Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.09.2009, Qupperneq 66

Fréttablaðið - 26.09.2009, Qupperneq 66
42 26. september 2009 LAUGARDAGUR Breska eitíshljómsveitin Spandau Ballet ætlar í nóvember að gefa út sína fyrstu plötu í tuttugu ár. Platan nefnist Once More og er titillag hennar á leið í útvarps- spilun. „Þegar við komum aftur saman og miðasalan á tónleikana fór af stað trúðum við ekki þess- um ótrúlegu viðbrögðum,“ sagði söngvarinn Tony Hadley. „Þegar okkur gafst tækifæri til að fara í hljóðver og spila tónlist saman gátum við ekki sleppt því.“ Síð- asta plata Spandau Ballet kom út 1989 og af henni voru gefin út fimm smáskífulög. Ári síðar lagði sveitin upp laup- ana. Alls átti Spandau Ballet tíu smáskífulög á topp tíu listanum í Bretlandi á árunum 1979 til 1990, þar á meðal True, Gold, Only When You Leave og Through the Barricades. Fyrsta platan í 20 ár SPANDAU BALLET Nýleg mynd af sveit- inni sem sló í gegn með lögum á borð við True og Through the Barricades. NORDICPHOTOS/GETTY Skagahljómsveitin Cosmic Call gaf nýverið út sjö laga plötu sem er sú fyrsta úr hennar herbúðum. Grammy-verðlaunahafinn Richard Dodd, sem hefur unnið með lista- mönnum á borð við Green Day, Kings of Leon, Red Hot Chili Pepp- ers og George Harrison, sá um að leggja lokahönd á gripinn. Cosmic Call og Sigurður Ingvar Þorvalds- son stjórnuðu upptökum. „Ég hafði samband við hann. Ég var búinn að athuga hvort ein- hverjir menn úti gætu gert þetta og leist best á hann,“ segir Sigurmon Hartmann Sigurðsson, söngvari og gítar leikari Cosmic Call. „Hann var mjög áhugasamur að gera þetta með okkur.“ Það voru hljómsveit- armeðlimirnir sjálfir sem fram- leiddu plötuna og fengu þeir vini sína og fjölskyldur til aðstoðar. Plötuumslagið var saumað úr lér- efti og voru eitt þúsund eintök búin til. „Amma var sérstaklega dugleg en við unnum öll hörðum höndum að þessari plötu. Stelpurnar sáu að mestu leyti um saumaskapinn en það kom sá tími sem maður greip í saumavélina. Það er samt ekki mín sterkasta grein,“ segir Sigurmon. Cosmic Call er nýkomin úr tón- leikaferð um landið sem kallað- ist Rokkinnrásin þar sem Nögl og Dead Model tróðu einnig upp. Sveitin er á fullu að semja nýtt efni en næstu tónleikar hennar verða á Iceland Airwaves-hátíðinni um miðjan október. - fb Fengu hjálp frá Grammy-hafa COSMIC CALL Rokkhljómsveitin frá Akra- nesi hefur gefið út sjö laga plötu. Ólafur Arnalds fær átta í ein- kunn af tíu mögulegum hjá breska tímarit- inu Clash Music fyrir plötu sína Found Songs. Á plötunni er safn laga sem Ólafur samdi í vor á óvenju- legan hátt. Hann samdi þau til á píanó, tók upp og gaf út eitt lag á Netinu ókeypis á hverjum degi í heila viku. „Hugmyndin á bak við þessa plötu er hjartnæm. Að taka sjö einföld píanólög og gefa eitt út í einu á Twitter í hverri viku,“ segir í dómnum. „Þetta er spenn- andi, árangursríkt og vel heppn- að. Frábær tilraun.“ - fb Ólafur fær góða dóma ÓLAFUR ARNALDS Tónlistarhátíðin Réttir er í fullum gangi. Trausti Júlíusson fylgdist með fyrstu tveimur kvöldum há- tíðarinnar og var ánægður með útkomuna. Þó að aðstandendur tónlistarhátíðar- innar Rétta hafi lagt áherslu á að hún væri annars eðlis en Iceland Airwaves-hátíðin þá er samt margt líkt með þessum tveimur viðburð- um. Eins og Airwaves fara Rétt- irnar fram samtímis á nokkrum tónleikastöðum í miðborginni og hátíðargestir valsa á milli til að sjá sem flest. Og það er óhætt að segja að Réttirnar hafi byrjað af krafti. Á miðvikudagskvöldið var dagskrá á sex stöðum og maður strax kom- inn í valkvíðakast. Ég hóf kvöldið á stærsta staðn- um, Nasa. Þar spiluðu strákarnir í For a Minor Reflection. Þeir eru enn að fullkomna post-rokkið sitt og voru í fínum gír, en lista- maðurinn Kilford málaði mynd upp á sviði á meðan þeir spil- uðu. Á Grand rokk var dagskrá- in í höndum Brak-plötufyrirtæk- isins. Það voru frekar fáir mættir þegar hjónabandið Létt á bárunni flutti jaðarskemmtipoppið sitt við góðar undirtektir, en það hafði fjölgað mikið í salnum þegar stuð- rokksveitin Skelkur í bringu steig á svið. Húmorískt band með hæfi- leikaríka söngkonu og óvenjumik- inn áhuga á slími. Á Batteríinu voru hinir ungu Kid Twist að klára sýrurokkkeyrslu þegar ég kom á svæðið, en hápunktur kvöldsins var hiklaust stórtónleikar Hjalta- lín á Nasa. Sveitin tók bæði ný lög og gömul, þau síðarnefndu mörg í aðeins breyttum útgáfum. Öryggi og spilagleði ásamt mátulegum skammti af kæruleysi einkenndi settið þeirra. Á Jacobsen voru Ruxpin og Oculus í fínum gír hvor á sinni hæðinni á Weirdcore-kvöldi en kvöldið endaði á rappsveitinni Fallegum mönnum á Nasa. Efnileg sveit, en virkar einhvern veginn ekki alveg enn. Það vantar herslu- muninn. Fimmtudagskvöldið var sömu- leiðis þétt skipað og margt gott í boði. Dr. Gunni spilaði stutt en gott gigg með bandinu sínu í upp- hafi kvöldsins á Nasa. Fáir mætt- ir, en þetta band svínvirkar og sérstaklega gaman að hafa Heiðu með. Hún setti mikinn svip á útkomuna. Á Batteríinu var Magn- oose (áður Mongoose) að spila raf- tónlistarsvítu undir gamalli jap- anskri skrímslamynd. Frábær tónlist, fersk og tilraunakennd og greinilegt að maður verður að fylgjast vel með Magnoosi í fram- tíðinni. Morðingjarnir spiluðu sitt fyrra sett af tveimur sama kvöld- ið á Sódómu og gerðu vel. Á Batt- eríinu spilaði danska sveitin The State, The Market, The DJ og eftir groddann í Morðingjunum hljómaði gæðatónlist þessara við- kvæmnislegu drengja hálf mátt- laus í byrjun, en hún vann á. New Yorkarinn Jesse Hartmann spil- aði svo nokkur lög nýkominn af heimsfrumsýningu á kvikmynd- inni sinni á RIFF og salurinn fyllt- ist af skvaldrandi kvikmyndaá- hugamönnum sem klöppuðu af ákefð á milli laga. Jesse var einn á sviðinu með gítarinn, en fékk af og til liðsinni munnhörpuleik- ara sem var falinn bak við súlu. Þokkalegt alveg, en þeir sem ekki voru á staðnum voru ekki að missa af neinu. Þetta hefur allt heyrst hundrað sinnum áður. Á Nasa kláruðu Hjálmar kvöldið með þriggja manna blásarasveit. Troð- fullur salurinn söng með og vagg- aði sér. Hjálmar eru alveg á toppn- um núna og eiga það fullkomlega skilið. Massíf sveit. RÉTTIR BYRJA AF KRAFTI TÓNLEIKAR Réttir Miðvikudags- og fimmtudags- kvöld Bogi Jónsson þrjóskast við að halda eign sinni á Hliði á Álfta- nesi. Þar var hann búinn að koma upp veitingahúsi og nuddstofu á myntkörfulánum rétt áður en allt hrundi. „Jú jú, það er allt í hálfgerðri stórsteik ennþá og það þarf kraftaverk til að maður verði ekki gjaldþrota. En maður þrjóskast við,“ segir Bogi. Hann opnaði kaffihúsið Café Álftanes í veitingahúsinu í sumar. Á sunnudaginn verður opnuð þar sýning á myndum pabba Boga, náttúrufræðings- ins Jóns Bogasonar, af örsmáum sjávarlífverum við Íslandsmið. „Umhverfisráðherrann ætlar að mæta og ég er að spá í að gefa henni slotið,“ segir Bogi. „Sú gjöf er nú ekki eins höfðingleg og ætla mætti því íslenska ríkið á þetta allt hvort sem er!“ - drg Örsmáar lífver- ur á kaffihúsi RÉTTIR Á NASA Megas og Senuþjófarnir tróðu upp á fimmtudagskvöldið. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Veljum íslenskt NÝ ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA Óskar Sími: 895-9801 oskar@sbd.is www.sbd.is Ertu í vandræðum með uppskeruna Rúma 25-35 kg. af grænmeti. Tvær stærðir 25 kg. 5.500 kr. Verð nú 4.000 kr. 35. Kg. 6.500 kr. Verð nú 5.000 kr. Wallfl ower Conceal Hilla Felicity Wallfl utter 30% AFSLÁTTUR AF UMBRA-VÖRUM - GLÆNÝ SENDING Holtagarðar Opið: Laugardag 10-17 Sunnudag 13-17 Kringlan Opið: Laugardag 10-18 Sunnudag 13-17 TEKK COMPANY Sími 564 4400 www.tekk.is Lunas Frame
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.