Fálkinn


Fálkinn - 16.12.1949, Qupperneq 16

Fálkinn - 16.12.1949, Qupperneq 16
12 5* &S. 5« SX 3WE 3tæ 3WE 5« 3WE 5« 5« 5« 3HE &£ 5« 5X 5 Jölablað falkans 1949 ursins. Hann var skörungur mik- ill, en féll þó við biskupskjör. Einn af þekktustu ábótum Helgafellsklausturs, sem alls voru 24, var Hallur Gissurarson, föð- urbróðir Gissurar jarls, kominn í f jórða lið af fsleifi biskupi. Hann var ábóti 1221—1225. Giftur var hann Herdísi, systur Hrafns Sveinbjarnarsonar á Eyri í Arn- arfirði, svo að ekki skorti stór- mennin í vandamannahópinn. — Hallur var lögsögumaður 1201— f 209, og tók hann við af föður sínum, en sagði svo starfinu lausu og gekk í klaustur. Er hann fór frá Helgafelli fór hann í Þykkva- bæjarklaustur. Helgafellsklaustur var auðugt mjög á jarðir og lausafé. Sérstak- lega mun það hafa auðgast í tíð þeirra ábótanna Ásgríms Jóns- sonar (varð ábóti 1352) og Hall- dórs Ormssonar (1477—1509), sem lagði margar jarðir undir klaustrið. Árið 1425 varð sá atburður að Helgafelli, að sveinar þeirra Hannesar Pálssonar, hirðstjóra, og Balthasars skutu tvo menn til bana í kirkjugarðinum þar og skemmdu klaustrið. Fjóra næstu vetur stóð kirkjan sönglaus og klaustrið illa leikið. En þá kom Jón Vilhjálmsson Hólabiskup og hreinsaði kirkjuna, klaustrið og kirkjugarðinn. Nokkru síðar var Páll munkur Ölafsson, sem dvald- ist í klaustrinu, bannfærður fyr- ir barneign af Gottskálki Hóla- biskupi. Talið er að Narfi ábóti, sem vígður var til Helgafells skömmu eftir 1100, hafi haldið þar skóla, og vitað er, að konungsbréf var gefið út um skólastofnun að Helgafelli eftir að klaustrið leið undir lok. Lítið mun þó hafa orð- ið úr skólahaldi þessu. Síðasti ábóti í Helgafellsklaustri var Halldór Tyrfingsson. Hann var flæmdur þaðan árið 1543 á- samt þremur bræðrum sínum. Fóru þeir nauðugir, berhöfðaðir og berfættir og óskuðu þeim ills, er við tækju. Klaustrið féll undir konung og fylgdu því 10 tugir jarða. Árið 1550 reyndi Jón biskup Arason að endurreisa klaustrið og vígði þangað Narfa þann, er áður er getið, til ábóta, en sú endurreisn var skammæ, enda veldi Jóns þá þegar komið að fótum fram. Þessir staksteinar úr sögu Helgafellsklausturs eru dregnir fram rétt til þess að minnast klaustursins. En fram á síðustu tíma hefir margt verið á huldu um hina merku starfsemi, sem innt hefir verið af hendi í íslensku klaustr- unum, ekki síst hinn bókmennta- lega þátt. Prófessor Guðbrandur Jónsson vinnur annars að samn- ingu íslenskrar klaustursögu, og munu þar vafalaust ýmis kurl koma til grafar. Leiði Guðrúnar Ósvífursdóttur . .Nú skulum við stökkva yfir hálfa fjórðu öld, enda verður nú minna í frásögur færandi frá Helgafeili. Laust fyrir síðustu aldamót (1897) brugðu þeir dr. Jón Stef- ánsson og W. G. Collingwood sér til Helgafells og grófu í leiði, sem þar var utan kirkjugarðs og kall- að var Guðrúnarleiði. Enginn vissa var þó fyrir því að þetta væri leiði Guðrúnar Ósvifurs- dóttur. Skýrir dr. Jón Stefánsson frá tilhögun og árangri uppgraft- ar þessa í árbók Hins íslenska fornleifafélags árið 1898. Þar kemur m. a. þetta fram. Leiðið er norðan kirkjugarðs- ins, sem nú er jarðað í. Líkurn- ar til þess, að þetta væri leiði Guðrúnar byggðust í fyrsta lagi á því, að munnmæli og sögusagnir hermdu, að þetta væri leiði henn- ar, og í öðru lagi á þessum setn- ingum úr Laxdælu: „Guðrún and- aðist at Helgafelli ok þar hvílir hon.“ (78. kafli). „Hon var fyrst nunna á Islandi ok einsetukona.“ (78. kafli). „Hon nam fyrst kvenna saltara á lslandi“ (76. kafli). Leggja þurfti því áherslu á að sanna, að þetta væri gröf kvennmanns frá 11. öld, og leita að menjum, sem staðfest gætu, að þarna væri grafin nunna eða einsetukona. Gröfin reyndist vera 11 fet að lengd og 7 fet og sex þumlungar að breidd í nyrðri endann, en 6 fet í þann syðri. Dýpt er 4 fet og 10 þumlungar, en auk þess nær leiðið 2 fet yfir jafnsléttu. — Það snýr frá norðaustri til suð- vesturs. Mikið fannst af viðar- kolum í gröfinni, en þau voru oft sett í grafir til forna til að varna rotnun. Beinamold fannst undir viðarkolunum. Smáar tennur (úr kvennmanni?) fundust í nyrðri endanum, trefjar af hauskúpu- himnu, jámryð, brenglaður hlut- ur úr jámi (tygilhnífur?) og fjörusteinn. 1 miðri gröfinni fannst lítill steinn með mörgum fægðum flötum. Gæti komið til mála, að hann væri af talnabandi nunnu, þótt ekkert gat sé á hon- um. Steinhleðsla var um gröfina. Enda þótt menn hafi freistast til að draga þá ályktun af fundi þessum, að þetta væri áreiðan- lega gröf Guðrúnar Ósvífursdótt- ur, þá má ekki leggja allt of mik- ið upp úr honum. Auðséð var, að rótað hafði verið í gröfinni áður, og það litla sem fannst, sagði ekki mikið, þótt það styrkti líkumar fyrir því, að þetta væri leiði Guðrúnar, að minnsta kosti kvenmanns frá öndverðri eða miðri 11 öld. Trúin á Helgafell lifir í breyttri mynd. Þess var áður getið, að Þór- ólfur Mostrarskegg og niðjar hans trúðu því, að þeir dæju í Helga- fell, og Snorri goði gekk á fellið, ef hann þurfti að hugsa ráð sitt. Þetta er hinn eldri átrúnaður á Helgafell, og í fullu samræmi við trú og siði þeirra tíma. En trúin á Helgafell lifir enn í dag. en þó í breyttri mynd. Hvernig hún er til orðin og hvort tengsl eru milli hennar og eldri átrúnaðar, skal látið ósagt um, en það eitt er víst, að trúin er nátengd Guðrúnu Ósvífursdóttur og leiði hennar. Sú er þessi trú, að hver sá, sem gengur á Helgafell í fyrsta sinn, megi óska sér þriggja óska, sem allar muni rætast. Það er þó und- irskilið, að þær séu góðs eðlis og ekki sé sagt frá þeim, fyrr en þær ná fram að ganga. Ganga á Helgafell. Auk þess verður fólk að fylgja settum reglum, er það gengur á fellið, ef vel á að fara. Nokkuð eru þessar reglur á reiki, en kjarni þeirra er þessi: Gengið er um hlaðið á Helga- fellsbænum að leiði Guðrúnar. Þar er gert krossmark, og bæn flutt í hljóði. Síðan er gengið sem leið liggur upp á fellið. Hvorki má líta við né mæla orð. Ekki má heldur bera höfuðfat. Þegar upp er komið á að ganga inn í byrgi, sem þar hefir verið hlaðið, snúa sér til austurs eða norðausturs og færa fram óskirnar þi’jár, en vitanlega í hljóði. Áður fyrr mun áhersla hafa verið lögð á það enn- fremur, að ekki væri mælt orð, fyrr en komið væri niður af fell- inu aftur. Framan við byrgi það, sem hlaðið er á fellinu, er steyptur varði. Samskotabaukur er við byrgið, og mun ætlunin að reisa kapellu að Helgafelli fyrir fé það, sem safnast. Líklegt er, að bæna- hús hafi verið, þar sem byrgið er, i kaþólskum sið. — 1 Helga- fellskirkju er annar samskota- baukur, en þar í hefir safnast fé til annarrar ráðstöfunar. Hann skal tæmdur á Þorláksmessu ár hvert og fénu miðlað fátækum. Að Helgafelli er nú myndarbýli. Þar búa hjónin Hinrik Jóhanns- son og Ragna Þorgeirsdóttir, dótt- ir Þorgeirs Jónassonar og Ingi- bjargar Björnsdóttur, sem bjuggu að Helgafelli frá 1911—1944. — Mikill ferðamannastraumur hefir jafnan beinst að Helgafelli, og hefir frú Ingibjörg Björnsdóttir tjáð þeim, sem þetta ritar, að ár- ið 1930 hafi vafalaust verið metár í því efni. Annars jókst ferða- mannastraumurinn að sjálfsögðu talsvert eftir að vegurinn kom í byggðarlagið árið 1927. Áður en hann var lagður, kvað þó tals- vert að því, að fólk, sem ferð- aðist með strandferðaskipunum, legði leið sína upp að Helgafelli. Þangað hefir líka jafnan þótt gott að koma, enda gestrisið sómafólk heim að sækja. G. Þ. ViO leiði Guðrúnar Ösvífursdóttur.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.