Fálkinn


Fálkinn - 16.12.1949, Blaðsíða 18

Fálkinn - 16.12.1949, Blaðsíða 18
14 ££ SrS. 3HE XX XX 5« 5« 5« 5« 5-« XX « XX 5-g S Jölablað fAlkans 1949 Gustnve Doré \ maðurinn, sem bjó -— Gustave Doré, Ijósmynd frá 1870 í stll þeirra tima. til m/ndabók úr Biblíunni . BIBLÍAN er talin útbreiddasta bók veraldar, og í mörgurn löndum hefir hún veriö gefin út meö teikningum eft- ir franska listamanninn Gustave Doré, sem fyrir bragöiö hefir hlot- ið heimsfrœgö. Níu menn af hverj- um tíu vita ekki til aö Doré hafi teiknaö annaö en þessar víöfrœgu biblíumyndir. En þaö er ööru ncer. Þær eru aöeins lítiö brot af þeim sæg mynda, sem þessi snillingur geröi um ævina. Þcer uröu alls um tíu þúsund og Doré varö állra lista- manna ríkastur á sinni tíö og græddi um sjö milljónir franka. En hann náöi aldrei því marki, sem hann haföi sett sér: aö veröa málari. — Hér segir Ivar öhman frá teiknaranum mikla. SORÉ VAR ekki nema 15 ára skóladrengur, þegar hann kom til Parísar með for- eldrum sínum í fyrsta skipti, árið 1847. En þá þegar var hann staðráðinn í að verða lista- maður. Einn daginn sá hann í glugga við Kauphallartorgið nokkur myndablöð og teikningar. Þetta var hús forleggj- arans Philipons. Philipon var fræg- ur uin allt Frakkland fyrir skop- myndahefti sín, teikningar og blöð. Hann hafði stofnað Caricature og Charivari, fyrsta grínblað veraldar og allsherjarþing helstu teiknara samtíð- Bibliumynd af syndaflóöinu. arinnar. Hinn frægi Gavarni teiknaði í það blað, og þar birti Daumier fyrstu steinprentanir sínar. Það var Philipon, sem gaf Doré tækifæri til að setjast að i París, og áðurnefnd blöð gerðu Doré frægan. Einn daginn, þegar foreldrarnir létu Doré fara sinna eigin ferða, teiknaði hann í snarkasti nokkrar myndir í þehn stíl, sem hann sá í áðurnefndum blöðum og fór með þær til Philipons. Hann varð dálitið forviða, þegar þessi unglingur kom inn á skrifstofuna til hans, en þó meira hissa er hann sá teikningarnar, sem hann sýndi honum. Hann var ekki i vafa um að hér var á ferðinni efni i snilling. Og svo réð hann hann umsvifalaust til sin. Hann skrifaði foreldrum hans bréf og er þau komu fékk hann talið þau á að leyfa Gustave að verða eftir i París. Föður hans hafði ekki verið meira en svo um áhuga Gustaves og þroska í listinni, hann hafði hugsað sér að hann færi sömu leiðina og hann sjálf- ur og yrði verkfræðingur og legði vegi og byggði hrýr. En Philipon tókst að sýna honum fram á að Gust- ave hefði svo mikla hæfileika sem teiknari að hann mundi með tímanum varpa frægðarljóma á nafnið Doré. Og það rættist. Og svo skrifaði Doré 'verkfræðing- ur undir samning við Philipon um að Gustave yrði hjá honum i þrjú ár. Hann átti að gera eina teikningu á viku í hið nýstofnaða blað hans, Journal pour Rire, og kaupið var ríku- Don Quixote og Sancho Panza. legt, að minnsta kosti þegar litið var á að hér átti nýgræðingur í lilut. Þannig hófst hinn glæsilegi ferill, sem brátt gerði Doré frægan, ekki aðeins i Frakklandi heldur um allan heim. Áður en liann varð tvítugur höfðu birst eftir hann teikningar og steinprentanir svo hundruðum skipti og þegar hann var 22 ára náði liann al- mennri viðurkenningu fyrir teikn- ingarnar í Gargantua og Pantagruel, hið fræga rit Rabelais. Og mynda- hiblía Dorés varð bráðlega mesta stofuprýðin í efnaheimilunum í Evr- ópu, en inyndirnar í ritum Balzacs, Dantes og Cervantes báru nafnið Doré vestur um haf og austur til St. Pét- ursborgar. En það voru þó einkum tvær heimsborgir, sem Doré lagði fyrir fætur sér: París þriðjá keis- aradæmisins og London Victoriu drottningar. Doré hafði ekki slitið harnsskónum er hann var orðinn til- beðinn aufúsugestur fínustu „salon- anna“ i París og umgekkst helstu rit- höfunda, málara og tónlistarmenn samtíðarinnar. Og í London var hann svo vinsæll, að heill sýningarstaður við Bond Street hafði verk eftir Doré til sýnis ár eftir ár, og hann var tíð- ur gestur konungsfjölskyldunnar og fyrirfólksins. En þrátt fyrir allt þetta meðlæti tókst Doré aldrei að ná þvi marki, sem hann hafði sett sér í lífinu: að verða frægur málari. -------Gustave Doré var ættaður frá Elsas, fæddur í Slrasbourg árið 1832. Það er ekkert nýtt þó að bak- sviðsins að verkum listamanns sé leit- að í umhverfinu, sem hann elst upp við. Að þvi er Doré snertir þá er það auðsætt, að hinn forni landamærabær Frakklands og Þýskalands hefir haft ómetanlega þýðingu fyrir mótun hans sem listamanns. Fyrir hans sjónum hefir borgin verið einskonar fjölbreytt myndabók, með öilum gömlu skrítnu múrbindingshúsunum, tignarlegum höllum i renaissancestíl, þvengmjó- um, krókóttum götum, víggirðinga- skurðum og margra alda gömlum köstulum. Og yfir öllu þessu gnæfði hin tignarlega dómkirkja, alsett högg- myndum og ríku skrauti bæði róm- Or lygasögu eftir Múnchausen. anskrar og gotneskrar byggingalistar. Dálæti það, sem Doré liafði á hinu stórfenglega og uppleitandi, má ef- laust rekja til bernskuára hans, er hann lék sér í skugga dómkirkjunnar miklu, sem teygði turnana upp í ský- in. En jiað var ekki aðeins borgin sjálf sem æsti hugmyndaflug Gustaves Doré. í vestri risu Vogesafjöllin með háum tindum og dulúðgum, dimmum skógum, sem seiddu hann og vöktu þrá hans til hins dularfulla og villta, sein þjóðsögur og ævintýri í Rínar- dalnum sögðu honum frá. Hann var ekki nema sex ára þegar hann sagðist ætla að verða listamaður, og er hann komst í skólann fyllti hann öll lausahlöð og bækur ineð teikning- um og skopmyndum af fjölskyldu sinni og félögum. Myndir sem enn hafa varðveist og hann gerði er liann var aðeins átta ára, sýna óeðlilega bráðan þroska. Þegar Doré kom inn i listamanna- heim Parísar fimtán ára gainall, hafði liann ekki lokið skólagöngu sinni. Hann var þvi innritaður á Lycée Charlemagne og þar var litið upp til hans scm listamanns og samverka- manns að frægu blaði — kennararnir báðu hann að gera skýringarmyndir með kennslunni á töfluna, og bekkjar- bræður lians litu upp til hans eins og hálfguðs. En í vitund Gustaves var hvorki skólinn né þessi vikulega mynd í blaði Philipons aðalatriði. Hann dreymdi um frama, sem mundi koma allri ver- öldinni til að standa á öndinni, og liann tahli stöðu sina hjá Philipon ekki annað en lægsta þrepið i stig- anum upp til hátindar frægðarinnar. Hvenær sem hann átti tómstund reik- aði hann um göturnar, athugaði lifið og fólkið á kaffihúsunum, skoðaði listaverkin í Louvre og gróf upp blöð með teikningum frægra manna í Þjóð- bókasafninu. Hann varð frægur í fólkshafinu í Paris, fólk gægðist til hans með forvitni og aðdáun er hann kom í leikhús eða kom með Philipon í listamannasamkvæmi. Hinn barns- legi yndisþokki hans laðaði fólk að honum. Mynd úr „Gargantus og Pantagruel“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.