Fálkinn


Fálkinn - 16.12.1949, Síða 25

Fálkinn - 16.12.1949, Síða 25
JÖLABLAÐ FÁLKANS 1949 £ einu sinni fuglana. Burtförin var því síður en svo þægileg. Tréð rankaði ekki við sér fyrr en það var ásamt öðrum trjám tekið af vagni í húsagarðinum og þá heyrði það, að einhver sagði: „En hve þetta tré er fallegt. Við þurfum ekki nema það eitt.“ Nú komu tveir skrautklæddir þjónar og báru grenitréð inn í stóra fallega stofu. Á veggjunum hengu málverk og við hliðina á stórum gljáandi ofni stóðu kín- versk skrautker með lokum, sem á voru ljónsmyndir. Þar voru hægindastólar, silkilegubekkir, stór borð þakin myndabókum og leikföngum er kostað höfðu mörg hundruð ríkisdala; að minnsta kosti sögðu börnin það. Og greni- tréð var reist í stóran kassa full- an af sandi, en enginn gat séð að það væri kassi, vegna þess að hann var þakinn grænu áklæði, og undir hann sett stór og marg- lit ábreiða. Ó, hvað það skalf mik- ið. Hvað myndi næst koma fyrir? Bæði þjónar og ungar stúlkur skreyttu tréð. Á eina grein eftir aðra hengdu þau litla netpoka, sem klipptir voru út úr lituðum pappír, og í þessa poka var svo sett allskonar sælgæti. Gyllt epli og valhnetur hengu á greinunum eins og þau væru fastgróin og mikill fjöldi af rauðum, bláum og hvítum smákertum var festur á greinarnar. Einnig hengu brúður, sem litu út eins og lifandi verur, í grænu liminu, en slíkt hafði tréð aldrei séð áður, og efst á topp- inn var svo sett stór gullin stjarná. Það var skrautlegt, því var ekki hægt að neita. „1 kvöld skal það ljóma,“ sögðu þau öll einum rómi. ,,Ó, að kvöldið væri nú kornið," hugsaði tréð, „ó, að farið væri að kveikja ljósin, en hvað mundi þá gerast? Ætli trén úr skógin- um myndu koma til þess að horfa á mig. — Skyldu gráspörvarnir fljúga að glugganum. Skyldi ég festa hér rætur og standa í þess- um skrúða bæði vetur og sum- ar?“ Jú, jú, það var ekki f jarri sanni, en það hafði virkilegan barkar- verk af einskærri eftirlöngun og barkarverkur er eins slæmur fyr- ir tré eins og höfuðverkur fyrir okkur mennina. Nú voru ljósin tendruð. Hvílíkt skraut, hvílíkur ljómi. Tréð bærði allar greinarnar svo að eldur læsti sig í limið frá einu kertanna, og sviðnaði grenið þá brátt. „Guð hjálpi okkur!“ sögðu all- ar stúlkurnar og slökktu eldinn í flýti. Nú þorði tréð ekki að hreyfa sig hið minnsta. Það var svo hrætt um að skrautið yrði tekið aftur; það var alveg frá sér num- ið í öllum þessum ljóma. Þá opn- uðust vænghurðir og inn þusti Maöurinn sagöi nú söguna af honum, Klumpa-Dumpa mikill fjöldi barna rétt eins og þau ætluðu að ryðja trénu um koll. Á eftir kom svo eldra fólk- ið í hægðum sínum. Litlu börnin stóðu orðlaus í fyrstu, en það stóð ekki lengi yfir, því að í næstu andrá tóku þau að æpa af fögn- uði og gáska svo að undir tók í húsinu. Þau dönsuðu í kring um tréð og hver jólagjöfin af annarri var tekin af því. „Hvað eru þau nú að gera?“ hugsaði tréð.“ „Hvað verður nú?“ Og kertin loguðu þar til komið var niður á greinar og jafnóðum sem þau brunnu út var slökkt á þeim og því næst var börnunum leyft að rupla tréð. Ó, þau köst- uðu sér yfir það og ruddust svo að brakaði í öllum greinum og það hefði oltið um koll ef það hefði ekki verið fest við loftið með toppnum og gullstjörnunni. Börnin dönsuðu nú um með hin fallegu leikföng sín. Enginn horfði á tréð nema gamla barn- fóstran, sem kom og gægðist inn á milli greinanna, en það var aðeins til þess að gá að, hvort ekki hefði orðið eftir fíkja eða epli. „Segið okkur sögu, segið okk- ur sögu,“ hrópuðu börnin og drógu lítinn feitlaginn mann í átt- ina að trénu og hann tók sér sæti undir því. „Svo erum við komin út í græna náttúruna,“ sagði hann, ,,og tréð getur haft mjög gott af því að hlusta á með ykk- ur. En ég segi ykkur aðeins eina sögu. Viljið þið heyra söguna af honum Iviða-Áviða eða honum Klumpa-Dumpa, sem datt niður tröppurnar, en komst samt í há- sætið og fékk kóngsdótturina ?“ „lviða-Áviða“ hrópuðu sum, „Klumpa-Dumpa“ kölluðu önnur. Það voru hróp og köll, og það var aðeins grenitréð, sem var þögult og hugsaði með sér: „Fæ ég þá ekki að vera með, alls ekkert að gera?“ En það hafði þegar verið með og gert það sem því var ætl- að að gera. Maðurinn sagði nú söguna af honum Klumpa-Dumpa, sem féll ofan tröppurnar, en komst samt í hásætið og fékk konungsdóttur- ina, og börnin klöppuðu saman höndunum og hrópuðu: „Segðu okkur aðra sögu, segðu okkur meira.“ Þau vildu líka fá að heyra söguna um hann Iviða-Áviða, en þau fengu ekki nema söguna af Klumpa-Dumpa. Grenitréð stóð þögult og hugsandi, aldrei höfðu fuglarnir í skóginum sagt nokkuð þessu líkt. „Klumpa-Dumpi valt ofan tröppurnar, en fékk þó kóngsdótturina. Já, þannig geng- ur það í heiminum," hugsaði grenitréð og hélt að það væri raunverulega satt, af því að það var svo prúður maður, sem sög- una sagði. „Já, hver veit. Ef til vill dett ég líka niður tröppurnar og fæ kóngsdóttur." Og það hlakkaði til næsta dags, þegar það bjóst við að verða aftur skreytt ljósum , leikföngum, gulli og ávöxtum. „Á morgun skal ég ekki skjálfa," hugsaði það. „Þá ætla ég að skemmta mér vel í allri minni dýrð. Á morgun mun ég aftur heyra söguna um hann Klumpa-Dumpa og kannske einn- ig um lviða-Áviða.“ Og tréð stóð kyrrt og hugsandi alla nóttina. Um morguninn komu vinnu- maðurinn og vinnukonan inn í stofuna. „Nú byrjar dýrðin aftur,“ hugs- aði tréð, en þau drógu það út úr stofunni, upp tröppur inn á háa- loft og settu það inn í dimmt skot, þangað sem engin birta náði. „Hvað á nú þetta að þýða?“ hugsaði tréð. „Hvað skyldi ég nú eiga að gera hér? Hvað ætli ég fái hér að heyra?“ Og það hall- aði sér upp að veggnum og hugs- aði og hugsaði. Nógan tíma hafði það, því að dagar og nætur liðu, án þess að nokkur kæmi þangað upp og þeg- ar einhver loksins kom, þá var það aðeins til þess að kasta nokkr- um kössum út í hornið. Tréð var nú alveg falið, og var engu lík- ara en búið væri að gleyma þvi með öllu. „Nú er vetur úti,“ hugsaði tréð. „Jörðin er frosin og snævi þak- in. Mennirnir gætu ekki gróður- sett mig aftur. Þessvegna á ég að standa hér í skjóli til vorsins. En hvað það er vel hugsað. En hvað mennirnir eru góðir. Aðeins að hér væri ekki svona dimmt og einmanalegt. Ekki einu sinni lítill héri. Það var þó svo gaman úti í skóginum þegar snjór var á jörðu og hérinn stökk fram hjá;

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.