Fálkinn


Fálkinn - 16.12.1949, Side 47

Fálkinn - 16.12.1949, Side 47
JÖLABLAÐ FÁLKANS 1949 £ jöt JHE JHE JHE J5-« 5« « M S-S JWE « « JWE 5« 43 innar og spyr.ja hana: Fá félagar min- ir nokkrar góðgerSir? En hún var svo stórfengleg, þarna sem ln'in sat, og hún var ekki móðir hans. Hann hafði ekki nógu gott bein i nefinu til þess að gera það. Og svo var það of seint. Og smátt og smátt gekk það upp fyrir honum að hann var ekki inni lengur, hann var úti í ganginum, síðan úti á lilaði og þar var kalt, og loks inni i fremra hesthúsinu, þar sem hestarnir hneggjuðu til hans. En hann fyrir sitt leyti var að leita að spotta, sem hann gæti .hengt sig í. Samt varð nú ekki af því, en hann hnipraði sig niður í heybing. Það er leið að því að drepast úr kulda líka, og í fyrramálið mundi heima- fólkið finna hann dauðan og bein- gaddaðan. Hann mundi aldrei þora að líta framan í kunningja sína oftar — krakkarnir í skólanum fréttu af þessu — það yrði lögulegt. En eftir langa mæðu var farið að kalla á liann úti á lilaði. — Friðrik — hæ! Það var vinnumaðurinn. Svo heyrði hann rödd hreppstjórans sjálfs: — Friðrik — þú verður að koma inn? — Friðrik — hvað er orðið af þér? En svo varð hljótt aft- ur. Nú mundi verða safnað liði til þess að leita að honum úti í skógi. Það mun hafa verið liðið langt á kvöld þegar vinnumaðurinn kom út i hesthús með týru. Hann hrökk við. Liggur þú liérna, strákur? Hvaða fjandans uppátæki er þetta? Þér er nær að vera inni þegar þú færð gesti. — Eg er svo veikur. Eg held ég sé að deyja, muldraði liann skjálf- raddaður ofan í heyið. — Þú mátt ekki drepast hérna. Þú verður að minnsta kosti að komast í bólið þitt og deyja þar. Komdu nú! Og svo studdi vinnumaðurinn hann heim hlaðið og inn eldhúsmegin og loks upp á loft, og hjálpaði honum i rúmið. Eftir nokkra stund kom húsmóðirin líka til að líta á hann. — Ertu mjög veikur? — Eigum við að sækja lækni? Og svo bætti bún við: — Það er orð- ið svo áliðið að ég held að það sé best að félagar þínir verði hérna i nótt. Hann lá og engdist sundur og sam- an um nóttina. Bara að liann fengi að deyja. Þegar hann kom ofan daginn eftir eftir voru drengirnir farnir, en allir á bænum pírðu augunum og glottu þegar þeir litu á hann. Þeir gengu til prestsins sama árið, allir þrír, og í spurningunum sátu þeir á sama bekknum í kirkjunni. Knútur var rjóður og bliður eins og telpa, Friðrik moldbrúnn og frekkn- óttur, Pétur ljós yfirlitum en haus- inn langtum of stór á kroppinn. — Telpurnar sátu hinumegin, og sá sem glápti mest á þær var Knútur. Hinir tveir voru svo gott sem trúlofaðir systrum hans, svo að þeir lilu ekki einu sinni á telpurnar. Það urðu nokkrir þriggja manna fundir um fermingarfötin. Knútur hafði þegar fengið að vita, að hann átti að fá dyffelsbuxur og jakka, sem ekki var tiltöluimál um stórbóndason. Friðrik þagði, því að hann gat ekki vitað livað lireppstjórinn hafði hugs- að sér að hengja á hann, og ekki þorði hann að spyrja. Pétur hafði aurað saman nokkrum krónum og nú yfirbauð bann Knút með þvi að segja, að hann hefði hugsað sér að kaupa sér regnkápu. Ekki annar vandinn en að fá hana sauma-Margréti til að sauma hana úr lérefti, svo gat liann sjálfur borið á liana svarta olíu, og þá yrði hún gljáandi óg glampaði á hana langar leiðir. Friðrik liefði átt að þegja við þessu, heldur en að segja: — Setjum nú svo að það verði sólskin þennan dag? — Uss! sagði Pétur. — Það rignir alltaf á fermingardaginn. En þá sór Knútur i huganum að hann skyldi líka eignast svona regn- kápu. Það hjálpar svo vel lengdinni þegar maður er lítill, ef maður er í einhverju skósíðu. Og svo þagði Frið- rik, — hann hafði víst ekki meira að segja. En daginn eftir varð hann alveg afhuga því að verða eins og hann Napóleon. Nei, stjórnmálamaður, sós- íalisti. Það var ekki vert að minnast á það við hann Knút, en kannske mundi Pétur skilja hann. Og þeir höfðu eliki fyrr hitst við kirkjuna en hann náði i Pétur afsíðis og fór að ræða þetta við hann. Pétur var honum ekki fráhverfur, hann ólst sjálfur upp meðal smælingja. Þeim kom saman um að halda saman i stjórnmálun- um, hvort sem Knútur vildi vera með þeim eða ekki. — En þá verður margt að berjast við, sagði Pétur. — Þá berjumst við. sagði Friðrik og kreppti hnefapislina. Nokkrum dögum síðar fékk Pétur bréf frá honum, skrifað með blýant uppi í heiði. Fyrsta versið byrjaði svona: Já, kæri bróðir, þig grunar víst að marga hildi verðum við að heyja. En nokkrum vikum fyrir daginn mikla var það Knútur, sem náði i Pétur á einmæli. — Þú skilur víst það, að þú og ég getum ekki stássað okkur i regnkáp- unum, ef hann Friðrik fær ekki neina. — Nei, það getur verið, sagði Pét- ur. — Getur þú lagt til helminginn? Pétur varð að hugsa það mál. — Eg get lagt lóð og reynt að fiska svolítið meira, sagði hann. — Og ég hefi fengið Vikaskilding fyrir að flytja kaupstaðarfólk, sagði Knútur. Bara ef þurrkarnir hefðu ekki ver- ið svona miklir. Nóttina fyrir ferin- ingardaginn lá Pétur á bæn og bað guð um rigningu daginn eftir. Og var þetta ekki eins og kráftaverk. Þegar dagur rann var skýjaður himinn. Og áður en lagt var af stað til kirkjunn- ar fór örsmáum regndropum að ýra úr loftinu. Upp að kirkjunni sáust runur af hestum, léttivögnum og regnhlífum. Og þarna í fjöldanum voru þrír strák- lingar i skósíðum regnkápum og með litinn, kringlóttan liatt á höfðinu, alla af sömu gerð. Og þeir litu með vorkunnsemi á alla fullorðnu karl- mennina, sem voru kápulausir og niundu verða gigtveikir og gegndrepa. Þeim fannst bara lakast að þurfa að fara úr kápunum þegar þeir gengju inn í kórinn fyrir prestinn. Svo kom mánudagurinn og altaris- gangan og úti á kirkjuliól er sagt vertu sæll og þökk fyrir í sumar. Þau horfa hvert á annað, þessir drengir og telp- ur, og finna að nú hefir eitthvað gerst, sem er liðið hjá og kemur aldrei aftur. Héðan i frá liittast þau aldrei framar. En félagarnir þrír sáust þó líka á næsta ári, og það var alltaf við kirkj- una. Knútur blés sundur og varð svo laglegur að stúlkurnar gátu ekki stillt sig um að horfa á hann. En liann átti heima i bóp stórlaxanna í sveitinni, og unga fólkið þar lieldur hópinn og þangað fá ekki aðrir að koma. Pétur og Friðrik komu á dans, þar sein allt snerist um Knút, en nú hafði hann svo mikið að liugsa um sitt fólk, að hann hafði varla tima til að taka í höndina á þeim. Og nú var ekki að nefna að þeir hittust um jólin. Þeir heilsuðust með handabandi við kirkj- una og buðu hver öðrum góðan dag, og vist var um það, að Knútur rabb- aði við þá, en það var ekki eins og í gamla daga, og bæði Friðrik og Pétur skildu, að öðru vísi gat það ekki ver- ið. En systurnar lians tvær fóru að stækka, og enginn gat bannað strák- um að stansa og borfa á þær i fjar- lægð. Svo varð það úr að þeir fluttust úr sveitinni allir þrír. Friðrik fór í kaup- staðinn, varð fyrst sendill þar, og komst svo á undirforingjaskólann. Pétur fór með eldri bróður sínum til Ameríku, og Knútur gerðist búðar- maður lijá ríka kaupmanninum í Vogi. En einn var sá sem alltaf skrifaði og skrifaði bæði Friðrik og Knúti. Það var Pétur, og hann gat ómögulega skilið hversvegna þeir svöruðu ekki eins oft og hann langaði til. Hann var á preríunni og hugsaði svo mikið afturábak. Þegar bann ók í kaupstað- inn með kornið, hugsaði hann sér að hann væri að skreppa heim til átthaganna, og þegar hann fór í kirkju þarna vestra, fannst lionum skrilið að hann skyldi hvorki hitta Friðrik eða Knút. Aðrir landnemar andvörpuðu og töluðu um gamla landið, en i vit- und lians voru það átthagarnir sem áttu þar sess, en hvorki foreldrar né lieimili, því að liann hafði aldrei þekkt það, nei, það var útsýnið frá kirkj- unni sem hann sá nú i svo einkenni- legri sunnudagsbirtu, fjörðurinn sem hann hafoi vcitt í, fjaran sem Iiann tíndi krækling i, og fyrst og síðasl voru það Friðrik og Knútur. í með- vitund hans varð jietta eins konar Paradís, sem hann var alltaf að horfa á. Yrði aldrei mögulegt að öðlast þá Paradís aftur? Næsta ár bregð ég mér lieim — eða eflir tvö ár, eða kannske eftir fjögur, og þá fer ég til kirkiu og þar verður allt með sama sniði og það var. Þannig gat Pétur starað aftur fyrir sig ár eftir ár, og þó hélt hann að hann væri að liorfa fram. En það urðu tiu ár sem liðu, uns hann komst af stað. Á bryggjunni er enginn sem hann þekkir. Hann verður að leita uppi gistihús, eins og hver annar aðkomu- maður. En fyrsta sunnudaginn er hann á kirkjuhólnum á ný, og nú er liann herramaður i búðarfötum og með gljáða skó, en hendurnar eru með siggi eftir strit. Ilann svipast um, en á tíu árum falla margir frá, og krakkarnir verða fullorðið fólk. Hann þekkir svo fáa. En kirkjan, fjörður- inn og sveitin eru alveg eins og fyrr. Og þarna kemur Knútur á kerru, með konu og tvö börn. Hann er sveita- kaupmaður og hefir mikið umleikis. — Góðan daginn. Þekkirðu mig? í dag mun Pétur mega teljast jafn- ingi hans, og það verður fagnaðar- fundur. — Manstu það — og það — og j)að? — En hann Friðrilc, er hann ser- sjant núna — eða hershöfðingi? Ónei, Knútur verður að játa, að það sé hann eiginlega ekki. Þegar hann var í skólanum skrifaði liann á móti liðsforingjunum í blöðin og svo var bann rekinn. Nú er bann giftur hér í sveitinni og í liúsmennsku uppi í heiði. Annars kemur hann þarna. Friðrik kemur alltaf til kirkju, því að það er þar sem hann hittir Knút. Og jjarna keniur liann i snjáðum vað- málsfötum og með moldugan hatt, skeggjaður og orðinn gamallegur. En þegar hann sér þá, tekur hann undir sig stökk. Augun ljóma........ Nei, Pétur — er það sem mér sýnist. Og nú standa þeir þarna aftur, allir þrir, og klukkunum er hringt. Fólkið skvaldrar kringum þá og hestarnir hneggja, en þeir horfast bara á. Tvær ungar konur ganga framhjá, jarpar á hár og laglegar, systur Knúts og báðar giftar. Tíminn liður. Daginn eftir er Friðrik að kljúfa birki í eldinn í viðarskjólinu uppi í heiði. Krakkaorg inni í baðstofukytr- unni og konan jagast. Það er orðið þröngt í búi, þvi að jafnvel þó það sé hann Knútur, þá getur hann ekki lánað þeim lengur. í gær hafði hann lialdið veislu fyrir Amerikumanninn, en Friorik var ekki boðinn. Þá lieyrir hann hjólaskrölt niðri í kleifinni. Vagn með tveim mönnum kemur upp á hlaðið og Friðrik gónir: sannarlega eru það hann Knútur og liann Pétur. — Hæ! hrópar hann Pétur. — Hér eru tveir varningsmenn á ferð. Reyf- arakaup og langur gjaldfrestur. Og hann lítur kringum sig. — Jæja, svo að hérna áttu lieima! En á vagninum eru tveir mélsekk- ir, kúfuð karfa með smábögglum, og kippa af stórum og smáum skóm. Og Pétur tekur i höndina á honum og segir fram: Já, k'æri bróðir, þig grunar víst að marga bildi verðum við að heyja. Friðrik lilær, en fær svo einkenni- legan hiksta. Hann, sem átti að fá systur hans Ivnúts, stendur þarna og er gustukamaður. Félagarnir tveir dvöldust þarna um stund — svo kvöddust þeir og Frið- rik varð eftir i heioinni. Pétur fór vestur á preriuna. Árið eftir fékk hann bréf frá Knúti, seni sagði honum að nú hefði Friðrik gefist upp við beiðarbýlið. Hann vann í verksniiðju i Svíþjóð og þar liafði liann farið að fást við stjórnmál. Og

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.