar á sýningunni Hlutverk ekki eingöngu áhuga hans á að athuga fyrirbæri í umhverfi okkar í því skyni að lýsa þeim eins og þau koma fyrir honum sjónir heldur líka til að kanna hvaða nýja hlutverk má finna þeim eða hvaða nýja skilning má fá á hlut- verki þeirra.“ - pbb Guðjón í ASÍ MYNDLIST Ein teikning Guðjóns á sýningunni Hlutverk sem verður opnuð í dag í Ásmundarsal. MYND/GUÐJÓN KETILSSON Tvær danssýningar verða í boði um helgina: í Hafnarfjarðarleik- húsinu er á ferðinni gestasýn- ing. Efnið – Barbara – er mörgum kunnugt hér bæði af samnefndri sögu og kvikmynd. Barbara er færeysk-dönsk sýning, afsprengi listræns samstarfs danska dans- höfundarins Ingrid Tranum og færeyska tónskáldsins Trondar Bogasona. Sýningin er innblásin af skáldsögu Jörgens Fritz Jacobsen sem ber sama nafn og var valin framlag Dana á heims- sýningu EXPO. Danssýningin var frumsýnd á EXPO, heimssýningunni í Zara- goza sumarið 2008. Uppfærslan er unnin í samvinnu danska dans- leikhússins, Saga Dance Dance Art Collective og færeyska kórs- ins Mpiri. Héðan fer sýningin til Færeyja og verður sýnd í Norð- urlandahúsinu í Þórshöfn. Tvær sýningar í Hafnarfjarðarleikhús- inu verða 26. og 27. september. Á sunnudagskvöld hefjast sýningar á Fjölskyldusýningu Íslenska dansflokksins en þar má líta aðgengileg og skemmtileg brot úr verkum á sýningarskrá flokksins. Sýningin er ætluð allri fjölskyldunni og er markmiðið að kynna nútímadans fyrir fólki og þá sérstaklega yngri kynslóðinni. Þess vegna er börnum 12 ára og yngri boðið ókeypis inn á sýning- una og 13-16 ára fá miðann á hálf- virði. - pbb Listdans um helgi LISTDANS Fjölskyldusýning Íslenska dansflokksins er ætluð allri fjölskyldunni og verður á fjölum næstu fjóra sunnudaga. MYND/ÍD. Ævintýraleg og spenn- andi saga af ánauð og frelsun sterkrar konu. Steinunn setur Tyrkjaránið og hugar- heim forfeðra okkar, nyrðra og syðra, í spennandi samhengi í þessu heillandi skáldverki. Skyldueign á hverju heimili. Metsölubók Steinunnar Jóhannesdóttur um ævi Guðríðar Símonardóttur er loksins fáanleg að nýju. > Ekki missa af sýningu í Listasafni Árnesinga sem lýkur nú um helgina en hún er helguð Gerði og Nínu, tveimur konum sem voru í fylkingarbrjósti óhlutbundinnar listar hér á landi um miðja síðustu öld, en leiðir þeirra skárust fyrst í París og síðar í skreytingum í kirkjunni í Skálholti. Á sunnudag kl. 15 er leiðsögn.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.