Fréttablaðið - 26.09.2009, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 26.09.2009, Blaðsíða 64
40 26. september 2009 LAUGARDAGUR folk@frettabladid.is Kvikmyndin Algjör Sveppi og leitin að Villa var frum- sýnd á fimmtudagskvöldið. Fjöldi ungmenna lagði leið sína í Álfabakka til að fylgjast með því þegar margar skærustu stjörnur barnanna gengu inn í kvik- myndahúsið eftir rauðum dregli. „Þetta var alveg hrikalega flott og alveg meiri háttar skemmtilegt. Ég gæti ekki verið ánægðari,“ segir Sverrir Þór í samtali við Frétta- blaðið. Hann upplýsir að mynd númer tvö sé í smíðum og reyndar fá þolinmóðir kvikmyndahúsagest- ir nasasjón af því sem koma skal. „Það kemur brot úr næstu mynd á eftir kreditlistanum.“ Sverrir & co eru augljóslega ekkert að tvínóna við hlutina og ætla að leggjast í handritsskrif þegar frumsýning- arhelgin er liðin. Sverrir kveðst ekki að halda bíó- myndin muni gera hann ríkan eða hjálpa honum að greiða niður mynt- körfulánið. „Ég efast um það, þetta er aðallega gert til að gleðja börnin. Mynd númer 2 verður hugsuð til að græða og greiða niður þetta lán,“ segir Sverrir og skellihlær. Annars kveðst hann eiginlega vera í skýj- unum yfir þessu öllu; honum þyki nefnilega svo ótrúlega skemmti- legt að horfa á sjálfan sig á hvíta tjaldinu. „Það er alveg rosalegt kikk að líta yfir fullan sal af fólki sem er að horfa á eitthvað rugl eftir mann,“ segir Sverrir sem svífur augljós- lega um á bleiku skýi. - fgg SVEPPI 2 Á TEIKNIBORÐINU STÓRVINIRNIR MÆTA TIL LEIKS Þeir Auð- unn Blöndal og Hugi Halldórsson voru að sjálfsögðu meðal gesta og drógu ungviðið með sér inn í kvikmyndasali Sambíóanna. MIKIL SPENNA Þessi drengir áttu erfitt með að hemja spennuna og eftirvænt- inguna þegar þeir biðu eftir því að komast inn í bíóið til að horfa á Algjöran Sveppa. Í VONDUM FÉLAGSSKAP Skoppa og Skrítla hafa eflaust kennt ræningjunum úr Kardimommubænum sitthvað um hvað er rétt og hvað er rangt. ÍÞRÓTTAÁLFURINN ALLTAF VINSÆLL Ein helsta útflutningsafurð Íslands, Íþrótta- álfurinn, mætti á svæðið. Ekki var það þó Magnús Scheving sem klæddist bláa búningnum heldur staðgengill hans. NÝ KYNSLÓÐ Einhverjar vinsælustu stjörnur barnatímans Stundarinnar okkar mættu á svæðið, þeir Gunni og Felix. Og nú er spurt; eru Vilhelm Anton og Sverrir Þór arftakar þeirra? FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI > ORÐIN BLÖNK Kynbomban Pamela Anderson á víst í fjárhagskröggum. Hún skuldar verktökum 1,2 millj- ónir Bandaríkjadala auk þess sem hún skuldar skattinum dágóða summu.Það er ef til vill kominn tími til að hún vinni sér inn aura til að greiða skuld- ir sínar. „Fjallabræður og Magnús eiga ein- hvern veginn saman – við erum búnir að eignast nýjan bróður,“ segir Hall- dór Gunnar Pálsson, kórstjóri vest- firska kórsins Fjallabræðra. Tónlistarmaðurinn Magnús Þór Sigmundsson hefur tekið kórinn undir sinn verndarvæng og samið handa honum lögin Til fjalla og freyja. Magnús kom fram með kórnum í söfnunar- þættinum Á rás fyrir Grensás í gærkvöldi. Sagan af upphafi samstarfs- ins hefst í Hveragerði, þar sem Fjallabræður tróðu upp fyrir vest- firska eldri borgara á Hótel Örk. „Við tókum alltaf Ísland er land þitt [eftir Magnús] til að komast í fíl- ing. Svo ræddum við um að það yrði gaman að hitta karlinn og spyrja hvort við mættum nota lagið á plötunni okkar,“ segir Gunn- ar. Magnúsi var þá boðið að koma á Hótel Örk og hlusta á flutninginn og tókust þá góð kynni með honum og Fjallabræðrum, kynni sem bera ávöxt á fyrstu plötu bræðranna sem er væntan- leg. Gunnar er gríðarlega ánægður með samstarfið og vefst tunga um tönn þegar hann er beðinn um að lýsa Magnúsi. „Hann er svona … Ég veit ekki hvernig ég á að lýsa því. Hann segist vera álfur og hann er nátt- úrulega af öðrum heimi. Hann hugsar öðruvísi en flestir – hugsar skemmti- lega. Það er mjög gaman að vinna með honum.“ - afb Magnús Þór semur fyrir Fjallabræður FJALLABRÆÐUR Senda frá sér plötu fyrir jól. „Þetta var nú bara hugmynd sem við vorum að gantast með í sumar, að ganga frá Ísafirði til Reykjavíkur til að kaupa ís. Svo létum við slag standa!“ Þetta segir Jón Björnsson, sem ásamt Hjálmari Forna Steingrímssyni lagði af stað fót- gangandi til Reykjavíkur á fimmtudaginn í síð- ustu viku. Unglingurinn Hjálmar dvaldi með Jóni á Hornströndum í sumar, en þar er Jón landvörður. Hann sást á dögunum í þætti Gísla Einarssonar, Út og suður. Þar kom fram að hann skokkar um allt á stígvélum. „Við erum nú bara í venjulegum strigaskóm í ferðinni, enda erum við léttir og það er lítið álag á skónum. Á Vest- fjörðum gengum við beint af augum yfir fjöll og firnindi. Þarna eru fá landbúnaðarsvæði og auð- velt að komast um, engar girðingar og slíkt. Eftir að við komum á þjóðveginn göngum við bara eftir honum. Það er styst og auðveldast.“ Jón segir þá félaga gista í tjaldi, en stundum í svefnpokagistingu. Þetta er um 450 kílómetra leið og mun taka tíu daga þegar upp er staðið, 45 km á dag. „Við komum í bæinn á morgun, en við erum ekki búnir að ákveða hvar við fáum okkur ís – og ekki einu sinni hvernig ís. Það koma margir staðir til greina.“ - drg Ganga 450 kílómetra til Reykjavíkur til að kaupa ís FERÐIN NÝHAFIN Hjálmar og Jón ofan Hattardals, milli Álfta- fjarðar og Hestfjarðar. MAGNÚS ÞÓR Samdi ekki eitt, heldur tvö lög fyrir Fjallabræður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.